Get ekki tengt símann minn við Bewan router fyrir WiFi

Skjámynd

Höfundur
Danni V8
Of mikill frítími
Póstar: 1797
Skráði sig: Mán 23. Apr 2007 06:36
Reputation: 123
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Get ekki tengt símann minn við Bewan router fyrir WiFi

Pósturaf Danni V8 » Mið 25. Maí 2011 20:12

Sælir.

Ég er búinn að vera að reyna að tengja símann minn við WiFi á BeWan router heima hjá vini mínum sem kaupir netið af Vodafone. Þetta lýsir sér þannig að ég set inn lykilinn fyrir WiFi-ið og síminn fer að tengjast, kemur "Optaining IP Address" og síðan eftir það kemur "Limited Connectivity", gult upphrópunarmerki yfir WiFi strength merkinu efst uppi og netið virkar ekki.

Ég er búinn að prófa bæði WEP og WPA lykilinn. Á síðunni fyrir routerinn (sem ég kemst btw ekki inná í símanum, bara í tölvunni) þá flokkast síminn undir PC í Connected Equipment en það kemur IP Unknown. Mac address kemur samt rétt.

Ég er búinn að prófa að setja eina fasta IP tölu á mac addressu símans í routernum en það virkar ekki.

WiFi-ið virkar í símanum, það er ekkert mál að tengjast heima hjá mér og á alla Hot Spots og ég veit að WiFi-ið í routernum virkar því að ég er í fartölvu núna sem að tengist í gegnum WiFi á þessum router.

Síminn er Sony Ericsson Xperia Arc.

Hvað meira get ég prófað?


Asus ROG Strix Z390-F Gaming | Intel Core i5 9600K @ 4,7GHz | Crosshair H100i | Corsair Vengance 16GB | Asus ROG Strix RTX2060 | Corsair RM 650x


guttalingur
Bannaður
Póstar: 474
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 13:39
Reputation: 0
Staðsetning: Aboard the Klingon warship Meeboo
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Get ekki tengt símann minn við Bewan router fyrir WiFi

Pósturaf guttalingur » Mið 25. Maí 2011 20:15

Danni V8 skrifaði:Sælir.

Ég er búinn að vera að reyna að tengja símann minn við WiFi á BeWan router heima hjá vini mínum sem kaupir netið af Vodafone. Þetta lýsir sér þannig að ég set inn lykilinn fyrir WiFi-ið og síminn fer að tengjast, kemur "Optaining IP Address" og síðan eftir það kemur "Limited Connectivity", gult upphrópunarmerki yfir WiFi strength merkinu efst uppi og netið virkar ekki.

Ég er búinn að prófa bæði WEP og WPA lykilinn. Á síðunni fyrir routerinn (sem ég kemst btw ekki inná í símanum, bara í tölvunni) þá flokkast síminn undir PC í Connected Equipment en það kemur IP Unknown. Mac address kemur samt rétt.

Ég er búinn að prófa að setja eina fasta IP tölu á mac addressu símans í routernum en það virkar ekki.

WiFi-ið virkar í símanum, það er ekkert mál að tengjast heima hjá mér og á alla Hot Spots og ég veit að WiFi-ið í routernum virkar því að ég er í fartölvu núna sem að tengist í gegnum WiFi á þessum router.

Síminn er Sony Ericsson Xperia Arc.

Hvað meira get ég prófað?


Fengið þér HTC desire?



Skjámynd

Höfundur
Danni V8
Of mikill frítími
Póstar: 1797
Skráði sig: Mán 23. Apr 2007 06:36
Reputation: 123
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Get ekki tengt símann minn við Bewan router fyrir WiFi

Pósturaf Danni V8 » Mið 25. Maí 2011 20:25

Það er engin lausn að kaupa nýjan síma þegar það kemur upp smá vandamál í mínum.

Það kviknaði bremsuljósið í bílnum mínum því klossarnir voru að verða búnir. Átti ég að kaupa nýjan bíl?

Ég beyglaði lykilinn að íbúðinni minni af slysni um daginn. Átti ég að kaupa nýja íbúð?

Hljóðið datt út í tölvunni minni. Átti ég að kaupa nýja tölvu?

Nei. Ég skipti um bremsuklossa, keypti nýjan lykil og restartaði tölvunni. Fann lausnir á vandamálunum og lagaði þau, eins og ég er að biðja um aðstoð við að gera akkurat núna.

Ég vil frekar fá engin svör en einhver bjána svör eins og þetta!


Asus ROG Strix Z390-F Gaming | Intel Core i5 9600K @ 4,7GHz | Crosshair H100i | Corsair Vengance 16GB | Asus ROG Strix RTX2060 | Corsair RM 650x


guttalingur
Bannaður
Póstar: 474
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 13:39
Reputation: 0
Staðsetning: Aboard the Klingon warship Meeboo
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Get ekki tengt símann minn við Bewan router fyrir WiFi

Pósturaf guttalingur » Mið 25. Maí 2011 21:08

Danni V8 skrifaði:Það er engin lausn að kaupa nýjan síma þegar það kemur upp smá vandamál í mínum.

Það kviknaði bremsuljósið í bílnum mínum því klossarnir voru að verða búnir. Átti ég að kaupa nýjan bíl?

Ég beyglaði lykilinn að íbúðinni minni af slysni um daginn. Átti ég að kaupa nýja íbúð?

Hljóðið datt út í tölvunni minni. Átti ég að kaupa nýja tölvu?

Nei. Ég skipti um bremsuklossa, keypti nýjan lykil og restartaði tölvunni. Fann lausnir á vandamálunum og lagaði þau, eins og ég er að biðja um aðstoð við að gera akkurat núna.

Ég vil frekar fá engin svör en einhver bjána svör eins og þetta!


Ætlaði nú ekkert að móðga þig... Og þetta var nú ekki meint í "alvöru" merkingu



Skjámynd

reyndeer
has spoken...
Póstar: 194
Skráði sig: Fim 21. Jan 2010 16:11
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Get ekki tengt símann minn við Bewan router fyrir WiFi

Pósturaf reyndeer » Mið 25. Maí 2011 21:09

Það er nokkuð MAC address filter á routernum fyrir wifi?



Skjámynd

MatroX
Bannaður
Póstar: 3540
Skráði sig: Mið 17. Feb 2010 12:58
Reputation: 49
Staða: Ótengdur

Re: Get ekki tengt símann minn við Bewan router fyrir WiFi

Pósturaf MatroX » Mið 25. Maí 2011 21:10

er "channel selection" eða hvað sem þetta kallast á þessum routerum á auto eða manual..


Intel i7 13700k | Artic Freezer II 240 | Gigabyte ud4 | Ripjaws 4x8gb 3200mhz | Palit RTX 3080 GAME ROCK | Corsair 350d | 1x 1tb CARDEA ZERO | 2tb SSD| Antec HCP 1200w | 1x 27" PHILIPS 274E5QHS | 1x ASUS 27" 4k ultrawide | Corsair M95 Mús | Corsair K95 RGB MX Red Lyklaborð |

Skjámynd

andribolla
Bara að hanga
Póstar: 1544
Skráði sig: Þri 01. Júl 2008 00:00
Reputation: 17
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Get ekki tengt símann minn við Bewan router fyrir WiFi

Pósturaf andribolla » Mið 25. Maí 2011 22:36

Ég lenti í svipuðu á Bewan router hjá tengdó, með Iphone 3gs og 4
er með Bewan router heima hjá mér og þeir virka báðir fínt þar.
var ekkert að velta þessu meira fyrir mér.

grunar routerinn um leiðindi :p




bhbh22
Fiktari
Póstar: 54
Skráði sig: Fim 09. Feb 2006 16:38
Reputation: 0
Staðsetning: Egilsstaðir
Staða: Ótengdur

Re: Get ekki tengt símann minn við Bewan router fyrir WiFi

Pósturaf bhbh22 » Mið 25. Maí 2011 22:47

web er case sensitive semsagt skrifaðu þetta alveg eins og það er skrifað hástafir og lágstafir


|| i5-750 @ 3.800Ghz || Cooler Master Hyper 212 Plus ||MSI N560GTX Ti Twin Frozer II || Gigabyte GA-P55M-UD2 ||DDR3 8gb 1500mhz || 3x HDD = 1.5 terabæti ||

Skjámynd

beatmaster
Besserwisser
Póstar: 3080
Skráði sig: Fös 14. Jan 2005 15:46
Reputation: 48
Staðsetning: Við hliðina á nýju tölvunni minni
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Get ekki tengt símann minn við Bewan router fyrir WiFi

Pósturaf beatmaster » Mið 25. Maí 2011 23:45

Ég er nýbúinn að vesenast með Bewan router, ég átti að setja WEP lykilinn allan í hástöfum og hélt inni shift og gerði hástafi þannig en það virkaði ekki, gat séð það þegar að ég skoðaði nánar afhverju ég náði ekki að tengjast að þrátt fyrir að ég héldi inni shift og gerði stafina þannig þá voru 2 bókstafir í miðjunni sem að komu ekki háir með því að halda inni shift (stórfurðulegt já)

Ég gat tengst með því að skrifa WEP lykilinn með því að hafa CAPS lock á

Ég veit ekkert hvort að þetta hjálpar, þessar upplýsingar skaða þig allavega ekki :P


Menn rugla saman tveimur orðum, víst og fyrst. Hið fyrrnefnda er komið af orðinu vissa en hitt er úr talmáli og haft í merkingunni: úr því að, þar sem (um orsök). Dæmi: Fyrst að ég get þetta þá getur þú þetta, þ.e.a.s: Þar eð ég get þetta þá getur þú þetta. En víst er notað um vissu: Það er nokkuð víst að ég geti gert þetta.

Skjámynd

Höfundur
Danni V8
Of mikill frítími
Póstar: 1797
Skráði sig: Mán 23. Apr 2007 06:36
Reputation: 123
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Get ekki tengt símann minn við Bewan router fyrir WiFi

Pósturaf Danni V8 » Mið 25. Maí 2011 23:50

Þetta virkaði! Það voru hástafirnir sem voru að angra mig. Ég hélt bara að allir stafirnir hefðu verið stórir þegar ég gerði þetta fyrst. En ég náði þó að redda þessu án þess að kaupa HTC Desire.


Asus ROG Strix Z390-F Gaming | Intel Core i5 9600K @ 4,7GHz | Crosshair H100i | Corsair Vengance 16GB | Asus ROG Strix RTX2060 | Corsair RM 650x