Hefur einhver eða er einhver í þessu námi í HR sem vill deila reynslu sinni og/eða áliti sínu á náminu? http://www.ru.is/deildir/tolvunarfraedi ... fisfraedi/
Hafði alltaf hugsað mér að fara í rafmagns- og tölvuverkfræði en ég hef bara svo takmarkaðan áhuga á stærðfræði og eðlisfræði svo ég efast um að ég myndi meika það nám.
Nám í kerfisfræði
-
- Gúrú
- Póstar: 526
- Skráði sig: Þri 31. Mar 2009 22:41
- Reputation: 6
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Nám í kerfisfræði
Ég er ekki í kerfisfræði en hef tekið alla þessa kúrsa. Strjál Stærðfræði I og Reiknirit eru líklega stærðfræðilegustu kúrsarnir, svo er einhver smá útreikningur í Verkefnalausnum, Tölvuhögun og Inngangi að tölvunarfræði, en það er aðallega bits and bytes. Annars er þetta bara vinna með Java og C++. Þetta eru fínir grunnkúrsar, eina sem ég myndi bæta við þetta er kúrsinn Hönnun og smíði hugbúnaðar. Það er hægt að segja það um flesta kennarana að þeir séu yfir meðallagi og svo eru nokkrir mjög góðir. Það er mikill plús í tölvunarfræðideildinni í HR að fyrirlestrar eru teknir upp í flestum fögum(eða til gamlar upptökur), það hjálpar mikið í dagskólanum og er auðvitað ómissandi í fjarnáminu.
EDIT(for viðbót):
Í Rafmagns- og tölvuverkfræði er svo allt annar hugsunarháttur, þar ferðu jafnvel niður í að vinna með örgjörva(frekar hráa) og skrifar instructions fyrir þá. Stærðfræðin þar fer svo líka langt framúr því sem er í Kerfisfræði, himin og haf þar á milli(Strjál Stærðfræði I er bara djók).
EDIT(for viðbót):
Í Rafmagns- og tölvuverkfræði er svo allt annar hugsunarháttur, þar ferðu jafnvel niður í að vinna með örgjörva(frekar hráa) og skrifar instructions fyrir þá. Stærðfræðin þar fer svo líka langt framúr því sem er í Kerfisfræði, himin og haf þar á milli(Strjál Stærðfræði I er bara djók).
Corsair Carbide 400Q| MSI Nvidia 2080| AMD R9 5900X| Gigabyte X470 Aorus Gaming 5| EVGA SuperNOVA 750 G3
-
Höfundur - Tölvutryllir
- Póstar: 691
- Skráði sig: Fös 07. Ágú 2009 20:55
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur
Re: Nám í kerfisfræði
Átta mig alveg á muninn milli rafmagns- og tölvuverkfræði vs. kerfisfræði. Þessi svið eru bara þau líklegustu sem ég mun velja. Ég ætla á næstunni að hafa samband við fólk í kerfisfræðideild HR og sjá hvort þetta sé eitthvað sem hentar mér.
Takk fyrir innlegg þitt!
Takk fyrir innlegg þitt!
-
- Stjórnandi
- Póstar: 3760
- Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
- Reputation: 123
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Nám í kerfisfræði
Bioeight skrifaði:Strjál Stærðfræði I er bara djók
Þú s.s metur hvað þú færð útur áfanganum eftir því hversu erfiður hann er. Strjál er létt en mjög nytasamleg.
-
- Gúrú
- Póstar: 526
- Skráði sig: Þri 31. Mar 2009 22:41
- Reputation: 6
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Nám í kerfisfræði
Pandemic skrifaði:Þú s.s metur hvað þú færð útur áfanganum eftir því hversu erfiður hann er.
Í þessu tilviki er ég meira að meina að maður eigi ekki að hafa áhyggjur af strjálli stærðfræði ef maður er ekki góður í stærðfræði. Ef það hljómaði eins og mér fyndist ég fá lítið út úr henni þá er það að hluta til satt og getur alveg verið að það hafi litað skrif mín. Ég hafði samt aldrei áður séð sumt sem þar var kennt og lærði heilmikið á því.
Pandemic skrifaði:Strjál er létt en mjög nytasamleg.
Sammála.
Corsair Carbide 400Q| MSI Nvidia 2080| AMD R9 5900X| Gigabyte X470 Aorus Gaming 5| EVGA SuperNOVA 750 G3