ManiO skrifaði:einarth skrifaði:kazzi skrifaði:en er það ekki svoleiðis að gagnaveitan segir allt að 100mb en vodafone er að taka þetta niður í 50mb hjá sér með þessum router
af einhverjum ástæðum.endilega leiðréttið mig ef þetta er ekki rétt,en það sem maður fórnar með öðrum router en þeirra er sjónvarpið í gegnum netið ?
Sæll.
Ljósleiðari GR býður upp á 100Mb/100Mb hraða í dag (Gígabit er í prófunum). Það er síðan val þjónustuveitna hvaða hraða þeir selja.
Sá hraði sem viðskiptavinur kaupir er stilltur á porti viðkomandi í búnaði GR - ekki í router þjónustuveitu.
Þegar þú kaupir 100Mb hraða á interneti og ert einnig með sjónvarp/síma þá dregst bandvídd fyrir þær þjónustur frá hraða á interneti meðan þær eru í notkun (ca. 5Mb per TV straum, 100Kb per símtal).
Kv, Einar.
Starfsmaður Gagnaveitu Reykjavíkur.
ETA?
Og hefur TV áhrif á upp hraðann? (Veit að hann ætti ekki að gera það samkvæmt fræðunum, en eins og flestir ættu að vita þá er raunveruleikinn ekki alltaf sammála fræðinni).
Það eru ekki komnar neinar tímasetningar varðandi innleiðingu á gígabit tengingum.
Varðandi sjónvarp - þá hefur notkun á því engin áhrif á upp hraða.
Kv, Einar.