Þráðlaust Heimatengi


Höfundur
machinehead
Geek
Póstar: 829
Skráði sig: Fim 27. Maí 2004 17:11
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Þráðlaust Heimatengi

Pósturaf machinehead » Fim 10. Nóv 2011 16:55

Mig langar að fá mér auka Síma-myndlykil inn í hjónaherbergi' til mín en það er vandamál
þar sem routerinn er á neðri hæðinni ásamt hinum myndlyklinum. Þannig ég hafði samband
við Símann og þeir bentu mér á þetta.

Hefur einhver hérna reynslu af svona búnaði eða getið þið mælt með einhverju öðru?

-MachineHead




wicket
FanBoy
Póstar: 778
Skráði sig: Mán 07. Sep 2009 09:30
Reputation: 75
Staða: Ótengdur

Re: Þráðlaust Heimatengi

Pósturaf wicket » Fim 10. Nóv 2011 17:13

Ég er með akkúrat þetta hjá mér fyrir aukamyndlykil.

Svínvirkar, hef held ég bara ekki einu sinni lent í vandræðum með þetta.




Höfundur
machinehead
Geek
Póstar: 829
Skráði sig: Fim 27. Maí 2004 17:11
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Þráðlaust Heimatengi

Pósturaf machinehead » Fim 10. Nóv 2011 17:20

Frábært, en hvernig er það, geturu einnig tengt fartölvuna þráðlaust við þetta?

wicket skrifaði:Ég er með akkúrat þetta hjá mér fyrir aukamyndlykil.

Svínvirkar, hef held ég bara ekki einu sinni lent í vandræðum með þetta.




wicket
FanBoy
Póstar: 778
Skráði sig: Mán 07. Sep 2009 09:30
Reputation: 75
Staða: Ótengdur

Re: Þráðlaust Heimatengi

Pósturaf wicket » Fim 10. Nóv 2011 17:25

Já en þá þarf maður bara að passa að hitt eintakið sé tengt við LAN port á routernum sem er fyrir internet en ekki sjónvarp.



Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2012
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: Þráðlaust Heimatengi

Pósturaf tdog » Fim 10. Nóv 2011 17:59

Þetta er rusl... Láttu bara leggja streng inn í herbergi til þín.




Some0ne
spjallið.is
Póstar: 449
Skráði sig: Fös 11. Okt 2002 01:22
Reputation: 3
Staðsetning: Garðabær
Staða: Ótengdur

Re: Þráðlaust Heimatengi

Pósturaf Some0ne » Fim 10. Nóv 2011 18:33

Þráðlaust og svona Devolo í gegnum rafmagn er pakki sem að ég myndi ALDREI nota í að flytja sjónvarpsstraum.. iptv þolir nánast ekkert pakkatap án þess að koma með eitthvað leiðinda hikst.. ég myndi hiklaust reyna að draga kapal eða fá mann til að gera það, kostar örugglega minna en að kaupa 2 svona senda.



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6799
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Þráðlaust Heimatengi

Pósturaf Viktor » Fim 10. Nóv 2011 19:26

Myndi frekar reyna að láta leggja/draga kapal.
En hér er ódýrari extender:
http://budin.is/router-ralausir/4902230 ... 51471.html


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB


wicket
FanBoy
Póstar: 778
Skráði sig: Mán 07. Sep 2009 09:30
Reputation: 75
Staða: Ótengdur

Re: Þráðlaust Heimatengi

Pósturaf wicket » Fim 10. Nóv 2011 19:29

Þetta virkar nú bara mjög vel hérna heima hjá mér.

Ekki séns að draga ethernet á milli þessara staða hjá mér nema með einhverju algjöru veseni og tilheyrandi kostnaði.



Skjámynd

valdij
Ofur-Nörd
Póstar: 295
Skráði sig: Fim 03. Sep 2009 15:31
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Þráðlaust Heimatengi

Pósturaf valdij » Fim 10. Nóv 2011 19:38

Það er svipað vandamál hjá mér, það var verið að leggja ljósleiðara í íbúðina og ég vildi hafa sjónvarpið í svefnherbergi tengt við hann en eftir mikið maus hjá rafvirkjum þá var komist að því að það var einfaldlega ekki hægt. Þeir bentu mér því á svona internet gegnum rafmagn og ég endaði með að kaupa http://tolvutek.is/vara/trendnet-tpl-40 ... r-einingar

Þetta alveg svínvirkar, ekki vottur af pakkatapi eða neinu veseni hingað til.




berteh
has spoken...
Póstar: 172
Skráði sig: Fim 06. Maí 2010 15:21
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Þráðlaust Heimatengi

Pósturaf berteh » Fim 10. Nóv 2011 19:56

Hefur einhver testað þessa gæja frá símanum ég er með sjónvarpið á stað sem er ekki hægt að draga streng að nema leggja yfir loft (sem ég vill alls ekki gera) Það er ekki nóg að kaupa bara svona extender þar sem þetta þarf væntanlega að vera par því iptv er bara aðgengilegt á porti 4




Höfundur
machinehead
Geek
Póstar: 829
Skráði sig: Fim 27. Maí 2004 17:11
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Þráðlaust Heimatengi

Pósturaf machinehead » Fös 11. Nóv 2011 10:54

Það er reyndar tengi núþegar, en það er bara venjulegt símatengi og myndi
sjálfsagt ekki virka fyrir net. Nema ég væri með router þar en það gengur ekki.

Sallarólegur skrifaði:Myndi frekar reyna að láta leggja/draga kapal.
En hér er ódýrari extender:
http://budin.is/router-ralausir/4902230 ... 51471.html




Höfundur
machinehead
Geek
Póstar: 829
Skráði sig: Fim 27. Maí 2004 17:11
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Þráðlaust Heimatengi

Pósturaf machinehead » Fös 11. Nóv 2011 10:56

Einmitt sem ég var að pæla, ég er núþegar með iptv á porti 4, þannig hvert færi extenderinn?

berteh skrifaði:Það er ekki nóg að kaupa bara svona extender þar sem þetta þarf væntanlega að vera par því iptv er bara aðgengilegt á porti 4



Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2012
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: Þráðlaust Heimatengi

Pósturaf tdog » Fös 11. Nóv 2011 10:58

Ef það liggur cat strengur í símatengilinn þá er hægt að nota hann. Eða draga í rörið. Þessi 24þúsundkall (sem heimatengin kosta) eru c.a 5 tímar í vinnu hjá fagmanni við netlagnir.



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Þráðlaust Heimatengi

Pósturaf dori » Fös 11. Nóv 2011 10:59

machinehead skrifaði:Það er reyndar tengi núþegar, en það er bara venjulegt símatengi og myndi
sjálfsagt ekki virka fyrir net. Nema ég væri með router þar en það gengur ekki.

Hefurðu skoðað það hvort það sé hægt að draga cat í staðin fyrir símasnúruna?




Höfundur
machinehead
Geek
Póstar: 829
Skráði sig: Fim 27. Maí 2004 17:11
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Þráðlaust Heimatengi

Pósturaf machinehead » Fös 11. Nóv 2011 11:05

Nei, það er fyrir utan mína þekkingu.

EDIT: Ég man reyndar eftir því að það gaur frá
símanum um daginn og var eitthvað að vesenast hérna.

Hann talaði um að ég gæti í rauninni sett routerinn inn í rafmagnstöfluna
og tengt þannig að öll símatengin í húsinu væri nettengi.

dori skrifaði:
machinehead skrifaði:Það er reyndar tengi núþegar, en það er bara venjulegt símatengi og myndi
sjálfsagt ekki virka fyrir net. Nema ég væri með router þar en það gengur ekki.

Hefurðu skoðað það hvort það sé hægt að draga cat í staðin fyrir símasnúruna?



Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2012
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: Þráðlaust Heimatengi

Pósturaf tdog » Fös 11. Nóv 2011 11:32

Það er einstaklega sniðugt að gera það. Og í rauninni ættir þú að gera það.




Höfundur
machinehead
Geek
Póstar: 829
Skráði sig: Fim 27. Maí 2004 17:11
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Þráðlaust Heimatengi

Pósturaf machinehead » Fös 11. Nóv 2011 11:39

Það væri kannski gáfulegast, en hvernig fer ég þá að því að tengja 2 iptv í port 4?

tdog skrifaði:Það er einstaklega sniðugt að gera það. Og í rauninni ættir þú að gera það.




wicket
FanBoy
Póstar: 778
Skráði sig: Mán 07. Sep 2009 09:30
Reputation: 75
Staða: Ótengdur

Re: Þráðlaust Heimatengi

Pósturaf wicket » Fös 11. Nóv 2011 11:59

Síminn breytir porti 3 á routernum þannig að það sé líka fyrir TV.



Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2012
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: Þráðlaust Heimatengi

Pósturaf tdog » Fös 11. Nóv 2011 12:06

símamaðurinn sem kemur með myndlykilinn til þín gerir það fyrir þig.