Uppfyllir vaktin staðla ESB?

Allt utan efnis
Skjámynd

tomasjonss
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 375
Skráði sig: Sun 28. Ágú 2011 18:20
Reputation: 1
Staðsetning: Þar sem loftið hættir að vera jarðneskt og jörðin fær hlutdeild í himninum
Staða: Ótengdur

Re: Uppfyllir vaktin staðla ESB?

Pósturaf tomasjonss » Fim 15. Sep 2011 01:59

Finnst með ólíkindum að einhver hafi trú á íslenskri krónu. Ekki langt síðan að núll var sneitt af henni og fólk fer á hausinn við það eitt að hugsa um það að kaupa gjaldeyri áður en það fer í utanlandsferð.

Síðan segir sá ágæti maður BITURk að það þurfi nokkra þingmenn á hliðarlínuna til þess að peppa hana upp og hvetja hana áfram.
Jú, ég viðurkenni það, stundum dugar að klappa mönnum á bakið og þeir gera örlítið betur, en þessi króna er orðin svo lúin að það skiptir engu máli þó þú hrópir af lífs og sálarkröftum: "áfram króna. Koma svo króna. You can do it!"

Hún átti séns en er búin á því. Hún er svona eins og Eiður Smári, var einu sinni í góðum málum, flott og falleg en er nú gjaldþrota í Grikklandi.



Skjámynd

FriðrikH
Geek
Póstar: 895
Skráði sig: Lau 22. Sep 2007 20:25
Reputation: 28
Staða: Ótengdur

Re: Uppfyllir vaktin staðla ESB?

Pósturaf FriðrikH » Fim 15. Sep 2011 08:32

Bitur, það er mjög erfitt að vera með eins lítinn gjaldmiðil og krónan er nema fyrir einn atvinnuveg, sjáfarútveginn, nánast allir aðrir tapa á því að hafa krónuna. Eftir hrunið er það nokkuð samdóma álit flestra að krónan getur ekki verið fljótandi, við sáum hvernig gengið á henni fór 2006, 2007 og svo eftir hrun. Nú ef hún er ekki fljótandi, hvað eigum við þá að gera, vera með höft fram í rauðann dauðann eða taka upp randýra fastgengisstefnu?

Verðtrygging verður ekki afnumin á meðan við erum með krónu. Verðtryggingin er til út af því að íslendingar hafa búið við fáránleg verðbólguskot með reglulegum millibilum. Ef ekki væri fyrir verðtryggingu, þá mundi enginn vilja veita lán (óverðtryggt) þegar hann ætti á hættu með að sjá 10-20% verðbólgu á næstu árum. Verðbólgan er að mestu leyti til komin vegna krónunnar.



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16490
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2105
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Uppfyllir vaktin staðla ESB?

Pósturaf GuðjónR » Fim 15. Sep 2011 08:33

everdark Verðtryggingin er ekkert náttúrulögmál, hún er sett á af mönnum og menn geta aflagt hana líka. Við þurfum enga hjálp við það. Það sem er vandamálið er það sem appel segir í sínum pósti fyrir ofan þig.
Það er ástæða þess að það er ekki gert.



Skjámynd

upg8
vélbúnaðarpervert
Póstar: 998
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 21:32
Reputation: 41
Staða: Ótengdur

Re: Uppfyllir vaktin staðla ESB?

Pósturaf upg8 » Fim 15. Sep 2011 09:01

Verðtrygging lána er líka letjandi fyrir fjármálafyrirtæki því þau hafa minni ástæðu til að berjast gegn verðbólgu... En það er bara mín skoðun.


Kóði: Velja allt

"There's an adapter for that"