Fyrir sjö árum fengu Danir barnaklámssíu á interneti Dana. Sumir sögðu að það væri slæm hugmynd
en aðrir sögðu að þeir sem það gerðu væru bara barnaníðingar, eða að reyna að hjálpa barnaníðingum.
Sumir sögðu að það væri á móti stjórnarskránni okkar, sem það var, svo að ritskoðunin var útfærð
þannig að hún væri formlega sjálfboðin (sem hún var ekki í raun), sem að tryggði það að þetta
væri ekki formlegt brot á stjórnarskrá Dana.
Sumir vöruðu við því að þegar að undirbygging ritskoðunarkerfisins væri í stað, þá yrði hún
líklegast notuð til að ritskoða aðra hluti. Þeim var svarað „Aldrei! Þetta er EINUNGIS til þess að
koma í veg fyrir þennan viðbjóðslega glæp og mun aldrei verða notað til að ritskoða aðra hluti.“
Spólum fram í tímann um nokkur ár, og dönsku plötuútgáfendunum líkaði ekki of vel við vefsíðuna allofmp3.com,
svo að þeir fóru til dómstóla til þess að fá dómsúrskurð um það að dönsku netfyrirtækin
þyrftu að ritskoða allofmp3.com af danska internetinu. Dómarinn sagði í hnotskurn „Þið eruð nú þegar
með undirbygginguna í stað, svo að ykkur mun ekki stafa neinn kostnaður af því“ og varð því við
beiðni plötuútgáfendanna. Þetta var ekki brot á stjórnarskránni þeirra af því að þetta var skipun frá dómara.
Síðan þá hafa fleiri síður verið ritskoðaðar, nefnilega skráarskiptasíður. Þar ber helst að nefna
ThePirateBay, sem að fann út að dómstólar leyfðu þeim ekki einu sinni að bera mál sitt í réttarsal
né einu sinni senda þeim útdrátt.
Síðan gerðu pólítíkusar þeirra sér grein fyrir því að þeir gætu með þessari ritskoðunaraðferð verndað
og aukið skattainnheimtu. Þar ber helst að nefna veðmálasíður, þeim bar nefnilega að borga mikla
skatta undir lögunum. Opinbera ástæðan var sú að lágmarka hrikalega sjúkdóminn spilafíkn.
Þeir ákváðu að erlendir veðmálabjóðendur þyrftu auk þess að borga skatta í rekstrarlandi sínu
að borga skatta í Danmörku ef að þeir ættu að vera sjáanlegir frá Danmörku. Ef að þeir neituðu
að borga, ding ding, þeir gætu þá verið ritskoðaðir af danska internetinu. Pólítíkusarnir samþykktu
síðan lög sem að gáfu dómstólum leyfi til að skipa dönskum netfyrirtækjum að ritskoða vefsíður
þeirra af interneti Dana. Ef að danskt netfyrirtæki neitaði að framfylgja þessari ritskoðun,
sem að var, að minnsta kosti formlega, sjálfviljug við fæðingu, þá var það sektað með miklum þunga.
Þegar að þú opnar dyrnar fyrir ritskoðun, þegar að þú segir að hún sé í lagi, þegar að þú sammælist
einhverjum sem að telur sig vera að vinna góðverk með henni, þá veistu vel að hún mun alltaf
hafa mun verri afleiðingar en þú, eða nokkur annar ætlaðir, þó þú viljir ekki trúa því.
Fyrst sóttu þeir að barnaníðingunum en ég gerði ekkert vegna þess að ég var ekki barnaníðingur.
Síðan sóttu þeir að eineltisleggjurum en ég gerði ekkert vegna þess að ég lagði ekki í einelti.
Síðan sóttu þeir að saklausum vefsíðum en ég gerði ekkert vegna þess að mér bar ekki tjón af því.
Síðan sóttu þeir að mér, en þegar að því kom var enginn eftir til þess að standa með mér.
Vodafone og Síminn ruddu veginn fyrir því sumarið 2009 að hvers kyns vefsíður
væru ritskoðaðar af interneti Íslendinga. Skilyrðin fyrir því að Íslendingum
var meinaður aðgangur að vefsíðu voru einungis að á hana megi skrifa texta og/eða
að á hana sé mögulegt að setja erótískt efni af einstaklingum undir 18 ára aldri.
Það þarf ekki klárustu menn til þess að sjá að þau skilyrði ættu að vera óásættanleg
hverjum sem annt þykir um netfrelsi og að einhverjar allra stærstu vefsíður
heimsins falla undir þau bæði. Það þarf heldur ekki svartsýnustu menn til þess
að sjá fram á að þau skilyrði, þó léleg séu, munu aldrei haldast sem þau einu
sem að réttlæta ritskoðun vefsíðna og léna, og allra annarra vefsíðna á sama netþjóni.
Staðan hér á landi og viðmót aðviðkomandi aðila hér er hræðilega eins áséð
og það sem að Danir höfðu fyrir nokkrum árum, og það eina sem að maður getur
gert þegar að landsmönnum er sama um afleiðingar ritskoðunar, er að bíða,
vona, og horfa á það óumflýjanlega koma fyrir – þó að það hefði verið hægt að stöðva.
Verður einhver eftir til að standa með þér þegar að þú ert ritskoðaður?
Vefritskoðun
-
Höfundur - Nýliði
- Póstar: 1
- Skráði sig: Fim 29. Des 2011 05:29
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur
-
- Gúrú
- Póstar: 597
- Skráði sig: Fös 12. Nóv 2010 22:23
- Reputation: 3
- Staðsetning: 127.0.0.1
- Staða: Ótengdur
Re: Vefritskoðun
Samsung S27A950D 27" 120Hz - NZXT Phantom - GTX 1060 - i5 3570k @ 4.70GHz /w Noctua NH-D14 - Mushkin 4x4GB Redline 1866MHz - MSI H77MA-G43 - Sennheiser HD 598 /m Xonar STX Essence
Re: Vefritskoðun
Það er rosalegt þegar það svona hlutir eru reknir í gegn með "fyrir börnin okkar" afsökunni. Þá þora svo fáir að kippa sér upp við þetta.
Annars er mín skoðun sú að í staðin fyrir að opna þessa ormagryfju sem ritskoðun hjá netveitum er eigi að stöðva svona þar sem þetta á rætur sínar. Það er alltaf hægt að finna ábyrgðarmann eða hýsingaraðila þessara vefsvæða og það þarf bara að einfalda það ferli að loka á efni þaðan sem það kemur. Auðvitað alltaf með dómsúrskurði. Annað væri vitleysa.
Þegar það var lokað á slembingur.org þá fóru niður í leiðinni nokkur vefsvæði sem voru hýst á sömu vél (collateral damage útaf null routing hjá allavega Vodafone). Á 5 mínútum var ég búinn að finna út hvaða hýsingaraðili þetta var og haft samband við tengilið þeirra og lét þá vita af þessu. Ásamt lista yfir lögfræðistofur á Íslandi ef þeir vildu kanna rétt sinn. Ég held reyndar að þeir hafi ekkert gert í því á endanum en það hefði verið gaman að sjá það.
Svo er annað sem má ekki gleyma. Þegar það er verið að eitra dns og setja upp null routing á lén og IP tölur þá er það gert "for good". Það er búið að útfæra svona á nokkrum stöðum í heiminum í dag og stór hluti þeirra síða sem er búið að loka á eru hættar. En eitrið og null routið er ekki tekið í burtu. Sem þýðir að ef einhverjum öðrum er úthlutuð IP tala sem eitthvað skuggalegt var hýst á einu sinni mun hann þurfa að fara í mikla vinnu við að fá alla aðila til að opna aftur.
Annars er mín skoðun sú að í staðin fyrir að opna þessa ormagryfju sem ritskoðun hjá netveitum er eigi að stöðva svona þar sem þetta á rætur sínar. Það er alltaf hægt að finna ábyrgðarmann eða hýsingaraðila þessara vefsvæða og það þarf bara að einfalda það ferli að loka á efni þaðan sem það kemur. Auðvitað alltaf með dómsúrskurði. Annað væri vitleysa.
Þegar það var lokað á slembingur.org þá fóru niður í leiðinni nokkur vefsvæði sem voru hýst á sömu vél (collateral damage útaf null routing hjá allavega Vodafone). Á 5 mínútum var ég búinn að finna út hvaða hýsingaraðili þetta var og haft samband við tengilið þeirra og lét þá vita af þessu. Ásamt lista yfir lögfræðistofur á Íslandi ef þeir vildu kanna rétt sinn. Ég held reyndar að þeir hafi ekkert gert í því á endanum en það hefði verið gaman að sjá það.
Svo er annað sem má ekki gleyma. Þegar það er verið að eitra dns og setja upp null routing á lén og IP tölur þá er það gert "for good". Það er búið að útfæra svona á nokkrum stöðum í heiminum í dag og stór hluti þeirra síða sem er búið að loka á eru hættar. En eitrið og null routið er ekki tekið í burtu. Sem þýðir að ef einhverjum öðrum er úthlutuð IP tala sem eitthvað skuggalegt var hýst á einu sinni mun hann þurfa að fara í mikla vinnu við að fá alla aðila til að opna aftur.
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1725
- Skráði sig: Sun 12. Sep 2004 16:02
- Reputation: 20
- Staða: Ótengdur
Re: Vefritskoðun
GuðjónR skrifaði:Uhm ... og tilgangur þessa innleggs er?
Hljómar eins og spam...
Eins og Moquai bendir á er hann að tala um SOPA og lagafrumvarpið sem þeir eru líka að koma í gegn sem er ekki jafn öfgafullt en samt sem áður mjög neikvætt fyrir lýðræðisþróun í heiminum.
Þetta virðist vera gamalt trix sem þeir ætla að gera í BNA að koma fram með mjög langt gengna og over the top lagasetningu og allir verða brjálaðir og svo segja þeir já okei við hættum við SOPA en þetta er nú mun skárri kostur en það.
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 388
- Skráði sig: Mán 27. Jún 2011 13:07
- Reputation: 45
- Staða: Ótengdur
Re: Vefritskoðun
Ætla að bæta aðeins i þessa umræðu, mín skoðun er sú að það að loka þessari heimasíðu þ.e. http://www.slembingur.org, hafi verið réttmætt, þá á grundvelli þess að það var allskonar ærumeiðandi viðbjóður þarna o.fl. Hins vegar finnst mér fáránlegt hvernig þetta var gert þ.e. að póst og fjarskiptastofnun hafi heimilað þessa lokun á fáránlegum rökstuðningi.
Ef menn skoða þessa ákvörðun sem er að finna hérna: http://www.pfs.is/default.aspx?cat_id=1 ... nt_id=3173 (þetta er reifun svo er linkur neðst í pdf). Þá kemur í ljós að stofnunin segir það sjálf, í rökstuðningi sínum að samkvæmt lögum hafi hún ekki vald til þess að meta það hvort tiltekin háttsemi brjóti gegn lögum eður ey, og því getur hún ekki ákvarðað hvort þessi háttsemi braut, gegn annars vegar hegningarlögum (þ.e. meint barnaklám og meiðyrði) og hvort það bryti gegn persónuverndarákvæðum stjórnarskrár að loka þessari vefsíðu (slembingur.org).
Stofnunin heimilaði þessa lokun með þrem fyrirvörum í niðurstöðu sinni, þ.e. í fyrsta lagi að lokunin væri ekki brot gegn 73. gr stjórnarskrá (tjáningarfrelsið) fáránlegur fyrirvari að mínu mati. í öðru lagi að rétturinn til aðgangs að efni, samkvæmt 27. gr. reglna nr. 1223/2007, fæli eingöngu í sér notkun á löglegri þjónustu (veit ekki hvernig þeir lásu það útúr þessum reglum - einnig geta þeir ekki sagt til um hvað er löglegt eða ólöglegt þannig þetta er fáránlegt). í þriðja lagi að þjónustuveitendur (síminn, vodafone) hefðu farið eftir upplýsinga- og tilkynningaskyldu samkvæmt 21. gr. reglna nr. 1223/2007. Þess má geta að vodafone sendu út fréttatilkynningu (sem er þó ef ég man rétt ekki fullnægjandi tilkynning, þarf að senda öllum notendum tilkynningu), en ekkert kom fram að síminn hefði nokkurntíman uppfyllt þessa tilkynningarskyldu í þessari ákvörðun.
Þessi ákvörðun er náttúrulega fáránleg, en menn verða að átta sig á því að þetta er bara ákvörðun stjórnvalds og hefur nákvæmlega ekkert fordæmisgildi og þessari ákvörðun yrði alltaf hnekkt fyrir dómstólum (að mínu mati). Á grundvelli þess að þessi lokun á þessum tímapunkti byggði ekki á lagalegri heimild. (Ég tel þó ef krafist yrði lögbanns á vefsvæðið fyrir dómstólum, þá fengist það í gegn, face it það voru myndir af nöktum/hálfnöktum einstaklingum undir 18 ára á vefsvæðinu).
En það verður lika að átta sig a því að ýmis barnaverndarsamtök og lögregluyfirvöld, báðu um þessa lokun en ekki hagsmuna samtök á borð við SMÁÍS eða STEF. Það hefur því verið mikil pressa á þjónustuveitendum að loka á þessa vefsiðu og er það mitt mat að þessi ákvörðun Póst og fjarskiptastofnunar hafi verið byggð á einhverskonar sanngirnissjónarmiðum fremur heldur en einhverjum skýrum lagaheimildum.
Biðst fyrirfram afsökunar á stafsetningavillum o.fl., þetta var skrifað í flýti.
Ef menn skoða þessa ákvörðun sem er að finna hérna: http://www.pfs.is/default.aspx?cat_id=1 ... nt_id=3173 (þetta er reifun svo er linkur neðst í pdf). Þá kemur í ljós að stofnunin segir það sjálf, í rökstuðningi sínum að samkvæmt lögum hafi hún ekki vald til þess að meta það hvort tiltekin háttsemi brjóti gegn lögum eður ey, og því getur hún ekki ákvarðað hvort þessi háttsemi braut, gegn annars vegar hegningarlögum (þ.e. meint barnaklám og meiðyrði) og hvort það bryti gegn persónuverndarákvæðum stjórnarskrár að loka þessari vefsíðu (slembingur.org).
Stofnunin heimilaði þessa lokun með þrem fyrirvörum í niðurstöðu sinni, þ.e. í fyrsta lagi að lokunin væri ekki brot gegn 73. gr stjórnarskrá (tjáningarfrelsið) fáránlegur fyrirvari að mínu mati. í öðru lagi að rétturinn til aðgangs að efni, samkvæmt 27. gr. reglna nr. 1223/2007, fæli eingöngu í sér notkun á löglegri þjónustu (veit ekki hvernig þeir lásu það útúr þessum reglum - einnig geta þeir ekki sagt til um hvað er löglegt eða ólöglegt þannig þetta er fáránlegt). í þriðja lagi að þjónustuveitendur (síminn, vodafone) hefðu farið eftir upplýsinga- og tilkynningaskyldu samkvæmt 21. gr. reglna nr. 1223/2007. Þess má geta að vodafone sendu út fréttatilkynningu (sem er þó ef ég man rétt ekki fullnægjandi tilkynning, þarf að senda öllum notendum tilkynningu), en ekkert kom fram að síminn hefði nokkurntíman uppfyllt þessa tilkynningarskyldu í þessari ákvörðun.
Þessi ákvörðun er náttúrulega fáránleg, en menn verða að átta sig á því að þetta er bara ákvörðun stjórnvalds og hefur nákvæmlega ekkert fordæmisgildi og þessari ákvörðun yrði alltaf hnekkt fyrir dómstólum (að mínu mati). Á grundvelli þess að þessi lokun á þessum tímapunkti byggði ekki á lagalegri heimild. (Ég tel þó ef krafist yrði lögbanns á vefsvæðið fyrir dómstólum, þá fengist það í gegn, face it það voru myndir af nöktum/hálfnöktum einstaklingum undir 18 ára á vefsvæðinu).
En það verður lika að átta sig a því að ýmis barnaverndarsamtök og lögregluyfirvöld, báðu um þessa lokun en ekki hagsmuna samtök á borð við SMÁÍS eða STEF. Það hefur því verið mikil pressa á þjónustuveitendum að loka á þessa vefsiðu og er það mitt mat að þessi ákvörðun Póst og fjarskiptastofnunar hafi verið byggð á einhverskonar sanngirnissjónarmiðum fremur heldur en einhverjum skýrum lagaheimildum.
Biðst fyrirfram afsökunar á stafsetningavillum o.fl., þetta var skrifað í flýti.
Re: Vefritskoðun
Haflidi85 skrifaði:Þessi ákvörðun er náttúrulega fáránleg, en menn verða að átta sig á því að þetta er bara ákvörðun stjórnvalds og hefur nákvæmlega ekkert fordæmisgildi og þessari ákvörðun yrði alltaf hnekkt fyrir dómstólum (að mínu mati). Á grundvelli þess að þessi lokun á þessum tímapunkti byggði ekki á lagalegri heimild. (Ég tel þó ef krafist yrði lögbanns á vefsvæðið fyrir dómstólum, þá fengist það í gegn, face it það voru myndir af nöktum/hálfnöktum einstaklingum undir 18 ára á vefsvæðinu).
En það verður lika að átta sig a því að ýmis barnaverndarsamtök og lögregluyfirvöld, báðu um þessa lokun en ekki hagsmuna samtök á borð við SMÁÍS eða STEF. Það hefur því verið mikil pressa á þjónustuveitendum að loka á þessa vefsiðu og er það mitt mat að þessi ákvörðun Póst og fjarskiptastofnunar hafi verið byggð á einhverskonar sanngirnissjónarmiðum fremur heldur en einhverjum skýrum lagaheimildum.
Biðst fyrirfram afsökunar á stafsetningavillum o.fl., þetta var skrifað í flýti.
M.v. að ég hafi fundið út netfangið hjá hýsingaraðila þeirra og gat fengið svar samdægurs finnst mér ekkert ólíklegt að þeir hefðu líka brugðist við beiðni um að loka síðunni (á einhvern hátt, ekki endilega kippt í spotta strax en kannski haft samband við viðskiptavini sína um að ath. þetta ef það eigi ekki að loka á þá). Síðan fyrst þú minnist á að þetta voru lögregluyfirvöld sem báðu um að þessu væri lokað. Það er fullt af samstarfi milli landa í barnaklámsmálum. Þarna er í rauninni mál í tveimur löndum, á Íslandi og í Lettlandi, hversu erfitt hefði verið fyrir lögregluyfirvöld hérna að tala við kollega sína úti og láta loka á þetta?
Það sem ér er að segja er ekki að það hefði ekki átt að loka á t.d. slembing. Það sem ég er að segja er að það verði að stoppa það að menn loki IP tölum útí loftið án dóms og laga.