GuðjónR skrifaði:Ég gerði mér ferð í "búðina" til að kanna málið.
Nánar til tekið í mosó í dag, var drekka eina flösku af Egils Malt Jólabjór og bjórinn er alveg eins og hann á að vera. Fær toppeinkun hjá mér.
Ég held að ég viti hvað fór úrskeiðis hjá þér, þú hefur drukkið hann of kaldann, ef þú gerir það þá hverfur allt maltbragð.
Núna er ég hins vegar að smakka Tuborg Christmas Brew, og þar þykir mér eitthvað hafa farið úrskeiðis.
Hann er virkilega "hrár" ... eins og hann hafi verið settur og snemma á dósirnar.
Svona "heimabrugs" bragð af honum, kannski of mikið ger...veit ekki. Fær falleinkun hjá mér.
Ég var að enda við að opna og smakka annann og það er sama sagan, það er lítið sem ekki neitt maltbragð af honum. Ég ætla að fara og skila honum á morgun ef það er hægt .
Og já, þessi var við stofuhita !.
En í sambandi við Tuborg Christmas Brew þá hef ég smakkað hann seinustu 3 árin og mér hefur alltaf fundist hann vondur.