intenz skrifaði:Ég sé nú ekki iPhone 4S neinstaðar án samnings, en ég tek þig samt trúarlegan. Viðurkenni líka alveg að ég hef lítið fylgst með verðinu fyrir utan landsteinana, en hvernig stendur þá á því að hann kostar 170k hérna heima þegar Galaxy SII kostaði nú bara 110k?
Á Apple-store geturðu séð hvað síminn mun kosta unlocked, sala á að byrja í byrjun nóv. En verðmunurinn til Íslands er meðal annars sá að engin íslensk verslun fær símana beint frá Apple heldur kaupa þá í gegnum milliliði. Svo er það líka bara MASSÍF álagning!
Mér þætti mjög gaman að sjá verðið sem annars vegar iPhone og hins vegar t.d. Galaxy SII kosta fyrir íslensku verslanirnar því þá mundi maður fyrst sjá þessa ridiculous álagningu á iPhone hér á landi.
Sást ágætlega þegar Hópkaup var að byra að þá voru þeir með hóptilboð á iPhone (í gegnum íslenska verslun) og verðið var að mig minnir 40-50k lægra heldur en hjá öðrum verslunum án Hópkaupa-tilboðsins. Það er ekki möguleiki að verslunin hafi verið að tapa á þessu Hópkaupa-tilboði og því er nokkuð ljóst að álagningin er fáránleg!
EDIT: skv gömlum þræði hérna á Vaktinn þá kostaði iPhone í gegnum Hópkaup 99.900kr en gangverð á sama síma var 139.900-159.900kr. Hópkaup var með þetta tilboð í gegnum iPhone.is og það er ekki séns að þeir hafi verið að selja fleiri tugi síma með tapi!
EDIT2: danielin þú sérð álagninguna bara með því að sjá verð á þessum tækjum úti! Skv. rannsóknarvinnu mín og intenz þá kostar iPhone 4S $150 minna heldur en Galaxy SII í USA en er miklu dýrari hér á landi!