Týndi plaststykki til að tengja mousepad við móðurborð

Skjámynd

Höfundur
FriðrikH
Geek
Póstar: 895
Skráði sig: Lau 22. Sep 2007 20:25
Reputation: 28
Staða: Ótengdur

Týndi plaststykki til að tengja mousepad við móðurborð

Pósturaf FriðrikH » Þri 21. Jún 2011 21:38

Var að skipta um harðan disk í asus eee 1005ha og týndi litla plaststykkinu sem er notað til að festa kapalinn úr mousepaddinum sem fer í móðurborðið. Vitiði hvort að það sé hægt að fá svona stykki einhversstaðar? Er einhver umboðsaðili fyrir asus sem ætti að eiga þetta eða má gera ráð fyrir að verkstæði eigi svona? Veit ekki hvort þetta sé allt staðlað að stærð og gerð.




capteinninn
Of mikill frítími
Póstar: 1725
Skráði sig: Sun 12. Sep 2004 16:02
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

Re: Týndi plaststykki til að tengja mousepad við móðurborð

Pósturaf capteinninn » Þri 21. Jún 2011 23:48

Spurning um að checka í tölvulistann eða viðgerðasvæðið þeirra það er að segja, eru þeir ekki annars með Asus EEE tölvurnar.

Passaðu þig samt á verkstæðinu þeirra, reyndu að taka mig ósmurt fyrir einhverju síðan. Var með Acer 5920G keypta hjá TL og allt í einu var tölvan ekkert að hlaðast, virkaði bara ef ég sneri því á ákveðinn hátt og eitthvað rugl. Fór með uppí verkstæðið og þeir sögðu að það væri bilað input-ið fyrir hleðslutækið á tölvunni og að þeir þyrftu að skipta um það. Ábyrgðin á tölvunni var ekki runnin út en þeir sögðu að hún virkaði ekki fyrir það sem var bilað hjá mér. Vissu ekki hvað það kostaði en töluðu um að þetta væri alveg einhver slatti og sögðu að það tæki tvær vikur að gera þetta því það væri löng bið hjá þeim. Ákvað að bíða frekar með að droppa tölvunni inn því ég þurfti að nota hana. Seinna sama dag er ég að tala við félaga minn sem átti einmitt alveg sömu tölvu og var eitthvað að bölvast út í þetta og hann segir mér að hann hafi lent í sama vandamáli og keypti bara nýtt hleðslutæki og allt virkaði fínt. Prófaði að gera það og tölvan virkar ennþá fínt í dag rúmum tveimur árum eftir að þetta gerðist.
Ætluðu að rukka mig um einhvern helling fyrir að gera við eitthvað sem var ekki bilað. Ekki lítið ósáttur með þetta og ætla ekki að kaupa tölvur eða tölvubúnað hjá þeim aftur.



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Týndi plaststykki til að tengja mousepad við móðurborð

Pósturaf dori » Þri 21. Jún 2011 23:56

Þetta er einhver útgáfa af ZIF (zero insertion force) tengi. Þetta er nokkuð staðlað. Í rauninni er það eina sem plaststykkið gerir að setja þrýsting á borðann þarna svo að hann tolli í og að samband haldist.

Ég myndi prufa að tala við gæjana í Íhlutum eða Miðbæjarradíó. Kannski eiga þeir einhver svona tengi sem þú gætir keypt.

Kannski geturðu líka fixað þetta án þess að gera þetta rétt (þetta er ekki flókið plaststykki, kannski væri nóg að finna eitthvað svipað og skella einum dropa af heitu lími yfir til að vernda og halda þrýstingi (fyrir mér a.m.k. meira aðlaðandi hugmynd en að borga hönd og fót fyrir að flytja inn lítið plaststykki ef það væri hinn möguleikinn).



Skjámynd

Höfundur
FriðrikH
Geek
Póstar: 895
Skráði sig: Lau 22. Sep 2007 20:25
Reputation: 28
Staða: Ótengdur

Re: Týndi plaststykki til að tengja mousepad við móðurborð

Pósturaf FriðrikH » Mið 22. Jún 2011 09:19

Þakka ykkur fyrir þetta, tékka á þessu. Hannes, ég hef svipaða reynslu af tölvulistanum, fékk einu sinni tölvu úr "viðgerð" þaðan sem ræsti sig ekki, opnaði tölvuna, og þá var harði diskurinn ekki rétt tengdur :face