@Kveldúlfur til hamingju með vinnuna.
@Kristján er sammála öllu sem þú skrifaðir nema síðustu línunni.
laemingi skrifaði:Mín lausn við þessu:
Stækka bilið á milli launa þess sem er atvinnulaus og í vinnu, þá borgar það sig fyrir fólk að fara að vinna í stað þess að þyggja atvinnuleysisbætur.
Sammála að það þarf að breikka bilið, en það er gert með því að stórhækka lægstu launin en ekki lækka bæturnar. Það þarf líka að taka út launavísitöluna úr veðbólgumælingunni, þannig að maður sem fær 10k á mán launahækkun og borga af henni 4k í skatta þurfi ekki að borga bankanum 800k meira fyrir lánið sitt og fá þannig ALDREI hækkunina í sinn vasa!
@Zethic sorgleg sagan sem þú sagðir okkur.
natti skrifaði:Tökum bara einfalt dæmi.
Ríkið myndi ákveða að atvinnulausir myndu sjá um að smíða og viðhalda pöllum.
Ríkið gæti því "nýtt" atvinnulausa í nýsmíði á pöllum fyrir sumarbústaði, viðhalda þeim fyrir stéttarfélögin. Og auðvitað fyrir forstöðumenn stofnana.
Ríkið gæti svo "nýtt" fleiri atvinnulausa í að mála þetta allt saman, og sjá um að mála eignir ríkis og sveitafélaga.
Þetta er því miður að gerast, VMS og RVK hafa sameinast um að halda svona "námskeið" hósthóst! til að kenna húsasmíðameisturum að smíða...meira hóst hóst.
Dæmi eru t.d. húsin á Laugavegi 4-6 og húsið sem brann á Lækjargötunni og var endurbyggt, það eru svo fleiri svona verk í gangi og það stendur til að búa til hóp húsasmíðameistara og manna með sveinspróf og láta þá taka yfir viðhald á flestum húsbyggingum sem borgin á.
Launin sem eru í boði fyrir húsasmíðameistara sem hefur lokið 6 ára framhaldsnámi og er kannski með 20 ára+ reynslu eru 220-240þúsund FYRIR skatt!
Eftir skatt, bensín og hugsanlega pössun fyrir börn ef þau eru í spilinu þá sér það hver maður að skárra væri að taka bæturnar. Þessir "hópar" eru í beinni samkeppni við verktaka sem hafa sinnt þessari vinnu í gegnum tíðina.
VMS borgar reykjavíkurborg uppæð sem nemur atvinnuleysisbótunum og borgin bætir við 70 þús á mánuði, vel sloppið? Þesss vegna var ég hissa að heyra talað um að ómenntaðir verkamenn á lager hafi 300k í laun.
@worghal af hverju ertu ekki með bílpróf?
daanielin skrifaði:Það sem ríkið á að gera á samdráttartímum:
* Auka samneyslu
* Auka opinberar framkvæmdir
* Lækka skatta
Nákvæmlega, og hækka skatta á þenslu tímum, hér er allt gert með öfugum formerkjum, skiptir engu máli hvaða flokkar/menn eru við völd þó þessi stjórn sé óumdeilanlega sú hræðilegasta síðan landið fékk sjálfsstæði.
dori skrifaði:Þið gerið ykkur grein fyrir að það er líka hægt að stækka bilið með því að lækka atvinnuleysisbætur? Það er ekkert svigrúm fyrir fyrirtæki til að hækka laun endalaust. Ef laun yrðu hækkuð meira en fyrirtæki hafa svigrúm til velta þau þeim hækkunum bara yfir í verðlagið og þá fer fólk aftur að kalla á launahækkanir.
Ég hef verið atvinnurekandi með fólk í vinnu, ég hef unnið sem verktaki og ég hef verið launamaður þannig að ég hef setið við allar hliðar borðsins. Málið er einfalt, fyrirtækin borga ekki launin, fólkið sem vinnur hjá fyrirtækjunum skapar tekjur þess og í leiðinni launin sín, ef ekki þá er verið að borga með manneskjunni og því ekki starfsgrundvöllur fyrir rekstrinum. Þegar ég ræð mann í vinnu þá borga ég honum engin laun, hann mætir til mín og vinnur fyrir sínum launum og meira en það, hann hækkar mín laun í leiðinni. Fyrirtæki í verslun og þjónustu hafa verið dugleg að hækka verð á vörum og þjónustu eftir hrun, en hafa þau verið dugleg að hækka launin?
Nördaklessa skrifaði:daanielin skrifaði:Á tíma eins og núna á ríkið að lækka skatta og skapa atvinnu til samneyslu (ss. það sem allir græða á td. með því að beturumbæta vegi osfv.).
Akkúrat öfugt við það sem ríkið er að gera núna.
Ég gæti ekki verið meira sammála, ég er svokallaður "Hátekjumaður" og meirihlutinn af mínum launum fara í skatta og önnur gjöld! helvítis focking fokk! kemur allt niður á sama stað og maður sem er undir hátekjumörkum :/
Það er stefna sjórnvalda (og í raun allra kommúnista) að allir hafi það jafnt, hvort sem þú ert með 300k, 600k eða milljón á mán...þú borgar bara meiri skatta og missir í leiðinni hlunnindi þannig að á endanum eru allir jafn ílla settir.
dori skrifaði:Svo er ég mjög ósammála þessu "taka inn ferðir til og frá vinnu og aukinn matarkostnað" og fá það út að það borgar sig að sitja heima. Það er aumingjaskapur. Ég veit að mjög margir sem eru atvinnulausir eru virkilega að leita sér að vinnu og þá eiga þeir auðvitað að fá einhverjar sanngjarnar bætur fyrir það. En ef atvinnuleysisbætur eru svona háar að það geti borgað sig fyrir fólk að sitja heima frekar en að vinna. Þá er einhversstaðar pottur brotinn.
Pottur er brotinn það er alveg rétt hjá þér því launin eru of lág.
Ef ég vinn sem verktaki þá get ég nýtt bensínkostnaðinn í "reksturinn" ef ég vinn sem launamaður þá get ég það ekki og þá lítur dæmið svona út.
Þar sem ég bý á Kjalarnesi þá kostar það mig 60þús á mánuði að keyra inn í RVK og til baka aftur 1x á dag þ.e. bara bensínið og til að hafa 60 þús í bensín þá þarf ég 100 þúsund auka í heildarlaun þar sem ríkið hirðir skatt. Ef ég hefið val um skíta atvinnuleysisbætur uppá 160k eða fulla vinnu sem launamaður fyrir skíta 260k þá er þarf engan stærðfræðing til að reikna út hvora leiðin er hægstæðari.