Svo, ég var að vesenast með KIES í dag og uppgötvaði að það er hægt að nota það til að synca iTunes playlista yfir á símann. "Sniðugt," hugsaði ég. "Þá þarf ég ekki að treysta á third party forrit til að synca ~250 laga playlistann sem ég nota mest á símann minn!" og ákvað að prófa það.
Verstu mistök sem ég hef gert þennan mánuðinn.
KIES fór að importa, ekki bara einum playlista, heldur öllu fjandans tæplega 60GiB iTunes libraryinu. "Ókei, whatever, leyfi þessu bara að klárast," hugsaði ég þá. Vel rúmum klukkutíma síðar var KIES búið að importa um það bil 46GiB af tónlist, og krassaði með Out of Memory Exception villuskilaboðastafla. Og þá byrjaði gleðin. Ég reyndi að starta því aftur. Ekkert gerðist, KIES er venjulega svo fljótt upp, ég skildi ekki alveg hvað var í gangi. Drap það í task manager og reyndi aftur. Gaf því meiri tíma núna, og á endanum kom það upp á skjáinn hjá mér. Skoðaði task manager aftur. KIES var að taka tæplega 1.4GiB af minni.
Ég gerði ítrekaðar tilraunir til að fikta í því í þessu ástandi, reyndi að henda tónlistinni út, ekkert gekk. Krassaði alltaf, aftur og aftur. Endaði á að reinstalla KIES. Hjálpaði það? Ekki vitund. Öll tónlistin var ennþá inni þegar ég var búinn að installa aftur. Leitaði að einhverjum library fæl í AppData möppunni og víðar, einhverju sem ég gæti eytt til að losna við alla tónlistina. Fann ekkert sem líktist library fæl. Mér tókst hins vegar eftir ítrekaðar tilraunir að ná að eyða nokkrum lögum út í einu. Ef ég klikkaði óvart á playlista sem var of stór fór risaeðlan bara á hliðina og gat ekki staðið upp sjálf.
Á ENDANUM tókst mér að eyða út allri tónlistinni úr KIES. Svo ég ákvað að skrifa þennan þráð til að vara ykkur hina við, svo þið gerið ekki sömu mistök og ég.
KIES iTunes sync
-
Höfundur - 1+1=10
- Póstar: 1103
- Skráði sig: Lau 02. Ágú 2008 22:11
- Reputation: 23
- Staða: Ótengdur
KIES iTunes sync
PC Fractal Design R4 | Intel 3770K @ 3.5GHz + NZXT Havik 140 | Asus Sabertooth Z77 | Corsair 16GB DDR3 1600MHz | Asus GeForce GTX 670 DirectCU II | Samsung 830 256GB | WD Green 2.0TB | Corsair AX 750W | 2x Dell 27" IPS S2740L | QPAD MK-80 (Cherry MX brown) | Asus RoG Gladius | Win 10 Pro 64bit
Sími OnePlus X | Oxygen OS 3.1.3 [Android 6.0.1]
Tablet Nexus 9 32GB LTE | Stock 6.0.1
Sími OnePlus X | Oxygen OS 3.1.3 [Android 6.0.1]
Tablet Nexus 9 32GB LTE | Stock 6.0.1
-
Höfundur - 1+1=10
- Póstar: 1103
- Skráði sig: Lau 02. Ágú 2008 22:11
- Reputation: 23
- Staða: Ótengdur
Re: KIES iTunes sync
daanielin skrifaði:Mjög skemmtileg lesning.
Gott að einhver gat haft gaman af þessu...
PC Fractal Design R4 | Intel 3770K @ 3.5GHz + NZXT Havik 140 | Asus Sabertooth Z77 | Corsair 16GB DDR3 1600MHz | Asus GeForce GTX 670 DirectCU II | Samsung 830 256GB | WD Green 2.0TB | Corsair AX 750W | 2x Dell 27" IPS S2740L | QPAD MK-80 (Cherry MX brown) | Asus RoG Gladius | Win 10 Pro 64bit
Sími OnePlus X | Oxygen OS 3.1.3 [Android 6.0.1]
Tablet Nexus 9 32GB LTE | Stock 6.0.1
Sími OnePlus X | Oxygen OS 3.1.3 [Android 6.0.1]
Tablet Nexus 9 32GB LTE | Stock 6.0.1
Re: KIES iTunes sync
Swooper skrifaði:daanielin skrifaði:Mjög skemmtileg lesning.
Gott að einhver gat haft gaman af þessu...
Ég átti auðvita við skemmtilegt orðalag, auðvita hundfúlt að lenda í þessu.
-
- Besserwisser
- Póstar: 3337
- Skráði sig: Mið 08. Okt 2008 22:07
- Reputation: 35
- Staðsetning: /dev/null
- Staða: Ótengdur
Re: KIES iTunes sync
Hehehe, svekkjandi.
Ég mæli með Google Music, það er snilld!
Ég mæli með Google Music, það er snilld!
i7 920 @ 2.8 GHz | Gigabyte EX58-UD3R | CSX 3x2 GB DDR3 @ 1600 MHz | Gigabyte ATi Radeon HD 5850 | Sileo 500 | RealPower 600W | Corsair Force 3 120 GB | 27" FullHD | W7 x64