Hvar er best að kaupa Cat6 kapal - ídráttur


Höfundur
vafrari
Græningi
Póstar: 37
Skráði sig: Mið 22. Jún 2011 15:10
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Hvar er best að kaupa Cat6 kapal - ídráttur

Pósturaf vafrari » Mán 27. Jún 2011 10:10

Sælir

Ég er að fara að draga í Cat6 kapal á milli herbergja og vantar ca. 50 til 100 metra. Er einhver sem getur ráðlagt mér um hvernig kapal er best að kaupa og hvar maður fær þetta á hagstæðu verði? Það er væntanlega allt í lagi að þessi kapall fari í rör þar sem bara símalína er í fyrir?

Ég hef aldrei græjað svona áður en er að undirbúa PS3 Media server BEINTENGDAN við router í öðru herbergi.



Skjámynd

FreyrGauti
Tölvutryllir
Póstar: 664
Skráði sig: Fim 04. Des 2008 10:29
Reputation: 17
Staða: Ótengdur

Re: Hvar er best að kaupa Cat6 kapal - ídráttur

Pósturaf FreyrGauti » Mán 27. Jún 2011 11:35

Rönning eða Ískraft. Það er í góðu lagi að draga þetta í rörin með símalínuni.




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6354
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: Hvar er best að kaupa Cat6 kapal - ídráttur

Pósturaf AntiTrust » Mán 27. Jún 2011 11:37

Ég keypti 100m CAT6 á ca 10kall í kassa, í computer.is.

Tilhvers að draga CAT6 ef þú ætlar að tengja þetta í routerinn? Frekar að hafa þetta Gbit tengt þá í gegnum sviss, allavega ef þú ætlar þér að stream-a e-rju 1080p efni yfir í PS3, þá á 100mbit ekki eftir að duga.



Skjámynd

andribolla
Bara að hanga
Póstar: 1544
Skráði sig: Þri 01. Júl 2008 00:00
Reputation: 17
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Hvar er best að kaupa Cat6 kapal - ídráttur

Pósturaf andribolla » Mán 27. Jún 2011 12:17

Tilhvess Cat6 þegar Cat5 er jafn góður ?
þú krumpar ekki sykurmola beint á cat6 kapla
þú verður að hafa Cat6 tengla




Arnarr
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 367
Skráði sig: Þri 12. Okt 2004 21:28
Reputation: 1
Staða: Tengdur

Re: Hvar er best að kaupa Cat6 kapal - ídráttur

Pósturaf Arnarr » Mán 27. Jún 2011 12:19

andribolla skrifaði:Tilhvess Cat6 þegar Cat5 er jafn góður ?
þú krumpar ekki sykurmola beint á cat6 kapla
þú verður að hafa Cat6 tengla


Þú getur alveg krumpað mola beint á cat6, þó að það sé ekkert sniðugt...




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6354
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: Hvar er best að kaupa Cat6 kapal - ídráttur

Pósturaf AntiTrust » Mán 27. Jún 2011 12:20

andribolla skrifaði:Tilhvess Cat6 þegar Cat5 er jafn góður ?
þú krumpar ekki sykurmola beint á cat6 kapla
þú verður að hafa Cat6 tengla


Það er talsverður munur á Cat6 og Cat5. Hinsvegar er minni munu rá Cat6 og Cat5e.



Skjámynd

andribolla
Bara að hanga
Póstar: 1544
Skráði sig: Þri 01. Júl 2008 00:00
Reputation: 17
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Hvar er best að kaupa Cat6 kapal - ídráttur

Pósturaf andribolla » Mán 27. Jún 2011 12:36

AntiTrust skrifaði:
andribolla skrifaði:Tilhvess Cat6 þegar Cat5 er jafn góður ?
þú krumpar ekki sykurmola beint á cat6 kapla
þú verður að hafa Cat6 tengla


Það er talsverður munur á Cat6 og Cat5. Hinsvegar er minni munu rá Cat6 og Cat5e.


nú ertu að rugla eithvað sem þú veist ekkert um, þú getur bara ekki keipt þennan Cat5 kapal sem þú ert að vitna í af því að hann hefur ekki verið frammleiddur í yfir 10ár,
allir kaplar framleiddir í dag, hvor sem þeir heita cat5 eða cat5e eru allir í þessum cat5e staðli.

það þarf engin einstaklingur þörf á cat6 köplum heima hjá sér.

og já ég veit að það er hægt að krumpa sykurmola á cat6, en málið er bara að maður krumpar bara ekki sykurmola á neina kapla af því þetta er ídráttarkapall en ekki Snúra.
Það á að setja tengla á alla enda og svo snúru úr þeim í tækið.




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6354
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: Hvar er best að kaupa Cat6 kapal - ídráttur

Pósturaf AntiTrust » Mán 27. Jún 2011 12:55

andribolla skrifaði:Nú ertu að rugla eithvað sem þú veist ekkert um, þú getur bara ekki keipt þennan Cat5 kapal sem þú ert að vitna í af því að hann hefur ekki verið frammleiddur í yfir 10ár,
allir kaplar framleiddir í dag, hvor sem þeir heita cat5 eða cat5e eru allir í þessum cat5e staðli.

það þarf engin einstaklingur þörf á cat6 köplum heima hjá sér.


Ég skal alveg viðurkenna að þetta er ekki mitt sterkasta svið, en þú getur heldur ekki haldið því fram að það sé enginn munur á Cat5e og Cat6. Meiri bandvídd, meiri einangrun, minna um truflanir og minni líkur á packet loss/re-send á corrupt packet, sem þýðir alltaf á endanum hærra reliability.

Afhverju að leggja Cat5e þegar Cat6 kostar skítlitlu meira segi ég nú bara.



Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2012
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: Hvar er best að kaupa Cat6 kapal - ídráttur

Pósturaf tdog » Mán 27. Jún 2011 13:14

Ég myndi bara senda email á Reykjafell, JRönning og Ískraft og fá tilboð. Ef ég væri þú, þá myndi ég samt draga þetta í loftnetsrörin. Þau eru oft 20mm en hefðbundin rafmangsrör bara 16mm. Þá geturu dregið coaxinn út, coaxinn á það líka til að vera dreginn að einum stað, þar sem magnarinn og deilirinn er, en símalagnirnar eru oft bara hliðtengdar.

Svo ef þú vilt ekki spreða í Cat6, þá geturu fengið Cat5e STP. Hann er með skermingu. Síðan ef þú vilt fara alla leið þá geturu dregið 3mm túpu í rafmagnsrörin og látið blása í það fíber.



Skjámynd

Klaufi
Stjórnandi
Póstar: 2350
Skráði sig: Mán 28. Des 2009 04:44
Reputation: 54
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Hvar er best að kaupa Cat6 kapal - ídráttur

Pósturaf Klaufi » Mán 27. Jún 2011 13:39

andribolla skrifaði:nú ertu að rugla eithvað sem þú veist ekkert um, þú getur bara ekki keipt þennan Cat5 kapal sem þú ert að vitna í af því að hann hefur ekki verið frammleiddur í yfir 10ár,
allir kaplar framleiddir í dag, hvor sem þeir heita cat5 eða cat5e eru allir í þessum cat5e staðli.

það þarf engin einstaklingur þörf á cat6 köplum heima hjá sér.

og já ég veit að það er hægt að krumpa sykurmola á cat6, en málið er bara að maður krumpar bara ekki sykurmola á neina kapla af því þetta er ídráttarkapall en ekki Snúra.
Það á að setja tengla á alla enda og svo snúru úr þeim í tækið.


Textinn kom ekki þegar ég skrifaði þetta í vinnunni..

Andri, taktu fyrra highlitið til þín þegar þú lest yfir það seinna..
Síðast breytt af Klaufi á Mán 27. Jún 2011 17:32, breytt samtals 1 sinni.


Mynd


Höfundur
vafrari
Græningi
Póstar: 37
Skráði sig: Mið 22. Jún 2011 15:10
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Hvar er best að kaupa Cat6 kapal - ídráttur

Pósturaf vafrari » Mán 27. Jún 2011 15:42

Sælir aftur ...

Og takk fyrir góðar ábendingar! Eftir því sem ég hef lesið og hélt/held þá þarf ég að vera með Cat6 kapal frekar en Cat5 til að Gig 1000 mbs virki ... er það ekki rétt?
Tölvan styður og er með Gig kort en PS3 í svefnherberginu styður víst bara max 100 mb/s. Ég vil samt tengja almennilegan kapal. Ég hef lesið að það sé öðruvísi crimp á Cat6 kapalinn. Er það rétt?

Er ég að misskilja. Get ég semsé lagt Cat5 kapall og fengið Gig tengingu út úr því?



Skjámynd

FuriousJoe
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1623
Skráði sig: Mið 24. Mar 2010 20:34
Reputation: 20
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Hvar er best að kaupa Cat6 kapal - ídráttur

Pósturaf FuriousJoe » Mán 27. Jún 2011 15:48

vafrari skrifaði:Sælir aftur ...

Og takk fyrir góðar ábendingar! Eftir því sem ég hef lesið og hélt/held þá þarf ég að vera með Cat6 kapal frekar en Cat5 til að Gig 1000 mbs virki ... er það ekki rétt?
Tölvan styður og er með Gig kort en PS3 í svefnherberginu styður víst bara max 100 mb/s. Ég vil samt tengja almennilegan kapal. Ég hef lesið að það sé öðruvísi crimp á Cat6 kapalinn. Er það rétt?

Er ég að misskilja. Get ég semsé lagt Cat5 kapall og fengið Gig tengingu út úr því?



Cat5e er "allt að gig" kapall, en ekki hannaður fyrir gig, þótt hann eigi til með að ráða við mikla umferð.
Cat6 er töluvert betur einangraður og hannaður fyrir gig, en það er hinsvegar ekki rosaleg þörf á því "í dag"

Þar sem PS3 er bara 100Mbps þá ertu aldrei að fara að nýta Cat6 eins og þú heldur, því jú 100 Mbps er ekki nema um 6.25 MB? (man ekki) og þú þarft ekki Cat6 fyrir slíka umferð.

Hinsvegar, til að vera nútímavænn væri fínt að leggja Cat6, þá þarftu ekkert að spá í að "uppfæra" í frammtíðinni. Það munar einhverjum tíköllum á Cat5e og Cat6.


Lenovo Legion Y540 - intel Core i7 9750H HexaCore @3.6Ghz - 16GB DDR4 - Nvidia RTX 2060 - 512MB M.2 + 2TB HDD


Höfundur
vafrari
Græningi
Póstar: 37
Skráði sig: Mið 22. Jún 2011 15:10
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Hvar er best að kaupa Cat6 kapal - ídráttur

Pósturaf vafrari » Mán 27. Jún 2011 15:52

Sælir aftur ...

Ég hef verið að nota Devolo rafmagnstengin við PS3 og orðinn hundþreyttur á hiksti á sumum myndanna ... :-)




Höfundur
vafrari
Græningi
Póstar: 37
Skráði sig: Mið 22. Jún 2011 15:10
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Hvar er best að kaupa Cat6 kapal - ídráttur

Pósturaf vafrari » Mán 27. Jún 2011 15:53

Já það var einmitt pælingin ... að græja Cat6 upp á framtíðina.



Skjámynd

ManiO
Besserwisser
Póstar: 3963
Skráði sig: Fim 08. Jún 2006 18:40
Reputation: 0
Staðsetning: Seltjarnarnes
Staða: Ótengdur

Re: Hvar er best að kaupa Cat6 kapal - ídráttur

Pósturaf ManiO » Mán 27. Jún 2011 15:58

PS3 hefur Gigabit kort.

Blu-Ray staðalinn er max ~50 Mbps þ.a. það er ekki endilega þörf á gigabit fyrir HD strauma. Hins vegar upp á framtíð að gera þá er mun sniðugara að leggja Cat6. Annars tekuru bara saman kostnaðinn og metur hvað er hagstæðast fyrir þig.


"Knowledge is knowing that a tomato is a fruit,
wisdom is knowing not to put one in a fruit salad."

Skjámynd

FuriousJoe
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1623
Skráði sig: Mið 24. Mar 2010 20:34
Reputation: 20
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Hvar er best að kaupa Cat6 kapal - ídráttur

Pósturaf FuriousJoe » Mán 27. Jún 2011 16:10

ManiO skrifaði:PS3 hefur Gigabit kort.

Blu-Ray staðalinn er max ~50 Mbps þ.a. það er ekki endilega þörf á gigabit fyrir HD strauma. Hins vegar upp á framtíð að gera þá er mun sniðugara að leggja Cat6. Annars tekuru bara saman kostnaðinn og metur hvað er hagstæðast fyrir þig.



Nú já ef að PS3 hefur gig kort þá er auðvitað ekkert sem ætti að segja "Nei ekki fara í Cat6" :)

Ég sjálfur var með Cat5e snúru í flakkarann minn og ef ég var að streama af flakkaranum yfir á lappa og færa gögn yfir á flakkarann í PC þá laggaði oft hjá mér, færði yfir í Cat6 sem ég átti hérna og það leysti vandamálið.
Ætli Cat6 séi ekki að ráða betur við gögn í báðar áttir en Cat5e.


(Ég veit það ekki, er bara að giska.)


Lenovo Legion Y540 - intel Core i7 9750H HexaCore @3.6Ghz - 16GB DDR4 - Nvidia RTX 2060 - 512MB M.2 + 2TB HDD


AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6354
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: Hvar er best að kaupa Cat6 kapal - ídráttur

Pósturaf AntiTrust » Mán 27. Jún 2011 17:30

Cat6 leysti mörg streaming vandamál hjá mér þegar ég var að streama yfir í PS3.

1080p efni sem er transcode-að yfir í PS3 með Tversity eða PSM þarf mikið mikið meiri bandvídd en 50Mbps, oft 4-5falt það.



Skjámynd

ZiRiuS
Of mikill frítími
Póstar: 1798
Skráði sig: Þri 08. Nóv 2005 15:19
Reputation: 387
Staðsetning: Við tölvuna
Staða: Ótengdur

Re: Hvar er best að kaupa Cat6 kapal - ídráttur

Pósturaf ZiRiuS » Mán 27. Jún 2011 17:53

Mæli með Örtækni sem er í sama húsi og Öryrkjabandalagið, mjög líbó þjónusta og þeir gera kapplana á staðnum ef þeir eru ekki til í þeirri stærð sem þú vilt.

http://www.ortaekni.is/



Turn: Cooler Master Mastercase H500M Móðurborð: Asus ROG Maximus XI Hero
CPU: Intel Core i9-9900K 3.6GHz (Coffee Lake) GPU: EVGA GeForce RTX 2080 Super FTW3 Ultra Gaming
RAM: Corsair Vengeance LPX 32GB (4x8GB) DDR4 PC4-28800C18 3600MHz Quad Channel Kit
PSU: Corsair AX850 Titanium 80 Plus Titanium Modular SSD: Samsung 970 PRO 512GB M.2 2280 PCI-e 3.0 x4 NVMe

Skjámynd

andribolla
Bara að hanga
Póstar: 1544
Skráði sig: Þri 01. Júl 2008 00:00
Reputation: 17
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Hvar er best að kaupa Cat6 kapal - ídráttur

Pósturaf andribolla » Mán 27. Jún 2011 18:06

klaufi skrifaði:
Textinn kom ekki þegar ég skrifaði þetta í vinnunni..

Andri, taktu fyrra highlitið til þín þegar þú lest yfir það seinna..


hehe já var búin að taka eftir þessu, hvað get ég sagt. það er mánudagur ?
þetta er samt staðreindin með Cat5 og Cat5e, að þetta er sami hluturinn í dag.



Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3123
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 454
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvar er best að kaupa Cat6 kapal - ídráttur

Pósturaf hagur » Mán 27. Jún 2011 18:29

Computer.is var hagstædast thegar eg stód í thessu fyrir tæpum 2 árum. Keypti tæpa 100 metra og lagdi i öll herbergin heima. Keypti svo bara venjulega mola og klemmdi a kaplana. Virkar fínt og fæ gbit samband i gegnum thetta allt med 50-60 megabæta (ekki mbit) actual hraða í file transfer á milli véla



Skjámynd

audiophile
Bara að hanga
Póstar: 1577
Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
Reputation: 130
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvar er best að kaupa Cat6 kapal - ídráttur

Pósturaf audiophile » Mán 27. Jún 2011 18:50

ZiRiuS skrifaði:Mæli með Örtækni sem er í sama húsi og Öryrkjabandalagið, mjög líbó þjónusta og þeir gera kapplana á staðnum ef þeir eru ekki til í þeirri stærð sem þú vilt.

http://www.ortaekni.is/


Yup, þeir eru með Cat5e og Cat6 í allskonar litum. Jafnvel bleikum, svona fyrir þá allra djörfustu. Tínir allavega ekki þinni snúru á LAN ;)


Have spacesuit. Will travel.


Höfundur
vafrari
Græningi
Póstar: 37
Skráði sig: Mið 22. Jún 2011 15:10
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Hvar er best að kaupa Cat6 kapal - ídráttur

Pósturaf vafrari » Mán 27. Jún 2011 22:27

Glæsilegt ...

Þá veit nokkuð vel ... flest um málið. Takk takk :-)




Skari
spjallið.is
Póstar: 488
Skráði sig: Fim 31. Mar 2005 11:35
Reputation: 18
Staða: Ótengdur

Re: Hvar er best að kaupa Cat6 kapal - ídráttur

Pósturaf Skari » Mán 27. Jún 2011 22:40

getur líka bara notið cat-inn sem er fyrir símann.. í mínu tilfelli þá var ég í svipuðum framkvæmdum nema ekkert pláss í rörunum fyrir annan kapal og þar sem ég vildi ekki hafa þetta hangandi út um allt þá bara skeitaði ég bara saman 2 pörum alla leiðina sem ég vildi en hreyfði ekkert við símatenglunum (notar bara 1 par fyrir símann).




Blackened
vélbúnaðarpervert
Póstar: 956
Skráði sig: Mið 29. Sep 2004 17:36
Reputation: 14
Staðsetning: Babýlon norðursins
Staða: Ótengdur

Re: Hvar er best að kaupa Cat6 kapal - ídráttur

Pósturaf Blackened » Þri 28. Jún 2011 03:24

Skari skrifaði:getur líka bara notið cat-inn sem er fyrir símann.. í mínu tilfelli þá var ég í svipuðum framkvæmdum nema ekkert pláss í rörunum fyrir annan kapal og þar sem ég vildi ekki hafa þetta hangandi út um allt þá bara skeitaði ég bara saman 2 pörum alla leiðina sem ég vildi en hreyfði ekkert við símatenglunum (notar bara 1 par fyrir símann).


að því gefnu að það sé yfirhöfuð CAT strengur fyrir símann ;) það er bara í nýrri húsum.. í flestum (eldri) húsum er bara símastrengur sem að gagnast illa til gagnaflutninga :)



Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2012
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: Hvar er best að kaupa Cat6 kapal - ídráttur

Pósturaf tdog » Þri 28. Jún 2011 08:26

Skari skrifaði:skeitaði ég bara saman 2 pörum alla leiðina sem ég vildi en hreyfði ekkert við símatenglunum (notar bara 1 par fyrir símann).

Illa séð.