Netið dettur alltaf út þegar síminn hringir.....


Höfundur
yamms
has spoken...
Póstar: 177
Skráði sig: Fim 12. Nóv 2009 23:18
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Netið dettur alltaf út þegar síminn hringir.....

Pósturaf yamms » Þri 10. Maí 2011 14:41

Þetta var fyndið í byrjun en svo er þetta orðið óþolandi. Það er þráðlaus sími hérna á heimilinu og alltaf þegar hann hringir þá dettur þráðlausa netið út. Hvað getur verið að?

Er nóg að skipta um tíðni á þráðlausa netinu? Ef svo er, hvernig er það gert.
Ég er með þennan hvíta router frá símanum.



Skjámynd

ManiO
Besserwisser
Póstar: 3963
Skráði sig: Fim 08. Jún 2006 18:40
Reputation: 0
Staðsetning: Seltjarnarnes
Staða: Ótengdur

Re: Netið dettur alltaf út þegar síminn hringir.....

Pósturaf ManiO » Þri 10. Maí 2011 14:43

Fyrst að þú segir "þennan hvíta" til að lýsa raftæki mæli ég með að þú hringir í þjónustuver símans og fáir þá til að breyta um channel á routernum.


"Knowledge is knowing that a tomato is a fruit,
wisdom is knowing not to put one in a fruit salad."


axyne
Of mikill frítími
Póstar: 1794
Skráði sig: Fim 12. Jún 2003 17:16
Reputation: 82
Staðsetning: DK
Staða: Ótengdur

Re: Netið dettur alltaf út þegar síminn hringir.....

Pósturaf axyne » Þri 10. Maí 2011 14:48

Ertu með smásíu tengda á milli símastöðvarinnar og símainntaksins í veggnum ?


Electronic and Computer Engineer


Höfundur
yamms
has spoken...
Póstar: 177
Skráði sig: Fim 12. Nóv 2009 23:18
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: Netið dettur alltaf út þegar síminn hringir.....

Pósturaf yamms » Þri 10. Maí 2011 14:49

ManiO skrifaði:Fyrst að þú segir "þennan hvíta" til að lýsa raftæki mæli ég með að þú hringir í þjónustuver símans og fáir þá til að breyta um channel á routernum.


Ég er nú ekki alveg tæknifatlaður, tók bara svona til orða.

Annars heitir routerinn Thomson tg585n v2




Höfundur
yamms
has spoken...
Póstar: 177
Skráði sig: Fim 12. Nóv 2009 23:18
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: Netið dettur alltaf út þegar síminn hringir.....

Pósturaf yamms » Þri 10. Maí 2011 14:50

axyne skrifaði:Ertu með smásíu tengda á milli símastöðvarinnar og símainntaksins í veggnum ?



Já ég er með síu :happy



Skjámynd

jagermeister
spjallið.is
Póstar: 489
Skráði sig: Mán 16. Mar 2009 16:25
Reputation: 5
Staða: Ótengdur

Re: Netið dettur alltaf út þegar síminn hringir.....

Pósturaf jagermeister » Þri 10. Maí 2011 14:54

yamms skrifaði:
axyne skrifaði:Ertu með smásíu tengda á milli símastöðvarinnar og símainntaksins í veggnum ?



Já ég er með síu :happy


Er hún í lagi?




Höfundur
yamms
has spoken...
Póstar: 177
Skráði sig: Fim 12. Nóv 2009 23:18
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: Netið dettur alltaf út þegar síminn hringir.....

Pósturaf yamms » Þri 10. Maí 2011 14:59

jagermeister skrifaði:
yamms skrifaði:
axyne skrifaði:Ertu með smásíu tengda á milli símastöðvarinnar og símainntaksins í veggnum ?



Já ég er með síu :happy


Er hún í lagi?


Ég allavega veit ekki betur en svo sé. Er svona sía eitthvað að klikka?

Þá er best að prófa að kaupa allavega eina nýja og athuga hvort að vandamálið lagist, þetta getur nú varla kostað mikið. :)




axyne
Of mikill frítími
Póstar: 1794
Skráði sig: Fim 12. Jún 2003 17:16
Reputation: 82
Staðsetning: DK
Staða: Ótengdur

Re: Netið dettur alltaf út þegar síminn hringir.....

Pósturaf axyne » Þri 10. Maí 2011 15:02

yamms skrifaði:
jagermeister skrifaði:
yamms skrifaði:
axyne skrifaði:Ertu með smásíu tengda á milli símastöðvarinnar og símainntaksins í veggnum ?


Já ég er með síu :happy


Er hún í lagi?


Ég allavega veit ekki betur en svo sé. Er svona sía eitthvað að klikka?

Þá er best að prófa að kaupa allavega eina nýja og athuga hvort að vandamálið lagist, þetta getur nú varla kostað mikið. :)


Ertu aðrar tölvur á heimilinu sem eru ekki að tengjast í gegnum wireless heldur með snúru ?

Ef ekki prufaðu að tengja vélina þína með snúru og athugaðu hvort netið dettur út.
Ættir líka sjá ADSL sync ljósið detta út á router-num

Hef oft lent í því að smásía sé ónýt, kostar innan við þúsundkall.


Electronic and Computer Engineer

Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3835
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 157
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Netið dettur alltaf út þegar síminn hringir.....

Pósturaf Daz » Þri 10. Maí 2011 15:03

Er smásía á ÖLLUM símtækjum á heimilinu (já GSM og NMT líka)*

*Bara heimasíma, ekki GSM eða NMT




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6354
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: Netið dettur alltaf út þegar síminn hringir.....

Pósturaf AntiTrust » Þri 10. Maí 2011 15:04

Þú getur yfirleitt ekki breytt um tíðni heldur valið um channela, sem representa fyrir ákveðin tíðnisvið. Finndu út á hvaða tíðni síminn er á, og notaðu það svo til að finna þá rás sem er hvað lengst frá símanum.

Hérna er listi yfir hvaða tíðnisvið hvaða channelar ná yfir : http://en.wikipedia.org/wiki/List_of_WLAN_channels

Ef þetta er bara þráðlausa netið þá kemur þetta síunni ekkert við. Ef DSL syncið sjálft/PPPoE tengingin er að detta út þá er þetta ekki tíðnaconflict.




Höfundur
yamms
has spoken...
Póstar: 177
Skráði sig: Fim 12. Nóv 2009 23:18
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: Netið dettur alltaf út þegar síminn hringir.....

Pósturaf yamms » Þri 10. Maí 2011 15:43

ég var að skoða þetta aðeins betur.

Það er ekki bara wireless netið sem dettur út, heldur allur pakkinn og "sjónvarp símans" líka...

hmm þetta er nú meira helv..... ruglið...




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6354
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: Netið dettur alltaf út þegar síminn hringir.....

Pósturaf AntiTrust » Þri 10. Maí 2011 15:54

yamms skrifaði:ég var að skoða þetta aðeins betur.

Það er ekki bara wireless netið sem dettur út, heldur allur pakkinn og "sjónvarp símans" líka...

hmm þetta er nú meira helv..... ruglið...


Ath. þá síuna/síurnar eða heyrðu í 8007000 og sjáðu hvort þeir geti ath. þetta e-ð f. þig.




wicket
FanBoy
Póstar: 778
Skráði sig: Mán 07. Sep 2009 09:30
Reputation: 75
Staða: Ótengdur

Re: Netið dettur alltaf út þegar síminn hringir.....

Pósturaf wicket » Þri 10. Maí 2011 16:09

Ef allt dettur út eins og þú segir við að síminn hringi að þá er þetta 100% biluð smásía eða ekki smásía á öllum símtækjum.

Við hvert símtæki / faxtæki / öryggiskerfi / etc sem þarf líka són fyrir utan routerinn VERÐUR að tengja smásíu. Ef hana vantar gerist akkúrat þetta. Ef það er smásía við hvert tæki er einhver þeirra biluð.



Skjámynd

lukkuláki
Besserwisser
Póstar: 3089
Skráði sig: Fös 30. Nóv 2007 19:06
Reputation: 65
Staða: Ótengdur

Re: Netið dettur alltaf út þegar síminn hringir.....

Pósturaf lukkuláki » Þri 10. Maí 2011 16:10

Maður lenti einmitt í þessu hérna í "den tid" þegar smásíurnar voru ónýtar.


If you think patience is a virtue, try surfing the net without high speed Internet.


axyne
Of mikill frítími
Póstar: 1794
Skráði sig: Fim 12. Jún 2003 17:16
Reputation: 82
Staðsetning: DK
Staða: Ótengdur

Re: Netið dettur alltaf út þegar síminn hringir.....

Pósturaf axyne » Fös 03. Jún 2011 10:41

hvernig fór?

mikilvægt að fólk segji frá svo aðrir þurfa ekki að spyrja sömu spurninga ef þeir lenda í sama vandamáli.


Electronic and Computer Engineer


Arnarr
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 367
Skráði sig: Þri 12. Okt 2004 21:28
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Netið dettur alltaf út þegar síminn hringir.....

Pósturaf Arnarr » Fös 03. Jún 2011 12:20

Er þetta einhvað sem er ný byrjað að gerast eða hefur þetta alltaf verið þannig? Getur ekki verið að sía snúi bara vitlaust? Hef oft lent í bilunum þar sem að fólkið snéri þeim bara vitlaust :lol:



Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3760
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Reputation: 123
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Netið dettur alltaf út þegar síminn hringir.....

Pósturaf Pandemic » Fös 03. Jún 2011 12:28

Er símstöðin(fyrir þráðlausa símann) við hliðina á routernum? Ef svo er þá getur það valdið þessu.




bixer
</Snillingur>
Póstar: 1022
Skráði sig: Lau 14. Nóv 2009 14:38
Reputation: 1
Staðsetning: 101
Staða: Ótengdur

Re: Netið dettur alltaf út þegar síminn hringir.....

Pósturaf bixer » Fös 03. Jún 2011 13:29

ertu nokkuð með smásíu milli ráders og veggs?



Skjámynd

kubbur
/dev/null
Póstar: 1395
Skráði sig: Sun 14. Sep 2003 01:36
Reputation: 18
Staða: Ótengdur

Re: Netið dettur alltaf út þegar síminn hringir.....

Pósturaf kubbur » Fös 03. Jún 2011 18:45

ef að þráðlausa netið dettur bara út þá er þetta pottþétt conflict á milli tíðnisviða, ef að tækin eru nálægt hvort öðru þá myndi ég prufa að færa þau eins langt og þú getur í sundur


Kubbur.Digital

Skjámynd

gardar
Besserwisser
Póstar: 3111
Skráði sig: Mán 11. Ágú 2008 02:49
Reputation: 12
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Netið dettur alltaf út þegar síminn hringir.....

Pósturaf gardar » Fös 03. Jún 2011 18:50

Getur verið að þú sért með 2 smásíur ofan á hvor annarri?

Lenti í því eitt sinn að setja smásíu ofan á splitter sem ég var með, vissi þá ekki að splitterinn væri með innbyggða smásíu.




biturk
Kóngur
Póstar: 4431
Skráði sig: Mið 01. Apr 2009 17:08
Reputation: 6
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Netið dettur alltaf út þegar síminn hringir.....

Pósturaf biturk » Fös 03. Jún 2011 18:56

ég lenti alltaf í þessu með gamla góða isdn...........en flestir hjérna eru of ungir til að muna eftir því og hvað þá 28.8kb eða 14.4 utanáliggjandi :mad


ef ég spyr spurninga vil ég fá það í þráðinn EKKI í pm!! pm með hótunum, svör við spurningum og fleiru eru án tafar birt í viðeigandi þráð.
Sýnum skynsemi og skrifum undir á móti esb tíma og peningasóun, farðu á www.skynsemi.is og skráðu þig!

Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2012
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: Netið dettur alltaf út þegar síminn hringir.....

Pósturaf tdog » Fös 03. Jún 2011 19:11

Ef þú ert með svartann splitter þá áttu að tengja hann á eftirfarandi hátt. Símalínuna úr veggnum í LINE, símann sjálfann í PHONE og routerinn í MODEM.
Annars grunar mig að þetta sé vandamál með routerinn, hvað er routerinn langt frá símatenglinum sjálfum? Liggur langur flatkapall að honum? Býrðu í gömlu hverfi?




Cikster
spjallið.is
Póstar: 400
Skráði sig: Lau 11. Mar 2006 13:02
Reputation: 16
Staða: Ótengdur

Re: Netið dettur alltaf út þegar síminn hringir.....

Pósturaf Cikster » Fös 03. Jún 2011 23:17

Þetta þar ekki endilega að vera biluð smásía.

Í mörgum eldri íbúðum var sett svokallaða línudeila inn í tenglana þannig að væri ekki hægt að hlera milli síma í íbúðinni. Auðvelt er að sjá hvort línudeilir er í tenglinum, þetta er lítill blár kubbur á stærð við sykurmola með tveim vírum. Ef þeir finnast þá endilega takið þá úr þar sem þeir klippa á adsl merkið þegar er svarað í símann.