Kvöldið,
ég þurfti að taka Telsay boxið hjá mér úr sambandi í dag. Netið virkaði fínt en ég þurfti bara að nota tengilinn sem það var tengt í, en eftir það hef ég bara ekkert fengið það til að virka. Link ljósið kemur ekki en Phone 1 ljósið blikkar af og til. Ég er búinn að prófa allt, taka úr sambandi, bíða í nokkrar mín, endurræsa router og switcha í mismunandi röðum og ekkert virkar. Jafnvel þegar ég er beintengdur í græjuna fæ ég ekki IP-töluna sem ég fæ undir venjulegum kringumstæðum á lappann.
Er einhver sérfræðingur í þessu á Vaktinni?
----
Herðu ég var eitthvað að flippa, settist upp í sófa og stakk lappanum í tengilinn sem fer í eina public ip töluna og þá datt sjonvarpið inn, ég fékk réttu ip töluna og 2 mín seinna fékk routerinn sína tölu.