Pósturaf appel » Sun 23. Okt 2011 01:43
Ég er ekkert of hrifinn af því að vera með í signature hvar ég vinn. Fullt af klikkuðu liði á internetinu sem hikar ekki við að kvarta við vinnuveitandann útaf einhverjum ástæðum. Ég er enginn fulltrúi fyrirtækisins míns, ég vil geta farið á djammið, migið utan í lögreglubíl, brotið rúður og rifið kjaft án þess að þurfa að vera rekinn úr vinnunni minni því ég var klæddur einhverjum fyrirtækisgalla, merktur á alla kanta og með húfu með lógoinu á. Á sama hátt vil ég geta hagað mér einsog fífl á spjallþráðum internetsins.
Mörg mörg dæmi um að fólk sé rekið úr vinnunni því það sagði eitthvað á facebook.
Ég almennt tjái mig ekki um mál sem snúa að fyrirtækinu mínu, eða veiti ráðgjöf um eitthvað sem ég er hlutdrægur í vegna starfsins.
Hinsvegar er lógískt að á spjallvef um tölvubúnað þá veiti menn upplýsingar um hvort þeir vinnu hjá tölvubúð og þá hverri, ef þeir eru að veita ráðgjöf um kaup á búnaði.
*-*