dori skrifaði:iPhone 4 vinnur auðvitað alltaf í svona... "gerðarlegasta varan" keppni. Gler og ál er miklu skemmtilegra viðkomu einhvernvegin en plast. Málið er samt bara að það er ekki öll sagan. Það er gott að þér líði vel þegar þú heldur á símanum en plast hefur líka kosti (t.d. léttara, ódýrara að kaupa ef það skemmist).
Sammála þessu. Ég er rosalega hrifinn af "shiny" hlutum, en ég vill öllu fremur geta átt flottan hlut með aðeins minna "bling" gildi svo lengi sem hann má rekast í fjöður án þess að á sjáist. Ég gæti aldrei átt iPhone með allt sitt ál og gler án þess að hafa hann í góðu sílicon hlustri, og þegar þangað er komin er allt "blingið" hvort sem er falið? What's the point then? Og það er ekki eins og maður sé einn um þetta, maður sér sárasjaldan iPad eða iPhone hulsturslausa.
Galaxy-inn er engan vegin jafn fallegur og iPhone, það finnst mér alveg gefið. En að segja að hann sé með lélegt build quality er rugl. Þetta er einn af þynnstu smartsímum á markaðnum í dag, og hann er með sveigjanleika á við Thinkpad - Engan. Hversu léttur hann er m.v. stærð og kraft kom mér virkilega skemmtilega á óvart, því hann heldur samt þessu quality feel - E-ð sem ég upplifi yfirleitt aldrei með létta plastsíma. Bakhliðin á Galaxy finnst mér líka frábær, ekki e-ð shiny slétt plast heldur munstruð hrjúf áferð á möttu plasti. Rispast EKKI auðveldlega. Ég er búinn að eiga helling af smartsímum og notað þá flesta í ræktinni og flestir þeirra hafa fengið að finna fyrir því að vera minn helsti æfingarfélagi. Þrátt fyrir stærð, þá er S2 klárlega búinn að eigna sér 1. sætið þar, vegna þess hversu sterkur hann virðist vera, hversu lítið það sér á honum eftir högg og hversu léttur hann er.