zdndz skrifaði:gardar skrifaði:zdndz skrifaði:gardar skrifaði:bolti skrifaði:gardar skrifaði:Það er spurning hvort maður eigi að verða sér úti um gervihnattadisk og router fyrir hann, sem varaleið á internetið ef ske kynni að svona staða myndi einhvertíman koma upp á Íslandi...
Þú lifir í öðrum heimi en þetta fólk, það er sko ekki hvíslað á íslandi þegar verið er að hrauna upp í opið ginið á Jóhönnu Sigurðardóttir. Í Egyptalandi gastu verið handtekinn fyrir að tala gegn Hosni Mubarak og maður sjálfur sem túristi er beðin um að spyrja ekki spurninga.
Rétt er það, enda var innlegg mitt nú aðallega sett fram í spaugi frekar en alvöru.
Við verðum þó að vera á verði, þar sem íslensk fjarskiptafyrirtæki hafa nú þegar lokað fyrir aðgengi að vissum heimasíðum, án dóms og laga...
má það? annars hvaða eða hvernig síður hafa það verið
Nei það má ekki, ef loka á aðgengi að vefsíðum, þá þarf til þess dómsúrskurð.. Símafyrirtækin eru ekki í þeirri stöðu að bera mat á það hvaða vefi viðskiptavinirnir megi heimsækja og hverja ekki.
Er búinn að vera í bréfaskriftum við póst og fjarskiptastofnun, þar sem ég benti þeim á þetta mál og það er búið að vera í vinnslu seinustu mánuði.
en af smá forvitni, veistu hvurs slags vefsíður þetta hafa verið
Já ég útbjó lista yfir þá vefi sem ég fann að lokaðir voru, en sá listi er líklegast langt frá því að vera tæmandi.
Vefirnir eru af öllum toga og hafa innihaldið bæði siðlegt og ósiðlegt efni.
Ég er hinsvegar ekki að leggja mat á innihald vefsíðnanna og það eiga fjarskiptafyrirtækin heldur ekki að gera, heldur eru stjórnvöld þau einu með valdið til þess að leggja mat á og heimila ritskoðun á internet aðgangi íslendinga.
Ég mun líklegast birta bréfin sem hafa farið á milli mín og PFS þegar málinu er lokið.