SM vs Elko

Allt utan efnis

Höfundur
blitz
Of mikill frítími
Póstar: 1773
Skráði sig: Þri 22. Jan 2008 13:36
Reputation: 141
Staða: Ótengdur

SM vs Elko

Pósturaf blitz » Fim 15. Des 2011 20:07

Sama sjónvarp til á báðum stöðum, sama verð.

Fékk þrusugóða þjónustu í SM.

Eitthvað sem ætti að láta mig kaupa það í elko annað en þessi verðvernd?


PS4


AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6352
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 160
Staða: Ótengdur

Re: SM vs Elko

Pósturaf AntiTrust » Fim 15. Des 2011 20:10

Eina sem mér dettur í hug er hvort fyrirtækið bjóði upp á ódýrari viðbótartryggingu ef þú planar að fá þér slíkt.




axyne
Of mikill frítími
Póstar: 1794
Skráði sig: Fim 12. Jún 2003 17:16
Reputation: 82
Staðsetning: DK
Staða: Ótengdur

Re: SM vs Elko

Pósturaf axyne » Fim 15. Des 2011 20:16

Personulega tæki ég tæki hjá SM, þeir eru með sitt eigið verkstæði síðast þegar ég vissi og finnst mér það traustara fyrirtæki.


Electronic and Computer Engineer


Höfundur
blitz
Of mikill frítími
Póstar: 1773
Skráði sig: Þri 22. Jan 2008 13:36
Reputation: 141
Staða: Ótengdur

Re: SM vs Elko

Pósturaf blitz » Fim 15. Des 2011 21:09

AntiTrust skrifaði:Eina sem mér dettur í hug er hvort fyrirtækið bjóði upp á ódýrari viðbótartryggingu ef þú planar að fá þér slíkt.


Þar sem að það er 5 ára neytendaábyrgð á sjónvörpum, ísskápum o.s.frv. þá verður slíkt ekki verslað, hallast að SM.


PS4

Skjámynd

chaplin
Kóngur
Póstar: 4334
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Reputation: 383
Staða: Ótengdur

Re: SM vs Elko

Pósturaf chaplin » Fim 15. Des 2011 21:15

blitz skrifaði:Þar sem að það er 5 ára neytendaábyrgð á sjónvörpum, ísskápum o.s.frv. þá verður slíkt ekki verslað, hallast að SM.

Ertu viss um að það sé 5 ár á öllum þessum tækjum? Hélt það væri 2 ár lögbundið á öllum raftækjum..


youtube.com/c/nútímatækni
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS


angelic0-
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 382
Skráði sig: Fös 26. Ágú 2011 20:04
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: SM vs Elko

Pósturaf angelic0- » Fim 15. Des 2011 21:16

blitz skrifaði:
AntiTrust skrifaði:Eina sem mér dettur í hug er hvort fyrirtækið bjóði upp á ódýrari viðbótartryggingu ef þú planar að fá þér slíkt.


Þar sem að það er 5 ára neytendaábyrgð á sjónvörpum, ísskápum o.s.frv. þá verður slíkt ekki verslað, hallast að SM.


Neytendaábyrgð coverar ekki þjófnað eða skemmdir af völdum slysfara (t.d. barn kasti leikfangi í sjónvarpið) ;)


ROG Crosshair V - Formula Z | AMD FX 8350 X8 @ 4.55GHz | Corsair XMS3 32GB DDR3 (4x8GB) | 2x WD 1TB & 1x Seagate Constellation 2TB (4TB storage)
Samsung SSD 840 EVO 750GB | ASUS HD7770 x2 (2GB) | Corsair H100i CPU cooler | CoolerMaster Silencio 650 | Forton Aurum Modular 1200w Pro PSU


Höfundur
blitz
Of mikill frítími
Póstar: 1773
Skráði sig: Þri 22. Jan 2008 13:36
Reputation: 141
Staða: Ótengdur

Re: SM vs Elko

Pósturaf blitz » Fim 15. Des 2011 21:17

daanielin skrifaði:
blitz skrifaði:Þar sem að það er 5 ára neytendaábyrgð á sjónvörpum, ísskápum o.s.frv. þá verður slíkt ekki verslað, hallast að SM.

Ertu viss um að það sé 5 ár á öllum þessum tækjum? Hélt það væri 2 ár lögbundið á öllum raftækjum..


Já, sbr. 2. mgr. 27. gr laga nr. 48/2003
Ef neytandi leggur ekki fram kvörtun innan tveggja ára frá þeim degi er hann veitti söluhlut viðtöku getur hann ekki borið gallann fyrir sig síðar. Ef söluhlut, eða hlutum hans, er ætlaður verulega lengri endingartími en almennt gerist um söluhluti er frestur til að bera fyrir sig galla fimm ár frá því að hlutnum var veitt viðtaka. Þetta gildir ekki ef seljandi hefur í ábyrgðaryfirlýsingu eða öðrum samningi tekið á sig ábyrgð vegna galla í lengri tíma. Frestir skv. 1. og 2. málsl. eiga ekki við ef um er að ræða galla skv. g-lið 2. mgr. 15. gr.


Efast um að einhver fellst á það samt, þá verða þeir bara kærðir til kærunefndar lausafjár- og þjónustukaupa


PS4

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7501
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1164
Staða: Ótengdur

Re: SM vs Elko

Pósturaf rapport » Fim 15. Des 2011 21:21

2ár er lágmarksábyrgð.

Kærunefnd lausafjár og þjónustukaupa hefur úrkurðað um að fyrirtæki eigi að bæta móðurborð í fartölvu þrem árum eftir kaup þar sem móðurborð eru ekki rekstrarvara og eiga að endast lengur.



Skjámynd

lukkuláki
Besserwisser
Póstar: 3089
Skráði sig: Fös 30. Nóv 2007 19:06
Reputation: 65
Staða: Ótengdur

Re: SM vs Elko

Pósturaf lukkuláki » Fim 15. Des 2011 21:39

blitz skrifaði:
AntiTrust skrifaði:Eina sem mér dettur í hug er hvort fyrirtækið bjóði upp á ódýrari viðbótartryggingu ef þú planar að fá þér slíkt.


Þar sem að það er 5 ára neytendaábyrgð á sjónvörpum, ísskápum o.s.frv. þá verður slíkt ekki verslað, hallast að SM.


Sjónvörp falla ekki undir þessa skilgreiningu síðast þegar ég vissi bara svokölluð hvít heimilistæki eins og ísskápar, þvottavélar og þh.


If you think patience is a virtue, try surfing the net without high speed Internet.

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7501
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1164
Staða: Ótengdur

Re: SM vs Elko

Pósturaf rapport » Fim 15. Des 2011 21:54

2.mgr. 27.gr laga um neytendakaup segir

Ef neytandi leggur ekki fram kvörtun innan tveggja ára frá þeim degi er hann veitti söluhlut viðtöku getur hann ekki borið gallann fyrir sig síðar. Ef söluhlut, eða hlutum hans, er ætlaður verulega lengri endingartími en almennt gerist um söluhluti er frestur til að bera fyrir sig galla fimm ár frá því að hlutnum var veitt viðtak


Hvað eiga sjónvörp að endast lengi m.t.t. reynslu þinnar?

Íslendingar eru bara ömurlegir neytendur, við ættum að vera miklu harðari við fyrirtækin hérna, sérstaklega þar sem álagning er oft himinhá.




Höfundur
blitz
Of mikill frítími
Póstar: 1773
Skráði sig: Þri 22. Jan 2008 13:36
Reputation: 141
Staða: Ótengdur

Re: SM vs Elko

Pósturaf blitz » Fim 15. Des 2011 21:55

lukkuláki skrifaði:
blitz skrifaði:
AntiTrust skrifaði:Eina sem mér dettur í hug er hvort fyrirtækið bjóði upp á ódýrari viðbótartryggingu ef þú planar að fá þér slíkt.


Þar sem að það er 5 ára neytendaábyrgð á sjónvörpum, ísskápum o.s.frv. þá verður slíkt ekki verslað, hallast að SM.


Sjónvörp falla ekki undir þessa skilgreiningu síðast þegar ég vissi bara svokölluð hvít heimilistæki eins og ísskápar, þvottavélar og þh.


http://www.neytendastofa.is/lisalib/get ... temid=2546

Lawyerd (nei ég er ekki lögfræðingur, google er það)


PS4

Skjámynd

snaeji
Tölvutryllir
Póstar: 614
Skráði sig: Fös 05. Mar 2010 01:39
Reputation: 27
Staða: Ótengdur

Re: SM vs Elko

Pósturaf snaeji » Fös 16. Des 2011 00:03

Neytendastofa gefur aðeins álit, en fyrirtækjum er ekki skylt að fara eftir því. Þyrftir að fara alla leið í dómstóla ef þeir neita þér sem eiginlega enginn einstaklingur nennir að standa í.




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4192
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1323
Staða: Ótengdur

Re: SM vs Elko

Pósturaf Klemmi » Fös 16. Des 2011 00:06

snaeji skrifaði:Neytendastofa gefur aðeins álit, en fyrirtækjum er ekki skylt að fara eftir því. Þyrftir að fara alla leið í dómstóla ef þeir neita þér sem eiginlega enginn einstaklingur nennir að standa í.


Jámm, og því miður held ég að það yrði langt og leiðinlegt mál fyrir dómstólum, þar sem fyrirtækin geta borið fyrir sig að ef þessir hlutir eigi að endast lengur en 2 ár, af hverju vill framleiðandi þá ekki ábyrgjast vöruna í lengri tíma o.s.frv.




biturk
Kóngur
Póstar: 4431
Skráði sig: Mið 01. Apr 2009 17:08
Reputation: 6
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: SM vs Elko

Pósturaf biturk » Fös 16. Des 2011 00:30

angelic0- skrifaði:
blitz skrifaði:
AntiTrust skrifaði:Eina sem mér dettur í hug er hvort fyrirtækið bjóði upp á ódýrari viðbótartryggingu ef þú planar að fá þér slíkt.


Þar sem að það er 5 ára neytendaábyrgð á sjónvörpum, ísskápum o.s.frv. þá verður slíkt ekki verslað, hallast að SM.


Neytendaábyrgð coverar ekki þjófnað eða skemmdir af völdum slysfara (t.d. barn kasti leikfangi í sjónvarpið) ;)


nei en heimilistrygging dekkar það hins vegar...


ef ég spyr spurninga vil ég fá það í þráðinn EKKI í pm!! pm með hótunum, svör við spurningum og fleiru eru án tafar birt í viðeigandi þráð.
Sýnum skynsemi og skrifum undir á móti esb tíma og peningasóun, farðu á www.skynsemi.is og skráðu þig!

Skjámynd

Olafst
Ofur-Nörd
Póstar: 285
Skráði sig: Mán 15. Mar 2010 12:29
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: SM vs Elko

Pósturaf Olafst » Fös 16. Des 2011 00:38

Rótgróið fyrirtæki sem sérhæfir sig í að selja sjónvörp, stofnað 1971 skv. sm.is, með eigið viðgerðarverkstæði og umboð fyrir nokkur stór merki.
Það vs stórmarkaður sem selur allskonar dót og sendir vörur í viðgerð útí bæ.
Fyrir mér er þetta ekki spurning, ég versla alltaf við sérverslanir frekar en stórmarkaði.




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6352
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 160
Staða: Ótengdur

Re: SM vs Elko

Pósturaf AntiTrust » Fös 16. Des 2011 02:00

Fyrir utan það að ég átti við tryggingu sem coverar skemmdir, ekki bilun - Þá eru að falla dómar í nágrannalöndum þar sem m.a. sjónvörp eru flokkuð undir sambærilegar reglur og þessi 5 ára regla hjá okkur. Við erum vön að sækja líkan að okkar lögum frá þessum sömu nágrannalöndum og því mjög athyglisvert að fylgjast með slíkum málum fyrir dómi.



Skjámynd

ZoRzEr
/dev/null
Póstar: 1404
Skráði sig: Þri 28. Apr 2009 12:11
Reputation: 42
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: SM vs Elko

Pósturaf ZoRzEr » Fös 16. Des 2011 06:59

Ekkert nema góð þjónusta frá HT og Sjónvarpsmiðstöðinni þegar ég keypti mitt Panasonic sjónvarp.

Mæli eindregið með að að versla þar.


13700K | Asus Z790 Prime| 32GB DDR5 | Zotac 4080 | 2TB 960 Pro m.2 | Corsair AX1200i | Fractal North | LG 34GN850-B
Synology DS1817+ | 20TB
USG | US-8-60W | nanoHD | Flex Mini

Skjámynd

Kristján
Of mikill frítími
Póstar: 1744
Skráði sig: Sun 02. Jan 2011 12:37
Reputation: 40
Staða: Ótengdur

Re: SM vs Elko

Pósturaf Kristján » Fös 16. Des 2011 08:41

SM all the way

fór þangað að skoða sjónvarp og fékk mancrush á sölumanninn hann var svo pro án djóks

þegar maður fór í elko að skoða eitthvað og spurjast fyrir þá var maður alltaf sjálfur að segja frá voruni það sem sölumaðurinn vissi ekki og sagði einhver tæknileg orð og þá kom bara þessi svipur á sölumanninn :catgotmyballs

svo fór ég í SM og fékk að vita ALLT um sjónvarpið sem ég var að skoða og núna er ekkert sem ég veit ekki um sjónvarpið
ennþá með sammviskubit yfir að geta ekki keypt sjónvarpið því ég gat ekki selt bílinn þá :(
að kemur samt

sm sölumaðurinn sagði líka að þeir væri á námskeið til að vita allt um sjónvörpin þarna, frá panasonic.

edit> bahh það er samt soldið vitlaust að bera saman sérvöruverslun við svona stórmarkaði sem er í keðju út um allann heim.
þannig semi skiljanlegt að elko sölumenn eru kannski ekki eins fróðir og þeir i sérvöruverslunninni



Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2012
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: SM vs Elko

Pósturaf tdog » Fös 16. Des 2011 14:41

Sko það er tveggja ára kvörtunarréttur, s.s þú getur farið með tækið og sagt "hey, þetta er verksmiðjugalli, ég vil nýtt tæki" á þessu tveggja ára tímabili.

Hinsvegar getur þú farið með tækið í viðgerð, og viðgerðarmaðurinn segir "hey, þetta er verksmiðjugalli, kúnninn á að fá nýtt tæki" á þessu fimm ára tímabili.



Skjámynd

lukkuláki
Besserwisser
Póstar: 3089
Skráði sig: Fös 30. Nóv 2007 19:06
Reputation: 65
Staða: Ótengdur

Re: SM vs Elko

Pósturaf lukkuláki » Fös 16. Des 2011 14:47

tdog skrifaði:Sko það er tveggja ára kvörtunarréttur, s.s þú getur farið með tækið og sagt "hey, þetta er verksmiðjugalli, ég vil nýtt tæki" á þessu tveggja ára tímabili.

Hinsvegar getur þú farið með tækið í viðgerð, og viðgerðarmaðurinn segir "hey, þetta er verksmiðjugalli, kúnninn á að fá nýtt tæki" á þessu fimm ára tímabili.


Og verkstæðisformaðurinn segir „susssshhhh ekki segja honum frá því.
Segðu honum að það sé bilað og það kosti 50.000 krónur að laga það en ef hann er með múður þá getum við komið til móts við hann 50% en ef hann er snar brjálaður þá getum við samið um að hann fái varahlutinn frítt“


If you think patience is a virtue, try surfing the net without high speed Internet.

Skjámynd

Haxdal
Tölvutryllir
Póstar: 640
Skráði sig: Lau 14. Apr 2007 18:58
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: SM vs Elko

Pósturaf Haxdal » Fös 16. Des 2011 15:26

Sjónvarpsmiðstöðin fær mitt :happy


Atvinnunörd - Part of the 2%
> FX8350 | Gigabyte 990FXA-UD3 | Nvidia GTX 760 | 8GB Somethingsomething | Corsair Graphite 600T <


Höfundur
blitz
Of mikill frítími
Póstar: 1773
Skráði sig: Þri 22. Jan 2008 13:36
Reputation: 141
Staða: Ótengdur

Re: SM vs Elko

Pósturaf blitz » Fös 16. Des 2011 15:35

SM verður það.

Samt ergilegt að borga 200k fyrir tv sem kostar £500 í UK.

Tollar ftw


PS4


everdark
Ofur-Nörd
Póstar: 261
Skráði sig: Sun 04. Apr 2004 18:29
Reputation: 18
Staða: Ótengdur

Re: SM vs Elko

Pósturaf everdark » Fös 16. Des 2011 15:39

blitz skrifaði:SM verður það.

Samt ergilegt að borga 200k fyrir tv sem kostar £500 í UK.

Tollar ftw


Já... tollalögin varðandi skjái/sjónvörp eru þar að auki afskaplega sérstök.



Skjámynd

snaeji
Tölvutryllir
Póstar: 614
Skráði sig: Fös 05. Mar 2010 01:39
Reputation: 27
Staða: Ótengdur

Re: SM vs Elko

Pósturaf snaeji » Mið 15. Jan 2014 17:14

Seinast þegar mig vantaði hdmi snúru fór ég í heimsku minni í Elko og endaði á
einhverjum gæja þarna að reyna selja mér rándýra snúru því hún væri mikið betri...

Eftir að hlusta á vitleysuna í honum örugglega í korter hvernig myndin væri skýrari
með gullhúðaðri snúru og meiri steypu þá lofaði ég sjálfum mér að versla aldrei þarna aftur.
Sérstaklega þegar hann sagði: "Jáá 720 hd skjávarpi þá er þessi snúra alltaf málið".

En fagmennskan og hressleikinn í SM er snilld!
Seinast þegar ég fór í SM þá voru gæjarnir þar að blasta nýju hátölurunum og bera þá saman við hina, ekki leiðinlegt.
Svo hafa þeir alltaf verið svo samviskusamir þegar ég hef verslað hjá þeim, mælt með ódýrari lausnum og reyna ekki að
selja þér meira en þig í raun vantar



Skjámynd

Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2536
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 474
Staða: Ótengdur

Re: SM vs Elko

Pósturaf Moldvarpan » Mið 15. Jan 2014 18:08

Sjónvarpsmiðstöðin er með öfluga eigendur.

Nýbúnir að vera kaupa upp mörg fyrirtæki hef ég heyrt, þar á meðal Max raftæki, Tölvulistann og Einar Farestveit & Co. Eflaust fleirri sem ég veit ekki um.