everdark skrifaði:Afhverju haldiði að það sé eitthvað áhugavert fyrir tölvuverslanir að ná til "nördanna"? Það er pínulítill markhópur og verslanir eins og Kísildalur eiga hann. Stærri verslununum er alveg sama hvort þú þekkir hz frá bæti, enda er það miklu stærri markhópur, það eiga nefnilega allir tölvu í dag.
Ef þeir geta selt vörurnar sínar á uppsettu verði og hagnast vel.. afhverju eiga þeir þá að lækka?
Ef menn eru að fá eitthvað út úr því að fara í verslanir og "kaffæra sölumenn í eigin heimsku" þá er eitthvað mikið að. Ef þú ert á sama stigi og flestir á þessu spjallborði þá veistu nákvæmlega hvað þú vilt og þarft ekki að vera með dónaskap við menn sem eru bara að reyna að vinna fyrir sér.
Magnað að menn skuli telja lítið íslenskt spjallborð með verðsamanburð vera nafla alheimsins.
Hvern í fjölskyldunni spyr fólk hvar á að kaupa sér tölvu og hvað skal varast?