Sælir
Hefur einhver hérna reynslu af því að nota TeX Live? Ég ákvað að prufa að skipta yfir í Linux Mint úr Windows og þrátt fyrir að ég hafi sett upp TeX Live Full þá virðist alltaf vanta einhverja pakka þegar ég stafla TeX skjölunum.
Var með MiKTeX 2.9 í Windows.
Mín spurning er því, hvernig menn fara að því að setja upp staka pakka fyrir TeX Live, eða jafnvel barasta hvort einhver veit um betra TeX distro fyrir Linux.
Mér finnst ég hafa lesið að það sé mögulegt að setja MiKTeX upp á linux. Hefur einhver reynslu af því ?
kv.
Bjosep
TeX Live - Pakkauppfærslur
-
- Besserwisser
- Póstar: 3111
- Skráði sig: Mán 11. Ágú 2008 02:49
- Reputation: 12
- Staðsetning: ::1
- Staða: Ótengdur
Re: TeX Live - Pakkauppfærslur
Ég þekki ekki TeX live en MikTeX er bara í beta útgáfu fyrir linux... Afhverju ekki að prófa eitthvað sem er stable? Ég hef t.d. heyrt góða hluti um LyX
Þú getur séð ágætis lista af latex forritum hér: http://en.wikipedia.org/wiki/Comparison_of_TeX_editors
Fyrir mitt persónulega leiti þá er vim-LaTeX eina vitið, en það er kannski ekki mjög byrjendavænt.
Þú getur séð ágætis lista af latex forritum hér: http://en.wikipedia.org/wiki/Comparison_of_TeX_editors
Fyrir mitt persónulega leiti þá er vim-LaTeX eina vitið, en það er kannski ekki mjög byrjendavænt.
Re: TeX Live - Pakkauppfærslur
Ég hef verið að nota bara TeXmaker og líkar hann ágætlega. En það er ekki það sem er að hrjá mig.
Mig vantar meira LaTeX-ið sjálft. Batterýið sem heldur utan um pakkana, batterýtið sem ritillinn tengist og allt það til að stafla skjalinu.
Þegar ég prufa að stafla tilbúnum skjölum, þ.e. einhverju gömlu bara, þá kemur yfirleitt tilkynning um að pakki finnist ekki. Og ég hef ekki hugmynd um hvernig ég set þann pakka upp fyrir TeX Live.
Mig vantar meira LaTeX-ið sjálft. Batterýið sem heldur utan um pakkana, batterýtið sem ritillinn tengist og allt það til að stafla skjalinu.
Þegar ég prufa að stafla tilbúnum skjölum, þ.e. einhverju gömlu bara, þá kemur yfirleitt tilkynning um að pakki finnist ekki. Og ég hef ekki hugmynd um hvernig ég set þann pakka upp fyrir TeX Live.
-
- Besserwisser
- Póstar: 3111
- Skráði sig: Mán 11. Ágú 2008 02:49
- Reputation: 12
- Staðsetning: ::1
- Staða: Ótengdur
Re: TeX Live - Pakkauppfærslur
Ah ég skil hvert vandamálið er núna... Er ekkert nafn gefið upp á pakkanum?
Þú gætir náttúrulega rúllað í gegn um package managerinn í stýrikerfinu hjá þér og leitað að latex pökkum og séð hvort þér þyki einhver af þeim líklegur... Gætir jafnvel sett upp alla pakkana sem þú finnur, ef þú gerist desperate
Þú gætir náttúrulega rúllað í gegn um package managerinn í stýrikerfinu hjá þér og leitað að latex pökkum og séð hvort þér þyki einhver af þeim líklegur... Gætir jafnvel sett upp alla pakkana sem þú finnur, ef þú gerist desperate
Re: TeX Live - Pakkauppfærslur
Ég man nú ekki nöfnin á þeim öllum í svipinn. En einn sem virðist ekki fylgja TeX Live er Mathtools.
Ég fletti í gegnum "alla" litlu þemapakkana frá TeX Live og hann er ekki að sjá í neinu þeirra.
Ég fletti í gegnum "alla" litlu þemapakkana frá TeX Live og hann er ekki að sjá í neinu þeirra.
-
- Nörd
- Póstar: 108
- Skráði sig: Þri 16. Feb 2010 17:55
- Reputation: 0
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: TeX Live - Pakkauppfærslur
ertu búinn að leita að lausn á [url]ubuntuforums.org[/url] ? (auðveldara að leita ef maður er skráður sem notandi)
Bug #1 https://bugs.launchpad.net/ubuntu/+bug/1