hannesstef skrifaði:Hefurðu semsagt aldrei heyrt um iPoda að hætta að virka mjög stuttu eftir að ábyrgðin rennur út? Allavega hafa 3 hjá mér gert það og nokkrir félagar mínar lent í því líka, þetta voru samt allt eldri iPodar.
Hefurðu líka aldrei heyrt talað um svona staðbundna framleiðslugalla? Þetta var til dæmis gert við Rover í Bretlandi skilst mér og fleiri gerðir og þess vegna hættu þeir að vera vinsælir. Það var verið að reyna að fjölga störfum á viðgerðasvæðum.
Auðvitað heyrir maður allskonar sögusagnir og samsæriskenningar. Það er svo annað mál hvort maður kýs að trúa þeim eða ekki
Við erum sennilega bara í sitthvorum hópnum hvað það varðar.
Eitt dæmi um gallaða framleiðslulínu af ipod gefur varla tilefni til að hrópa "samsæri, svik og prettir"?
Það er mjög ólíklegt að um ásetning sé að ræða til þess eins að hrella viðskiptavini sína. Það er það sem ég er að meina.
Framleiðsla getur alltaf klikkað, en að meina að um sé að ræða forritun af ásetningi finnst mér heldur sterkt tekið til orða.
Mín skoðun. Þér er velkomið að vera ósammála.