Álit mitt á TAL = 0

Skjámynd

Höfundur
FuriousJoe
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1623
Skráði sig: Mið 24. Mar 2010 20:34
Reputation: 20
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Álit mitt á TAL = 0

Pósturaf FuriousJoe » Sun 16. Okt 2011 20:57

Eins og ég hef tekið framm í mörgum þráðum þá hef ég ekkert álit á TAL netþjónustunni (áður HIVE)

http://www.visir.is/sagdi-upp-thjonustu ... 1111019141


Bara til að vara aðra við, ekki beint traustvekjandi að vera hjá fyrirtæki sem borgar ekki skuldir sínar og stefnir á hausinn.


Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Vodafone nú rift þessum þjónustusamningi við Tal, en Tal skuldar fyrirtækinu á þriðja hundrað milljónir króna. Var það meðal annars vegna þessara vanefnda sem Vodafone sagði samningnum upp.


Lenovo Legion Y540 - intel Core i7 9750H HexaCore @3.6Ghz - 16GB DDR4 - Nvidia RTX 2060 - 512MB M.2 + 2TB HDD

Skjámynd

Kristján
Of mikill frítími
Póstar: 1744
Skráði sig: Sun 02. Jan 2011 12:37
Reputation: 41
Staða: Ótengdur

Re: Álit mitt á TAL = 0

Pósturaf Kristján » Sun 16. Okt 2011 21:06

held það sé erfitt að halda uppi andanum í starfsfólki í fyrirtæki sem er að fara á hausinn.

man þegar ég hringdi í avant á versta tíma og þar var klárlega pirraður maður hinumeginn á línuni og ég spurði í sambandi við lánið mitt og hann spurði afhverju og ég
sagði nátturulega bara það sem var að ske i blöðunum og hann sagði "og hvað....."

fauk í mig strax en svo strax áttaði ég mig á því og bara sagðist ætla að skoða þetta, þakkaði fyrir mig og sagði bless.


svo geturu rétt ymindað þér öll mailin sem þau eru að fá, voru þau ekki buin aðloka fyrir símaþjónustuan???



Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3172
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 546
Staðsetning: ::1
Staða: Tengdur

Re: Álit mitt á TAL = 0

Pósturaf Hjaltiatla » Sun 16. Okt 2011 21:19

ég er með gsm símann hjá Tal og hann er ennþá virkur

Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Símans, sagði í samtali við fréttastofu í dag að Tal hefði náð samkomulagi við Símann um flest atriði er snúa að fjarskiptaþjónustu. Síminn hefði því tryggt Tal fjarskiptaþjónustu sem þýðir notendur fyrirtækisins lenda ekki í vandræðum


Just do IT
  √

Skjámynd

lifeformes
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 369
Skráði sig: Fim 10. Feb 2011 23:58
Reputation: 25
Staðsetning: 66°N
Staða: Ótengdur

Re: Álit mitt á TAL = 0

Pósturaf lifeformes » Sun 16. Okt 2011 22:10

hef verið hjá Hive/Tal í örugglega 5-6 ár með bæði síma og net og það er allt að virka eðlilega og ég hef ekkert uppá þá að kvarta :happy



Skjámynd

ponzer
Kerfisstjóri
Póstar: 1270
Skráði sig: Þri 07. Sep 2004 18:18
Reputation: 13
Staðsetning: Router(config)#
Staða: Ótengdur

Re: Álit mitt á TAL = 0

Pósturaf ponzer » Sun 16. Okt 2011 22:16

Þetta er svolítið slæmt fyrir TAL, þegar þeir voru ekki með 3G voru þeir alltaf á GSM kerfinu hjá Voda en þegar þeir byrjuðu á því að bjóða 3G (í fyrra) þá notuðu þeir 3G kerfið hjá Símanum svo ég myndi halda að "GSM kerfið" hjá TALi ætti að vera í lagi EN með netið að gera verður ábyggilega vesen fyrir viðskiptavini því þeir voru að nota adsl kerfið hjá voda og sama á við með ljósið þeirra, í raun og veru eru allar nettengingar sem TAL er með núna er eiginlega bara það sama og adsl/ljós hjá vodafone þannig ef þeir ætla að færa allann netreksturinn yfir í þjónustu til Símanns þá mun það breyta öllu með netið að gera hjá núverandi viðskiptavinum. Það er spurning hvernig það fer mað routera og svona tæknilega hlutann á þessum skiptum.


Specs: Tölva, skjár, lyklaborð, mús og internet.

Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3172
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 546
Staðsetning: ::1
Staða: Tengdur

Re: Álit mitt á TAL = 0

Pósturaf Hjaltiatla » Sun 16. Okt 2011 22:31

Var með Adsl hjá Tal í Árbænum það virkaði mjög vel, síðan þegar Gagnaveita Rvk-ur kom í hverfið mitt og bauð uppá ljósleiðara þá skipti ég yfir í ljósleiðaratengingu hjá Tal.
Var að lenda í því á ljósleiðaratengingunni að netsambandið var oft að detta út (frá 5-20 skipti á mánuði) Hef ekki ennþá fengið staðfest hvorum meginn vandamálið var GR eða Tal meginn ,ég treysti það mikið á að geta fjartengst tölvunni minni að ég get ekki hugsað mér að fara aftur til Tal með netið (tek ekki sénsinn) var búinn að prófa að skipta um router og reynt allt eftir bókinni og þeir í þv Tal gáfu það upp að ljósleiðaraboxið mitt væri of langt frá næsta tengipunkti GR.
Svona þegar ég hugsa um það eftir á þá var ég reyndar stundum að lenda í þessu með ljósleiðarann hjá Vodafone uppí Norðlingaholti (þar var einnig GR með sitt batterý) lenti samt ekki jafn oft í að netið hafi dottið út og vorum btw 3 að leigja saman þar (gerðist sirka 2-3 í mánuði þar)
Allavegana problem solved er kominn í nýtt hverfi með Ljósnet símans hef aldrei verið jafn sáttur með uppitímann á netinu þó svo að Þv Símans og reikningagerð þurfi að skoða samskiptin sín eitthvað betur þá get ég allavegana sagt að maður fær það sem maður borgar fyrir. (Hef ekki lent í því ennþá í 2-3 mánuði að vera netlaus á Ljósneti Símans)
Síðast breytt af Hjaltiatla á Mán 17. Okt 2011 01:50, breytt samtals 1 sinni.


Just do IT
  √

Skjámynd

Krissinn
1+1=10
Póstar: 1122
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 21:19
Reputation: 1
Staðsetning: RNB
Staða: Ótengdur

Re: Álit mitt á TAL = 0

Pósturaf Krissinn » Sun 16. Okt 2011 23:32

Ég hélt að þeir hjá Tal líkuðu ekki vel við Símann, allavegana eru þeir með boxpúða klæddan í bol frá Símanum í skrifstofu sinni á Suðurlandsbraut :P Ég og unnustan mín erum með GSM hjá Tal og það er ágætt bara :P



Skjámynd

g0tlife
1+1=10
Póstar: 1177
Skráði sig: Mán 05. Nóv 2007 15:57
Reputation: 166
Staðsetning: Sit í fanginu hans Guðjóns
Staða: Ótengdur

Re: Álit mitt á TAL = 0

Pósturaf g0tlife » Mán 17. Okt 2011 02:47

afhverju að hafa bara ekki vodaphone og símann ? Þetta er eins og rútufélag mundi leigja allar sínar rútur frá öðru rútufélagi til að starfa..


Intel i9-10900KF // Nvidia RTX 3080 // 2x 1TB M.2 // 1TB Samsung 860 Evo // G.Skill 32GB Ripjaws V 3600MHz // ASRock Z490 Extreme4 // Samsung Odyssey G7 32''

My CPU's Hot But My Core Runs Cold


Talsmenn
Nýliði
Póstar: 1
Skráði sig: Mán 17. Okt 2011 17:56
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Álit mitt á TAL = 0

Pósturaf Talsmenn » Mán 17. Okt 2011 18:00

Alvarlegar rangfærslur í frétt Stöðvar 2 um Tal

Að gefnu tilefni vill Tal taka fram að frétt um ágreining á milli Tals og Vodafone hefur ekki nokkur einustu áhrif á viðskiptavini Tals. Tal tryggir viðskiptavinum sínum traust fjarskiptasamband á sömu góðu kjörum og hingað til og markmið okkar er óbreytt: Að viðskiptavinir borgi sem allra minnst fyrir síma, net og sjónvarpsþjónustu.


Tal gerir hins vegar athugasemdir við alvarlegar rangfærslur í umræddri frétt á sem birtist á Stöð 2, sunnudaginn 16. október 2011. Fullyrðing fréttamanns um mörg hundruð milljóna króna skuld Tals við Vodafone á sér ekki stoð í raunveruleikanum. Raunveruleg skuld Tals við Vodafone nemur 36 milljónum, sem jafngildir rúmlega tveggja vikna viðskiptum á milli félaganna. Rekstur Tals er traustur og skuldastaða óveruleg.


Eigendur Tals og Vodafone gerðu í vor með sér samning um að sameina félögin. Á þeim tíma voru öll viðskipti á milli félaganna í fullum skilum. Á meðan beðið var ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins varð til ágreiningur á milli félaganna um ákvæði í samningum þeirra á milli. Ákveðið var að taka þann ágreining fyrir að fenginni niðurstöðu frá Samkeppniseftirlitinu.


Samkeppniseftirlitið hafnaði samruna félaganna 5. október síðastliðinn með þessum orðum: “Tal er mikilvægur keppinautur bæði Símans og Vodafone” og hefur „einbeitt sér að því að veita Símanum og Vodafone verðsamkeppni og boðið neytendum upp á ýmsar nýjungar.” Stjórnendur og eigendur beggja félaga hafa nú farið yfir öll sín mál og sett í viðskiptalegan farveg og hafa fullan hug á að halda áfram áralöngum og farsælum viðskiptum.


Sérstaða Tals felst í því að fyrirtækið kaupir fjarskiptaþjónustu, svo sem heimasíma, sjónvarp, nettengingar og farsíma, í magninnkaupum hjá Vodafone og Símanum og endurselur til viðskiptavina sinna á betra verði en býðst annarsstaðar. Tal selur meira en 60 þúsund þjónustuáskriftir til sinna viðskiptavina í dag og er stærsti viðskiptavinur bæði Vodafone og Símans.


Viðskiptavinir Tals þurfa ekki að hafa áhyggjur af neinni truflun á fjarskiptaþjónustu líkt og gefið var í skyn í fyrrnefndri frétt.


Virðingarfyllst,

Viktor Ólason, forstjóri Tals



Skjámynd

valdij
Ofur-Nörd
Póstar: 295
Skráði sig: Fim 03. Sep 2009 15:31
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Álit mitt á TAL = 0

Pósturaf valdij » Mán 17. Okt 2011 18:12

Eins og með alla þessa aðila, margir hafa góða sögu að segja og aðrir slæma.

Sjálfur hef ég verið hjá Hive/Tal í ansi mörg ár og hef ekki enn þurft ástæðu til að skipta. Fæ fullan hraða á mínu 12mb/s neti og vesen með það hefur verið í lágmarki og það sem hefur komið upp á hefur alltaf verið snögg leyst.




J1nX
vélbúnaðarpervert
Póstar: 920
Skráði sig: Fim 15. Mar 2007 12:18
Reputation: 28
Staða: Ótengdur

Re: Álit mitt á TAL = 0

Pósturaf J1nX » Mán 17. Okt 2011 18:15

styttist í að ég fari að skipta yfir í Vodafone eða Símann (er hjá Tal).. á að vera með 50mb ljósleiðaratengingu og fyrstu dagarnir voru fínir, þá var fullur hraði og allt í gúddi, en svo virðist þetta bara verða verra og verra með hverjum mánuði.. núna er ég heppinn ef ég næ í 5mbs þegar ég er að dla :(



Skjámynd

Höfundur
FuriousJoe
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1623
Skráði sig: Mið 24. Mar 2010 20:34
Reputation: 20
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Álit mitt á TAL = 0

Pósturaf FuriousJoe » Mán 17. Okt 2011 18:20

Talsmenn skrifaði:Alvarlegar rangfærslur í frétt Stöðvar 2 um Tal

Að gefnu tilefni vill Tal taka fram að frétt um ágreining á milli Tals og Vodafone hefur ekki nokkur einustu áhrif á viðskiptavini Tals. Tal tryggir viðskiptavinum sínum traust fjarskiptasamband á sömu góðu kjörum og hingað til og markmið okkar er óbreytt: Að viðskiptavinir borgi sem allra minnst fyrir síma, net og sjónvarpsþjónustu.


Tal gerir hins vegar athugasemdir við alvarlegar rangfærslur í umræddri frétt á sem birtist á Stöð 2, sunnudaginn 16. október 2011. Fullyrðing fréttamanns um mörg hundruð milljóna króna skuld Tals við Vodafone á sér ekki stoð í raunveruleikanum. Raunveruleg skuld Tals við Vodafone nemur 36 milljónum, sem jafngildir rúmlega tveggja vikna viðskiptum á milli félaganna. Rekstur Tals er traustur og skuldastaða óveruleg.


Eigendur Tals og Vodafone gerðu í vor með sér samning um að sameina félögin. Á þeim tíma voru öll viðskipti á milli félaganna í fullum skilum. Á meðan beðið var ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins varð til ágreiningur á milli félaganna um ákvæði í samningum þeirra á milli. Ákveðið var að taka þann ágreining fyrir að fenginni niðurstöðu frá Samkeppniseftirlitinu.


Samkeppniseftirlitið hafnaði samruna félaganna 5. október síðastliðinn með þessum orðum: “Tal er mikilvægur keppinautur bæði Símans og Vodafone” og hefur „einbeitt sér að því að veita Símanum og Vodafone verðsamkeppni og boðið neytendum upp á ýmsar nýjungar.” Stjórnendur og eigendur beggja félaga hafa nú farið yfir öll sín mál og sett í viðskiptalegan farveg og hafa fullan hug á að halda áfram áralöngum og farsælum viðskiptum.


Sérstaða Tals felst í því að fyrirtækið kaupir fjarskiptaþjónustu, svo sem heimasíma, sjónvarp, nettengingar og farsíma, í magninnkaupum hjá Vodafone og Símanum og endurselur til viðskiptavina sinna á betra verði en býðst annarsstaðar. Tal selur meira en 60 þúsund þjónustuáskriftir til sinna viðskiptavina í dag og er stærsti viðskiptavinur bæði Vodafone og Símans.


Viðskiptavinir Tals þurfa ekki að hafa áhyggjur af neinni truflun á fjarskiptaþjónustu líkt og gefið var í skyn í fyrrnefndri frétt.


Virðingarfyllst,

Viktor Ólason, forstjóri Tals


Þakka þér fyrir flott svar, ég auðvitað get ekkert sagt hvort er rétt en það er gaman að sjá að þið sýnið ykkur hérna á netinu og svarið fyrir ykkur :)


Lenovo Legion Y540 - intel Core i7 9750H HexaCore @3.6Ghz - 16GB DDR4 - Nvidia RTX 2060 - 512MB M.2 + 2TB HDD

Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2012
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: Álit mitt á TAL = 0

Pósturaf tdog » Mán 17. Okt 2011 19:07

Ég verð bara að gefa Talsmönnum props fyrir að ríða á vaðið og láta ekki hvað sem er sagt um sitt kompaný.