hvaða símfyrirtæki

Allt utan efnis

Höfundur
bixer
</Snillingur>
Póstar: 1022
Skráði sig: Lau 14. Nóv 2009 14:38
Reputation: 1
Staðsetning: 101
Staða: Ótengdur

hvaða símfyrirtæki

Pósturaf bixer » Fim 17. Nóv 2011 10:43

ég á erfitt með að velja símfyrirtæki fyrir mig og kærustuna
við vorum hjá nova og er núna hjá vodafone...ég eyði 5 þúsund+ í inneign seinustu 2 mánuði og ég er ekkert rosalega spenntur fyrir að fara aftur í nova afþví ég lenti í alskonar veseni með það. símtöl fóru beint í talhólf, það var ekki hægt að hringja í mig og helling af rugli.(fór líka oft yfir 500 sms og 1000 mín....)

mér finnst í lagi að borga 2 þúsund á mánuði en eins og ég er búinn að vera seinustu mánuði þá er þetta ekki hægt. ég nota símann rosalega mikið...

með hverju mælið þið?



Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3835
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 157
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: hvaða símfyrirtæki

Pósturaf Daz » Fim 17. Nóv 2011 10:50

Spurning um að skoða notkunina, eruð þið mikið að hringja í hvort annað eða mjög fá númer? Risafrelsið hjá Vodafone gæti verið voða sniðugt í svoleiðis (frítt í 5 númer).



Skjámynd

ZiRiuS
Of mikill frítími
Póstar: 1798
Skráði sig: Þri 08. Nóv 2005 15:19
Reputation: 387
Staðsetning: Við tölvuna
Staða: Ótengdur

Re: hvaða símfyrirtæki

Pósturaf ZiRiuS » Fim 17. Nóv 2011 10:58

Ég fór frá Nova þar sem ég var að borga 4-6þús á mánuði yfir í Vodafone risafrelsi þar sem ég er að borga um 1000-2000kr á mánuði... Gæti ekki verið ánægðari.



Turn: Cooler Master Mastercase H500M Móðurborð: Asus ROG Maximus XI Hero
CPU: Intel Core i9-9900K 3.6GHz (Coffee Lake) GPU: EVGA GeForce RTX 2080 Super FTW3 Ultra Gaming
RAM: Corsair Vengeance LPX 32GB (4x8GB) DDR4 PC4-28800C18 3600MHz Quad Channel Kit
PSU: Corsair AX850 Titanium 80 Plus Titanium Modular SSD: Samsung 970 PRO 512GB M.2 2280 PCI-e 3.0 x4 NVMe

Skjámynd

chaplin
Kóngur
Póstar: 4334
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Reputation: 383
Staða: Ótengdur

Re: hvaða símfyrirtæki

Pósturaf chaplin » Fim 17. Nóv 2011 11:45

Mv. að 95% af fólkinu sem ég þekki er hagstæðasta fyrir mig að vera hjá Nova, ég myndi íhuga að gefa þeim annað tækifæri, amk hef ég aldrei lent í vandræðum með þá.


youtube.com/c/nútímatækni
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS

Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: hvaða símfyrirtæki

Pósturaf urban » Fim 17. Nóv 2011 12:15

í raun ættuði að velja símafyrirtæki þar sem að flestir ykkar vina eru.
það er bara lang hagstæðast þar sem að það bjóða flest fyrritæki upp á það að hringja frítt innan kerfis (frítt innan ákveðnra tímamarka yfirleitt)

en Risafrelsi hjá Vodafone er nokkuð sniðugt svo sem.

ég nota það, flestir sem að ég hringi í eru hjá vodafone.
Frítt vödafone í vodafone (400 mín)
hef 5 númer sem að ég hringi frítt í (800 mín og 400 sms)
1000 sms óháð kerfi.

Borga fyrir þetta 2990 og fæ 2500 króna inneing í önnur númer en semsagt þessi 5 númer og vodafone. (eða til að nota eftir að þessar mínotur eru búnar)

gildir í 30 daga og inneingnin safnast upp ef að þú nýtir hana (semsagt 2500 krónurnar)

þetta er lang hagstæðasta fyrir mig, en aftur á móti, ef að fáir sem að þú hringir mest í eru hjá öðru símafyrirtæki þá er ekkert víst að þetta hennti þér.


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Skjámynd

pattzi
Bara að hanga
Póstar: 1504
Skráði sig: Þri 07. Des 2010 00:54
Reputation: 38
Staðsetning: Akranes
Staða: Ótengdur

Re: hvaða símfyrirtæki

Pósturaf pattzi » Fim 17. Nóv 2011 14:13

er hjá tal og er með 3 vini á 1000 kr og fæ líka 1000 kr


1.000 kr. virkja leiðina í 30 daga.
3 vinir óháð kerfi (70 mín & 70 SMS á dag).
1.000 kr. nýtast sem inneign.

þarna 3 vinir heitr það

hef aldrei átt inneign í enda mánaðar og verið að borga c.a 5000-8000 kr á mán í nova i reikning núna er ég með þetta svona og eyði bara 1000-2000 kr á mán hringi eiginlega bara í þessa 3 vini sem ég er með .

btw mæli ekki með tal fyrir annað en gsm því allt annað hjá þeim er alltaf bilað en ekki gsm hef allavega ekki tekið eftir því




Höfundur
bixer
</Snillingur>
Póstar: 1022
Skráði sig: Lau 14. Nóv 2009 14:38
Reputation: 1
Staðsetning: 101
Staða: Ótengdur

Re: hvaða símfyrirtæki

Pósturaf bixer » Fim 17. Nóv 2011 15:39

við erum aðalega að hringja í hvort annað.

en ég virðist ekki fá risafrelsi(kaupi inneign í hraðbanka) þó ég kaupi inneign fyrir 2 þúsund eða eitthvað þá klárast hún svo fljótt. er það eðlilegt?



Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: hvaða símfyrirtæki

Pósturaf urban » Fim 17. Nóv 2011 16:47

Þarft að gera þetta í gegnum heimabanka
þar er hægt að velja risafrelsi (990 - 1990 - 2990)

veit allavega ekki til þess að þetta sé hægt í gegnum hraðbanka.
en þetta er líka hægt með kreditkorti á heimasíðunni hjá þeim.

síðan veluru þér þín vinanúmer (þau koma ekki sjálfkrafa) í gegnum heimasíðuna hjá vodafone.


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !


Höfundur
bixer
</Snillingur>
Póstar: 1022
Skráði sig: Lau 14. Nóv 2009 14:38
Reputation: 1
Staðsetning: 101
Staða: Ótengdur

Re: hvaða símfyrirtæki

Pósturaf bixer » Fim 17. Nóv 2011 16:51

jáok þá gæti þetta verið skiljanlegt. ætli maður gefi þeim ekki aðeins meiri tíma



Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: hvaða símfyrirtæki

Pósturaf urban » Fim 17. Nóv 2011 17:12

og já, passaðu þig síðan á því að velja vinanúmer sem að eru hjá öðru fyrirtæki en vodafone :)


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !


greenpensil
Nörd
Póstar: 116
Skráði sig: Lau 03. Apr 2010 22:52
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: hvaða símfyrirtæki

Pósturaf greenpensil » Fim 17. Nóv 2011 18:34

þú getur líka bara farið í símann og keypt alltaf 500 króna frelsi.. það geri ég allavega



Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: hvaða símfyrirtæki

Pósturaf urban » Fim 17. Nóv 2011 19:30

greenpensil skrifaði:þú getur líka bara farið í símann og keypt alltaf 500 króna frelsi.. það geri ég allavega


og hvernig hjálpar það honum að þurfa að kaupa sér frelsis inneign rosalega oft ?


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Skjámynd

Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2534
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 474
Staða: Ótengdur

Re: hvaða símfyrirtæki

Pósturaf Moldvarpan » Fim 17. Nóv 2011 20:03

Ég hef ágætis reynslu af nova, hef verið viðskiptavinur þarna frá upphafi þeirra, ég er að eyða 1000-1500kr á mánuði í gsm símtöl. Flestir sem ég þekki eru hjá nova.

En
símtöl fóru beint í talhólf, það var ekki hægt að hringja í mig


Þetta er það allra leiðinlegasta við þeirra kerfi.

Ég get ekki hringt t.d. í 2 vini mína, þegar ég hringi í annan þeirra þá heyri ég í tólinu að það er að hringja, en síminn sem ég er að hringja í hringir ekki. Svo einhverju seinna þá poppar upp á símann Missed Call. En þessi vinur minn getur hringt í mig, no problem.

Hinn vin minn get ég bara alls ekki hringt í, það er alltaf beint í talhólf þótt hann sé með kveikt á símanum. Þessi vinur getur líka hringt í mig, no problem.

Ég hef hringt nokkru sinnum í Nova og kvartað yfir þessu, þau segja alltaf að tæknimaður mun hafa samband við mig sem skeður svo aldrei.



Fyrir utan þetta, þá er þetta ódýrt og gott kerfi fyrir meðal jón. Vildi óska þess að þeir gætu lagað þessa bögga í kerfinu hjá sér, þeir voru nefnilega ekki fyrstu árin. En núna þegar þeir eru komnir með stórann part af markaðinum þá hefur kerfið verið að skíta meira og meira á sig.




kfc
Ofur-Nörd
Póstar: 225
Skráði sig: Fös 18. Mar 2011 23:36
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: hvaða símfyrirtæki

Pósturaf kfc » Fim 17. Nóv 2011 20:08

Ég hef verið hjá Nova í 3 ár og hef ekki lent í neinum vandræðum og er mjög sáttur. Hef aldrey borgað jafn lítið fyrir síma síðan ég fór til þeirra :happy



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16490
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2105
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: hvaða símfyrirtæki

Pósturaf GuðjónR » Fim 17. Nóv 2011 20:31

GSM hjá NOVA og heimasíma - ADSL hjá Hringdu.
Sé stóran mun á útgjöldunum.



Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: hvaða símfyrirtæki

Pósturaf urban » Fim 17. Nóv 2011 20:43

Moldvarpan skrifaði:Ég hef ágætis reynslu af nova, hef verið viðskiptavinur þarna frá upphafi þeirra, ég er að eyða 1000-1500kr á mánuði í gsm símtöl. Flestir sem ég þekki eru hjá nova.

En
símtöl fóru beint í talhólf, það var ekki hægt að hringja í mig


Þetta er það allra leiðinlegasta við þeirra kerfi.


þetta get ég engan vegin talið ágætis reynslu.

verðmunurinn þyrfti að vera alveg lágmark 60% til þess að ég mundi sætta mig við það að fá ekki símtöl þegar að það er bara hægt að kenna kerfinu þeirra um.

þetta er svona dæmi um það sem að þyrfti bara að gerast ca 3 sinnum til þess að ég mundi færa mig yfir í annað símafyrirtæki.

en já, ástæðan fyrir því að ég er ekki hjá nova er bara einfaldlega vegna þess að fæstir þeir sem að ég tala við eru þar.
annars hefði ég sjálfsagt gefið þeim séns í upphafi.


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !


Tesy
</Snillingur>
Póstar: 1075
Skráði sig: Mán 08. Feb 2010 01:20
Reputation: 12
Staðsetning: 108 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: hvaða símfyrirtæki

Pósturaf Tesy » Fim 17. Nóv 2011 20:44

GuðjónR skrifaði:GSM hjá NOVA og heimasíma - ADSL hjá Hringdu.
Sé stóran mun á útgjöldunum.


Sama hér nema ljósleiðara hjá Hringdu.
Er mjög sáttur hjáa NOVA þar sem flestir sem ég hringi í eru þar.