worghal skrifaði:nú er ég búinn að vera atvinnulaus í soldinn tíma og mér finnst einfaldlega of mikill dónaskapur í þessum fyrirtækjum.
ég fæ ekkert nema "nei" en hey, að minsta kosti er svarað, lang flestir svara ekki einusinni!
og það er að gera mig brjálaðann. margir hafa sagt "sæktu um í bónus" en ég er búinn að sinna búðarstarfi í 5 ár samfleitt og ég er ekki tibúinn að láta koma fram við mig eins og einhver skít (aftur!), ég fékk nóg af því í hagkaup!
ef að fyrirtæki auglýsir eftir starfsfólki, þá er FOKKINS LÁGMARK að svara! hvort sem það sé nei eða eitthvað þvíumlíkt
það er ekki erfitt að senda EITT skilaboð "við þökkum áhugann en því miður er búið að ráða í stöðuna" á þau mail sem sóttu um og voru ekki ráðin
ég hef áhuga á að sækja um í tölvubúðum, en ég er hræddur um að ef þeir kæmust að því að ég Worghal væri umsækjandinn, þá væri eitt stórt yao ming face á þeim
Ég er viss um að tölvuverslanirnar taki við þér ef þú hefur 5 ára reynslu af afgreiðslustörfum og vit a tölvubúnaði í þokkabót.