Fartölva frá USA - hleðslutæki, ábyrgð, tollur


Höfundur
hrabbi
Fiktari
Póstar: 80
Skráði sig: Fim 07. Feb 2008 00:14
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Fartölva frá USA - hleðslutæki, ábyrgð, tollur

Pósturaf hrabbi » Þri 29. Nóv 2011 06:16

Ég er hérna með 3 spurningar til þeirra sem hafa keypt fartölvu í/frá útlöndum eða hafa vit á svoleiðis:

Ég ætla að kaupa mér fartölvu og hef sérstakan áhuga á Lenovo E420 vélinni sem búðin.is selur:
http://budin.is/fartolvur-13-14/9542-thinkpad-e420.html
i3, 8GB, 320GB, 14", 6 hólfa rafhlaða á 99 þús. Ekki mesta aflið fyrir $$$ en mér sýnist að þetta sé góð 14" vél.

Þessa sömu tölvu get ég keypt frá USA á ca. 70 þús með skatti (55 án), og ég er í aðstöðu til að láta flytja hana með farangri þ.a. enginn sendingarkostnaður.
Ég get líka keypt i5, 8GB, 500GB, 14", 9 hólfa rafhl. á ca. 88 þús (70 án sk.) með sama hætti (80/64 þús ef 6 hólfa).

Augljóslega betri kaup. Ég er hins vegar að velta því fyrir mér hvernig er með hleðslutækið. Nýtt kostar um 10 þús hjá Nýherja sem leysir væntanlega það mál, en er nóg að kaupa bara svona stykki framan á það bandaríska - án þess að það skaði tölvuna?
http://www.amazon.com/VP-11B-Grounded-Adapter-Adaptor/dp/B003C1MFYI/ref=sr_1_1?s=electronics&ie=UTF8&qid=1322542703&sr=1-1
edit: Fann snúru sem virðist passa:
Mynd
http://www.amazon.co.uk/Cable-Tex-Euro- ... 552&sr=8-1


Í sambandi við ábyrgðina: Það er 1 árs, ekki alþjóðleg (eftir því sem ég best veit) ábyrgð. Ef tölvan floppar fljótlega eftir kaup er ég þá ekki í djúpum saur?
Vitið þið um einhvern framleiðanda sem er með alþjóðlega ábyrgð standard (ekki Mac)?

Og að lokum: Ef manneskjan fer ekki með fartölvu út og græjar þessa þannig að hún sé ekki augljóslega splunkuný, hvernig er þá með líkurnar á að lenda í veseni í tollinum?
Síðast breytt af hrabbi á Þri 29. Nóv 2011 09:45, breytt samtals 1 sinni.




Höfundur
hrabbi
Fiktari
Póstar: 80
Skráði sig: Fim 07. Feb 2008 00:14
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Fartölva frá USA - hleðslutæki, ábyrgð, tollur

Pósturaf hrabbi » Þri 29. Nóv 2011 06:49

Og aðeins meira, USA tölvan er víst bara með 4GB minni og kostar $160 að fara í 8GB hjá shop.lenovo. Búðin.is er með Corsair 2x4GB DDR3 1333MHz f. fartölvur á 8.500. Hvað er í gangi?
Gæti ég ekki keypt 1x4GB á rúmar 4þús hér og skellt því í eða er eitthvað crucial að þetta sé allt harmoniserað og keypt í pörum?



Skjámynd

Kristján
Of mikill frítími
Póstar: 1744
Skráði sig: Sun 02. Jan 2011 12:37
Reputation: 41
Staða: Ótengdur

Re: Fartölva frá USA - hleðslutæki, ábyrgð, tollur

Pósturaf Kristján » Þri 29. Nóv 2011 08:52

sælir.

ég mundi taka i5 vélina með stærra batterýinu.

Hleðslutæki:

flest öll nútíma powersupply, fartölvu eða borðtölvu eru nothæf með 110v og 220v og það skiptir sjálfkrafa á milli þess sem það er að nota.
það mun líka standa a því 110/220v eða eitthvað álíka og á sumum er einfaldlega takki sem maður skiptir á milli 110v og 22v

og svo þarf bara klónna sem þú er með þarna á myndinni.

ábyrgðin:

ég er ekki viss með hana.

ef vélin er keypt frá lenovo þá held ég að nýhejri sjái um ábyrgðina á henni en ég mundi hringja í þá til að vera viss, nýherji er söluaðili IBM herna á íslandi samt er ekki hægt að sjá Island sem retailers á heimasíðu lenovo.

Tollurinn/sá sem kemur með hana heim:

ég mundi segja að þeir sem eru i tollinum og taka folk fyrir vita nokkuð hvað þeir eru að gera þegar þeir taka flest alla unga krakka og yngri fullorðna fyrir, því það er hæsta hlutfallið að smýgli hjá þeim, held ég veit svo sem ekkert um það.

það fer líka kannski eftir því hvernig þessi lítur ut sem er að koma með tölvuna heim.
Ef hann er soldið buissness mannalegur í jakkafötum eða snyrtilega til fara og gæti litið út fyrir að vera gaur sem væri alltaf með fartölvu á sér og færi með heavy tösku undir tölvina og ekki mundi það vera verra ef hann væri akkurat í símanum þegar hann labbar hjá tollgaurunum þá væri meiri líkur held ég að hann mundi komast i gegn.

annað sem mér detturí hug er að láta fartölvuna rispast á loginu, já ég veit sárt en það mundi láta hana líta sem semi gamla eða allavegana notaða og líka ef þeir heimta að sjá kveikt á henni þá væri sniðugt að gera eitthvað með desktop myndina og setja einhver forrit á desktopið, bara svona eitthvað til að láta það líta út að hún er ekki komin beint af factory línuni.

Vinnsluminni:

fáður þér bara 8GB kubba herna heima eða hjá búðinni, en allavega hafðu það sem sagt 2x4gb af sama parinu ekki 2x2gb og svo bæta við 4gb kubb.

held þetta coveri allt, afsakið langa skrif.




IL2
Tölvutryllir
Póstar: 663
Skráði sig: Sun 06. Feb 2005 17:56
Reputation: 5
Staða: Ótengdur

Re: Fartölva frá USA - hleðslutæki, ábyrgð, tollur

Pósturaf IL2 » Þri 29. Nóv 2011 09:54

Þú verður fljótlega mjög þreyttur á því að vera með millistykki á hleðslutækinu. Hefði reyndar haldið að þú þyrftir bara að kaupa rafmagnssúruna en ekki hleðslutækið sjálft, færð hana líklega í næstu tölvuverslun, Íhlutum eða jafnvel Góða Hirðinum.

Í guðana bænum ekki fara úti neinar æfingar með að rispa tölvuna eða eitthvað þannig. Menn hjá tollinum eru engir vitleysingar og ef þeir eru eitthvað í vafa, þá einfaldlega taka þeir tölvuna og það er þitt að sýna fram á hvaðan hún kemur.




hsm
vélbúnaðarpervert
Póstar: 921
Skráði sig: Sun 05. Jan 2003 23:37
Reputation: 0
Staðsetning: Keflavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Fartölva frá USA - hleðslutæki, ábyrgð, tollur

Pósturaf hsm » Þri 29. Nóv 2011 10:09

Kristján skrifaði:sælir.

Tollurinn/sá sem kemur með hana heim:

ég mundi segja að þeir sem eru i tollinum og taka folk fyrir vita nokkuð hvað þeir eru að gera þegar þeir taka flest alla unga krakka og yngri fullorðna fyrir, því það er hæsta hlutfallið að smýgli hjá þeim, held ég veit svo sem ekkert um það.

það fer líka kannski eftir því hvernig þessi lítur ut sem er að koma með tölvuna heim.
Ef hann er soldið buissness mannalegur í jakkafötum eða snyrtilega til fara og gæti litið út fyrir að vera gaur sem væri alltaf með fartölvu á sér og færi með heavy tösku undir tölvina og ekki mundi það vera verra ef hann væri akkurat í símanum þegar hann labbar hjá tollgaurunum þá væri meiri líkur held ég að hann mundi komast i gegn.


Það er myndavéla kerfi sem að tollurinn notar uppí flugstöð, þeir fylgjast með komufarþegum í flugstöðinni og eru í lang flestum tilfellum búnir að ákveða hverjir verða pikkaðir út áður en þeir labba í gegnum tollin.
Og að halda því fram að þú sleppir frekar í gegn ef þú ert að tala í síma..... Ja ég hló allavegna upphátt þegar ég las þetta :megasmile
Svo mundir þú líklega sleppa með að borga svona um 10.000 kr í vsk af 70.000 kr tölvu.
(70.000 - 32.000) * 0.255 = 9.690


**Intel E8400 3.0GHz**Gigabyte EP45-UD3L**GeIL Ultra Plus 4GB 2x2GB**Inno3D iChill GTX275**SAMSUNG SyncMaster 2693HM :D**1x1.5Tb**1x1Tb**1x750GB**1x500GB**Antec 1000W PSU** Með LFC kveðju Gerrard

Skjámynd

Kristján
Of mikill frítími
Póstar: 1744
Skráði sig: Sun 02. Jan 2011 12:37
Reputation: 41
Staða: Ótengdur

Re: Fartölva frá USA - hleðslutæki, ábyrgð, tollur

Pósturaf Kristján » Þri 29. Nóv 2011 17:45

hsm skrifaði:
Kristján skrifaði:sælir.

Tollurinn/sá sem kemur með hana heim:

ég mundi segja að þeir sem eru i tollinum og taka folk fyrir vita nokkuð hvað þeir eru að gera þegar þeir taka flest alla unga krakka og yngri fullorðna fyrir, því það er hæsta hlutfallið að smýgli hjá þeim, held ég veit svo sem ekkert um það.

það fer líka kannski eftir því hvernig þessi lítur ut sem er að koma með tölvuna heim.
Ef hann er soldið buissness mannalegur í jakkafötum eða snyrtilega til fara og gæti litið út fyrir að vera gaur sem væri alltaf með fartölvu á sér og færi með heavy tösku undir tölvina og ekki mundi það vera verra ef hann væri akkurat í símanum þegar hann labbar hjá tollgaurunum þá væri meiri líkur held ég að hann mundi komast i gegn.


Það er myndavéla kerfi sem að tollurinn notar uppí flugstöð, þeir fylgjast með komufarþegum í flugstöðinni og eru í lang flestum tilfellum búnir að ákveða hverjir verða pikkaðir út áður en þeir labba í gegnum tollin.
Og að halda því fram að þú sleppir frekar í gegn ef þú ert að tala í síma..... Ja ég hló allavegna upphátt þegar ég las þetta :megasmile
Svo mundir þú líklega sleppa með að borga svona um 10.000 kr í vsk af 70.000 kr tölvu.
(70.000 - 32.000) * 0.255 = 9.690


þegar þú segir það svona, en þegar maður sér þetta jakkafata gaura með headsetin sín eða blackberry sína þá getur maður ekki hugsað annað en að hann er að leika sér með einherjar miljónir í braski eða eitthvað, svona eitthvað úr bíómynd.

svo er líka hægt að biðja eitthver eldri hjón um að taja bara tölvuna fyrir sig or some.



Skjámynd

Hargo
</Snillingur>
Póstar: 1069
Skráði sig: Mið 13. Ágú 2008 02:18
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Re: Fartölva frá USA - hleðslutæki, ábyrgð, tollur

Pósturaf Hargo » Þri 29. Nóv 2011 18:06

Ábyrgð á fartölvum sem keyptar eru í Bandaríkjunum er oft erfitt að sækja hér á landi, jafnvel þó það sé gefin út "alþjóðleg 1 árs ábyrgð" frá framleiðandanum. Ísland er annað markaðssvæði en Ameríka og umboðsaðilar hér oft með birgja innan Evrópu. Ef týpan er ekki seld á þessu markaðssvæði þá er oft meiri bið eftir varahlutum og stundum eru þeir ófáanlegir. Það er allavega mín reynsla.

Varðandi hleðslutækið, þá kaupirðu bara þessa snúru.

Mynd

Sumir framleiðendur bjóða upp á að kaupa auka ábyrgð með einhverju sem er stundum kallað travel carepack sem gildir á milli landa en þó ekki allir.

Þetta er stærsti ókosturinn við að kaupa vél erlendis, ert ekki með eins pottþétta ábyrgð en færð aftur á móti búnaðinn á mun betra verði.