Stolin NaglaDekk Hafnarfirði

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
Kristján
Of mikill frítími
Póstar: 1744
Skráði sig: Sun 02. Jan 2011 12:37
Reputation: 40
Staða: Ótengdur

Stolin NaglaDekk Hafnarfirði

Pósturaf Kristján » Fim 13. Okt 2011 00:28

Kveldið

Brotist var inn hjá mér í útigeymslu sem var læst með hengilás og var hann klipptur af og
snjóbrettinu mín (svosem alveg sama um það) og svo 4 mjög góðum nagladekkjum stolið.

dekkin eru 205/55 16" man ekki hvað þau heita og voru ekki á felgum.
2 dekkjana eru aðeins meira eydd en hin 2.
svona 80-90% og svo hin 2 70-80% eftir af munnstri.

ég finn ekki hengilásinn og það eru engin ummerki um að það hafi í raun verið brotist inn það var bara hengilásinn og viðkomandi hefur tekið hann með sér eða hent honum eitthvert, þessvegna í ruslið hjá okkur sem er buið að tæma.

ég er ekki viss hvernær þeim var stolið en held það gæti hafa verið fyrir viku eða tveim vikum, veit það er soldið langur tími en var bara að taka eftir þessu núna í vikuni þegar eg átti leið inni geymsluna.

ég er buinn að skoða sölu dálkinn með dekk og felgur og það er alveg verið að selja svona stærð af dekkjum og það er í raun ómögulegt að finna þau, sértaklega út af því eg man ekki hvað þau hétu.

allar ábendingar eru vel þegnar í sambandi við þetta mál þótt það virðist vera frekar tapað.



Skjámynd

Glazier
BMW
Póstar: 2511
Skráði sig: Fös 30. Jan 2009 22:20
Reputation: 14
Staðsetning: Mosó
Staða: Ótengdur

Re: Stolin NaglaDekk Hafnarfirði

Pósturaf Glazier » Fim 13. Okt 2011 00:33

Þekki einn sem býr í Hafnarfirði, þar var afturdekkjunum kippt undan gamalli Celicu nóttina 8-9. okt.

Dekkin komu í leitirnar eftir að lögreglan gerði húsleit heima hjá þeim sem stal þessum ~400kg af sprengiefni.
Hann heitir víst Gústi sá sem stal þeim dekkjum (og sprengiefninu) en hann er læstur inni núna svo það er líklega best að hafa samband við lögregluna ;)


Tölvan mín er ekki lengur töff.