Vantar tölvu í tækninám / 3D teikningu


Höfundur
Freyr86
Nýliði
Póstar: 3
Skráði sig: Þri 18. Okt 2011 00:36
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Vantar tölvu í tækninám / 3D teikningu

Pósturaf Freyr86 » Þri 18. Okt 2011 01:05

Sæl öll

ÉG er á leið í tækninám þar sem ég mun nota Autodesk Inventor 2012 sem er þungt 3D teikniforrit. Ég þarf að endurnýja ferðatölvuna fyrir námið og hef skoðað aðeins hvað er í boði. Það sem stendur upp úr so far eru eftirfarandi vélar:

Toshiba á 135.000 (tilboðsverð): http://www.tolvutek.is/product_info.php ... s_id=28511

Acer á 135.000 (tilboðsverð): http://www.tolvutek.is/product_info.php ... s_id=28373

Packard Bell á 150.000: http://www.tolvutek.is/product_info.php ... s_id=28153


Þigg allar ábendingar og fróðleik þar sem ég er ekki mjög klár í þessum tölvumálum.

Kv. Freyr




Tesli
spjallið.is
Póstar: 474
Skráði sig: Fim 13. Feb 2003 14:37
Reputation: 29
Staða: Ótengdur

Re: Vantar tölvu í tækninám / 3D teikningu

Pósturaf Tesli » Þri 18. Okt 2011 01:32

Ætla að benda þér á að þú þarft alls ekki öfluga tölvu í að teikna hluti í þessu forriti, þó þeir séu stórir og flóknir. Það er ekki nema að þú sért að fara að rendera eitthvað huge og þannig að það skipti máli. Ég er búinn að nota Inventor, Solidworks, Matlab og Autocad á IBMx41 sem er algjört drasl, lenti aldrei í neinu veseni með neitt og þurfti sárasjaldan að rendera nema bara myndir úr Solidworks sem tók samt ekki nema kanski nokkrar mínútur (verkfræðinám). :happy



Skjámynd

chaplin
Kóngur
Póstar: 4339
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Reputation: 392
Staða: Ótengdur

Re: Vantar tölvu í tækninám / 3D teikningu

Pósturaf chaplin » Þri 18. Okt 2011 01:44

Þetta er að vísu rétt hjá Tesli, ekki nema að þú sért að fara í virkilega þunga vinnslu sem þú gerir ekki fyrr en á síðustu árunum í háskólanum ef svo snemma, að þá væri fínt að vera með öfluga vél.

Fyrir basic-advanced verkefni dugaði AMD Sempron +3000 ásamt 1-2GB vinnsluminni mér meira en nóg í Autocad og Revit Architecture.




Höfundur
Freyr86
Nýliði
Póstar: 3
Skráði sig: Þri 18. Okt 2011 00:36
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Vantar tölvu í tækninám / 3D teikningu

Pósturaf Freyr86 » Þri 18. Okt 2011 07:56

Ég setti Inventor 2012 upp á gömlu ferðatölvunni minni sem er Dell Precision M65 (sem var með þeim öflugri þegar ég keypti hana haustið 2007) og það gekk ekki, hikstaði mikið og fraus reglulega.

En í sambandi við tölvurnar sem ég benti á hér að ofan, er einhver ein sem ykkur lýst betur á en hinar eða er einhver sem ég ætti alls ekki að taka? Eða eru aðrar tölvur í öðrum verslunum sem ég ætti frekar að skoða, þessar eru allar í tölvutek????

Að lokum, 1366x768 virðist vera allsráðandi í nær öllum þessum tölvum sem eru með 15,6" skjá. Eru í boði tölvur í svipuðum verð- og styrkleikaflokk með betri skjá eða er maður þá kominn upp í mun dýrari vélar?

Kv. Freyr




bimmer
Nýliði
Póstar: 11
Skráði sig: Mán 28. Jan 2008 10:50
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Vantar tölvu í tækninám / 3D teikningu

Pósturaf bimmer » Mið 19. Okt 2011 00:58

Allar þessar tölvur duga þér.

Mín ráðlegging er að taka sem stærstan skjá.




Heihachi
Nörd
Póstar: 108
Skráði sig: Fös 30. Júl 2010 16:49
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Vantar tölvu í tækninám / 3D teikningu

Pósturaf Heihachi » Mið 19. Okt 2011 04:14

farðu í lögfræði eða læknisfræði, ekki þörf á TT-Gaur nr.1.000.000.000