Ubuntu á sér SSD, good or bad?

Skjámynd

Höfundur
Tiger
Besserwisser
Póstar: 3849
Skráði sig: Sun 16. Mar 2003 13:22
Reputation: 265
Staða: Ótengdur

Ubuntu á sér SSD, good or bad?

Pósturaf Tiger » Fim 19. Maí 2011 20:17

Sælir nördar. Ég er að spá í að fá mér einhvern budget SSD disk og setja upp clean Ubuntu á hann og langar aðeins að forvitnast hjá ykkur.

*Mun það skapa einhver vandamál að hafa 2 SSD með sitthvoru stýrikerfinu?
*Mun ég geta valið við boot hvoru stýrikerfinu ég vill boota uppá, eða þarf ég að velja boot priority í hvert skipti?
*Mun Ubunto eða Windows7 eitthvað conflicta við hvort annað þegar þetta er gert svona?
*Eru ókostir við þetta?

Ástæðan er að Folding@Home er mun öflugra á linux en W7 og því langar mig að prufa, en vill hafa aðgang að W7 líka, en vill samt ekki hafa bæði á sama SSD.



Skjámynd

MatroX
Bannaður
Póstar: 3540
Skráði sig: Mið 17. Feb 2010 12:58
Reputation: 49
Staða: Ótengdur

Re: Ubuntu á sér SSD, good or bad?

Pósturaf MatroX » Fim 19. Maí 2011 20:21

Snuddi skrifaði:Sælir nördar. Ég er að spá í að fá mér einhvern budget SSD disk og setja upp clean Ubuntu á hann og langar aðeins að forvitnast hjá ykkur.

*Mun það skapa einhver vandamál að hafa 2 SSD með sitthvoru stýrikerfinu?
*Mun ég geta valið við boot hvoru stýrikerfinu ég vill boota uppá, eða þarf ég að velja boot priority í hvert skipti?
*Mun Ubunto eða Windows7 eitthvað conflicta við hvort annað þegar þetta er gert svona?
*Eru ókostir við þetta?

Ástæðan er að Folding@Home er mun öflugra á linux en W7 og því langar mig að prufa, en vill hafa aðgang að W7 líka, en vill samt ekki hafa bæði á sama SSD.


*Nei
*Já
*Nei
*Nei eiginlega ekki


Intel i7 13700k | Artic Freezer II 240 | Gigabyte ud4 | Ripjaws 4x8gb 3200mhz | Palit RTX 3080 GAME ROCK | Corsair 350d | 1x 1tb CARDEA ZERO | 2tb SSD| Antec HCP 1200w | 1x 27" PHILIPS 274E5QHS | 1x ASUS 27" 4k ultrawide | Corsair M95 Mús | Corsair K95 RGB MX Red Lyklaborð |


coldcut
Vaktari
Póstar: 2192
Skráði sig: Mið 21. Nóv 2007 02:25
Reputation: 0
Staðsetning: /dev/random
Staða: Ótengdur

Re: Ubuntu á sér SSD, good or bad?

Pósturaf coldcut » Fim 19. Maí 2011 20:31

Hef lesið greinar þar sem menn eru að setja kerfin á sitthvorn diskinn og það hefur ekki verið neitt mál. Gætir örugglega fundið e-ð á Google um það.

Sjálfur fékk ég mér 60GB SSD þegar ég keypti nýju tölvuna mína og er með Ubuntu á honum og þvílík snilld sem það er! Passaðu þig bara þegar þú ert að partitiona diskinn, finnur góðar upplýsingar um það á netinu.



Skjámynd

Höfundur
Tiger
Besserwisser
Póstar: 3849
Skráði sig: Sun 16. Mar 2003 13:22
Reputation: 265
Staða: Ótengdur

Re: Ubuntu á sér SSD, good or bad?

Pósturaf Tiger » Fim 19. Maí 2011 21:09

Þarf eitthvað að vesenast með partions ef ég ætla ekki að hafa neitt á þessum SSD nema ubuntu, og ég er með 24Gb í vinnsluminni?

Held ég hafi fundið þráðinn þinn um þetta á Ubuntu forum-inu og þú ert með þetta svona ekki satt:
SSD

/boot - 100MB
/ - 20GB (programs)
/home - 5GB (configuration and hidden files and folders)
empty - 20GB (for testing other OS'es)

HDD

/data - 1,496GB (all my files (music, videos, school-things))
swap - 4GB (at the end)


Ef ég er með alla tónlist og myndir á tveimur hörðum diskum (2x 2x1TB í raid0) og vill í raun ekkert á þennan nýja SSD annað en Ubuntu. Virkar ekki bara að setja þetta upp á nýjan disk og volaaaa, því þessi linux terminal umræða er eins og hebreska í mínum eyrum og "nenni" ekki að fara í of miklar pælingar í byrjun.




coldcut
Vaktari
Póstar: 2192
Skráði sig: Mið 21. Nóv 2007 02:25
Reputation: 0
Staðsetning: /dev/random
Staða: Ótengdur

Re: Ubuntu á sér SSD, good or bad?

Pósturaf coldcut » Fim 19. Maí 2011 21:40

sko það sem ég er að meina er hvernig þú partitionar diskinn með tilliti til sector-alignment. Það er ekkert um það í þræðinum, þ.e.a.s. ég fékk ekki góð svör við því.

En annars á að vera allt í lagi að setja bara allt Ubuntu-dæmið á sama partition. Ef þú vilt tweaka þá er það svolítil vinna og er bæting um kannski 1% í hraða ;) Ég tók svona hálft tweak en ætla að tweaka allt í botn þegar ég hendi út Ubuntu og set upp Debian í sumar.



Skjámynd

Höfundur
Tiger
Besserwisser
Póstar: 3849
Skráði sig: Sun 16. Mar 2003 13:22
Reputation: 265
Staða: Ótengdur

Re: Ubuntu á sér SSD, good or bad?

Pósturaf Tiger » Fim 19. Maí 2011 22:29

Cool, fæ mér budget disk á morgun og færi nörda level-ið upp hjá mér um 2 stig :)



Skjámynd

Höfundur
Tiger
Besserwisser
Póstar: 3849
Skráði sig: Sun 16. Mar 2003 13:22
Reputation: 265
Staða: Ótengdur

Re: Ubuntu á sér SSD, good or bad?

Pósturaf Tiger » Fös 20. Maí 2011 19:47

Þetta er engan vegin að virka. Búinn að setja ubuntu upp á sér ssd og allt í orden, en þegar ég ræsi upp spyr hún ekki hvort kerfið ég vil heldur ræsir W7. Ef ég vel ubuntu ssd sem boot disk er bara einn punktur á skjánum og ekkert gerist.

Og í þokkabót fór raid array í klessu við þetta með ljósmyndunum, great Ubuntu :)



Skjámynd

mercury
Besserwisser
Póstar: 3362
Skráði sig: Fös 31. Júl 2009 16:15
Reputation: 64
Staða: Ótengdur

Re: Ubuntu á sér SSD, good or bad?

Pósturaf mercury » Fös 20. Maí 2011 19:57

hættu þessu veseni og seldu mér bara þennan ssd :D




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6354
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: Ubuntu á sér SSD, good or bad?

Pósturaf AntiTrust » Fös 20. Maí 2011 19:59

Ég myndi ekki vera í svona fimleikum á sama controller og er að sjá um critical raid array.



Skjámynd

Höfundur
Tiger
Besserwisser
Póstar: 3849
Skráði sig: Sun 16. Mar 2003 13:22
Reputation: 265
Staða: Ótengdur

Re: Ubuntu á sér SSD, good or bad?

Pósturaf Tiger » Fös 20. Maí 2011 20:25

En ég er ekkert að vesenast með raid á nokkurn hátt eða neitt vesen (hélt ég). Þessvegna ákvað ég að kaupa mér sér ssd í dag og hafa Ubuntu á honum því ég hélt það væri snyrtilegast og minnsta vesenið...... gueess not.



Skjámynd

MatroX
Bannaður
Póstar: 3540
Skráði sig: Mið 17. Feb 2010 12:58
Reputation: 49
Staða: Ótengdur

Re: Ubuntu á sér SSD, good or bad?

Pósturaf MatroX » Fös 20. Maí 2011 20:56

fáðu þér bara aðra folding vél sem verður með þessum ssd disk í :happy


Intel i7 13700k | Artic Freezer II 240 | Gigabyte ud4 | Ripjaws 4x8gb 3200mhz | Palit RTX 3080 GAME ROCK | Corsair 350d | 1x 1tb CARDEA ZERO | 2tb SSD| Antec HCP 1200w | 1x 27" PHILIPS 274E5QHS | 1x ASUS 27" 4k ultrawide | Corsair M95 Mús | Corsair K95 RGB MX Red Lyklaborð |


Frussi
Tölvutryllir
Póstar: 625
Skráði sig: Lau 26. Ágú 2006 19:45
Reputation: 130
Staða: Ótengdur

Re: Ubuntu á sér SSD, good or bad?

Pósturaf Frussi » Fös 20. Maí 2011 20:59

Það er frekar ruglandi að þið séuð með sama Avatar. Ég hélt í smástund að Snuddi væri að svara sjálfum sér :lol:


Ryzen 9 5900x // X470 Aorus Gaming // RTX4080 Super // 48 GB 3200MHz // 32" G5 165hz

Skjámynd

MatroX
Bannaður
Póstar: 3540
Skráði sig: Mið 17. Feb 2010 12:58
Reputation: 49
Staða: Ótengdur

Re: Ubuntu á sér SSD, good or bad?

Pósturaf MatroX » Fös 20. Maí 2011 21:08

Frussi skrifaði:Það er frekar ruglandi að þið séuð með sama Avatar. Ég hélt í smástund að Snuddi væri að svara sjálfum sér :lol:

hehe þetta var gert viljand:D en ég fæ mér annan avatar eftir smá


Intel i7 13700k | Artic Freezer II 240 | Gigabyte ud4 | Ripjaws 4x8gb 3200mhz | Palit RTX 3080 GAME ROCK | Corsair 350d | 1x 1tb CARDEA ZERO | 2tb SSD| Antec HCP 1200w | 1x 27" PHILIPS 274E5QHS | 1x ASUS 27" 4k ultrawide | Corsair M95 Mús | Corsair K95 RGB MX Red Lyklaborð |

Skjámynd

Höfundur
Tiger
Besserwisser
Póstar: 3849
Skráði sig: Sun 16. Mar 2003 13:22
Reputation: 265
Staða: Ótengdur

Re: Ubuntu á sér SSD, good or bad?

Pósturaf Tiger » Fös 20. Maí 2011 21:10

MatroX skrifaði:fáðu þér bara aðra folding vél sem verður með þessum ssd disk í :happy


He he nei en kannski bara aðra nethangs vél, held að þetta monster verði alltaf Folding vél :).

En er að vinna í þessu..... raid arreyið fór vegna þess að sata kapall hafði hálf farið úr sambandi og virkar fínt núna. Best að prufa að setja upp aftur á nýja diskinn.



Skjámynd

gardar
Besserwisser
Póstar: 3111
Skráði sig: Mán 11. Ágú 2008 02:49
Reputation: 12
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Ubuntu á sér SSD, good or bad?

Pósturaf gardar » Fös 20. Maí 2011 21:27

Snuddi skrifaði:Þetta er engan vegin að virka. Búinn að setja ubuntu upp á sér ssd og allt í orden, en þegar ég ræsi upp spyr hún ekki hvort kerfið ég vil heldur ræsir W7. Ef ég vel ubuntu ssd sem boot disk er bara einn punktur á skjánum og ekkert gerist.

Og í þokkabót fór raid array í klessu við þetta með ljósmyndunum, great Ubuntu :)


Árinni kennir illur ræðari :-({|=

Settirðu ubuntu upp á eftir W7?
Var W7 diskurinn í þegar þú settir upp ubuntu?
Hvernig varstu með diskana raðaða þegar þú settir upp ubuntu?
Hvernig fór þetta raid array í klessu? Að segja að raid array sé í klessu og að það sé ubuntu að kenna er ekki mjög lýsandi fyrir vandamálið.



Skjámynd

Höfundur
Tiger
Besserwisser
Póstar: 3849
Skráði sig: Sun 16. Mar 2003 13:22
Reputation: 265
Staða: Ótengdur

Re: Ubuntu á sér SSD, good or bad?

Pósturaf Tiger » Fös 20. Maí 2011 21:51

Svona er planið:

Ég er með W7 setup á Vertex3 SSD
Er með 4 1TB diska sem eru raidaðir í 2x2TB raid0
Síðan fékk ég mér í dag Vertex2 disk sem ég ætlaði að hafa Ubuntu á, alveg sér og óháð W7 disknum.
Ég gat sett það upp, en það kemur engin valmynd í upphafi um það á hvort stýrikerfið ég vill boota og ef ég vel ubuntu diskinn þá kemur bara svartur skjár með blikkandi punkt.

Og 1 af þessum 4 TB diskum týnist úr array, hann er þarna (sjá fyrir neðan) en fyrir utan raid-ið ...... don't understand.

Mynd


Einhver ráð Garðar?



Skjámynd

gardar
Besserwisser
Póstar: 3111
Skráði sig: Mán 11. Ágú 2008 02:49
Reputation: 12
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Ubuntu á sér SSD, good or bad?

Pósturaf gardar » Fös 20. Maí 2011 22:20

Virðist vera eins og grub boot loaderinn sé eitthvað bilaður eða ekki uppsettur.

Windows boot loaderinn styður ekki önnur stýrikerfi en windows, svo að þú þyrftir í raun að láta ubuntu diskinn alltaf koma fyrst, og velja með honum hvort þú bootir windows eða ubuntu.

Það sem ég myndi gera væri að setja ubuntu diskinn nr 1 í bios og ræsa ubuntu upp af livecd og skoða diskana með honum.


Fyrsta skref væri að sjá hvaða diskur er með ubuntu stýrikerfinu á.

Kóði: Velja allt

sudo fdisk -l


Þetta myndi birta diskana sem eru tengdir við vélina, og nöfnin á þeim. Leggðu á minnið staðsetninguna á ubuntu diskinum (t.d. /dev/sda)

Ég myndi svo setja grub (linux bootloaderinn) upp, upp á nýtt á ubuntu diskinn.

Kóði: Velja allt

sudo grub-install /ubuntu/diskurinn

t.d.

sudo grub-install /dev/sda



Þetta ætti að laga bootloaderinn á linux diskinum. Og vonandi er linux boot loaderinn nú þegar stilltur fyrir windows dual boot. Ubuntu hefur átt að sjá um það við uppsetningu.



Ég hugsa að ubuntu eigi ekki orsökina á raid arrayinu, heldur grunar mig að vélin sé eitthvað að ruglast þegar þú bættir auka diski í hana.



Skjámynd

Höfundur
Tiger
Besserwisser
Póstar: 3849
Skráði sig: Sun 16. Mar 2003 13:22
Reputation: 265
Staða: Ótengdur

Re: Ubuntu á sér SSD, good or bad?

Pósturaf Tiger » Fös 20. Maí 2011 22:53

Takk fyrir þetta. Ákvað að byrja bara uppá nýtt og nú fæ ég villu "Executing 'grub-install/dev/sda' failed". En ég er að setja þetta upp á /dev/sde en ekki /dev/sda eins og kemur í villinni. Hvað gera bændur þá?

*edit* Er búinn að redda þessu.....er að skrifa þetta úr Ubuntu :)



Skjámynd

gardar
Besserwisser
Póstar: 3111
Skráði sig: Mán 11. Ágú 2008 02:49
Reputation: 12
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Ubuntu á sér SSD, good or bad?

Pósturaf gardar » Lau 21. Maí 2011 01:03

Flottur! Og er þá allt komið í stand?



Skjámynd

Höfundur
Tiger
Besserwisser
Póstar: 3849
Skráði sig: Sun 16. Mar 2003 13:22
Reputation: 265
Staða: Ótengdur

Re: Ubuntu á sér SSD, good or bad?

Pósturaf Tiger » Lau 21. Maí 2011 02:07

gardar skrifaði:Flottur! Og er þá allt komið í stand?


Já þannig séð. En þetta er nú meira ruslið finnst mér :) Að þurfa að gera allt í einhverju DOS/Terminal umhverfi ofl. Að geta ekki sett um einfaldan HFM.net til að monitora folding stig án þess að fara þvílíkar krókaleiðir sem maður skilur ekkert í, og festist og flækist einhverstaðar á leiðinni. Held þetta verði ekki langvarandi :thumbsd




coldcut
Vaktari
Póstar: 2192
Skráði sig: Mið 21. Nóv 2007 02:25
Reputation: 0
Staðsetning: /dev/random
Staða: Ótengdur

Re: Ubuntu á sér SSD, good or bad?

Pósturaf coldcut » Lau 21. Maí 2011 02:47

PLÍS ekki setja samasem merki á milli DOS og bash(Terminal)! [-X

hefðir kannski átt að kynna þér hvernig þetta virkaði á *NIX kerfum áður en þú keyptir þér SSD til þess aðeins að keyra þetta :D



Skjámynd

gardar
Besserwisser
Póstar: 3111
Skráði sig: Mán 11. Ágú 2008 02:49
Reputation: 12
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Ubuntu á sér SSD, good or bad?

Pósturaf gardar » Lau 21. Maí 2011 10:49

Snuddi skrifaði:
gardar skrifaði:Flottur! Og er þá allt komið í stand?


Já þannig séð. En þetta er nú meira ruslið finnst mér :) Að þurfa að gera allt í einhverju DOS/Terminal umhverfi ofl. Að geta ekki sett um einfaldan HFM.net til að monitora folding stig án þess að fara þvílíkar krókaleiðir sem maður skilur ekkert í, og festist og flækist einhverstaðar á leiðinni. Held þetta verði ekki langvarandi :thumbsd



Þarft þess ekki, átt að geta flest allt í grafíska viðmótinu.

Mér finnst bara miklu fljótlegra og þægilegra að nota console, svo að ég nota grafíska viðmótið jafn lítið og ég get :-"

En ég nota console jafn mikið og ég get líka í windows þegar ég neyðist til þess að nota það.



Skjámynd

Höfundur
Tiger
Besserwisser
Póstar: 3849
Skráði sig: Sun 16. Mar 2003 13:22
Reputation: 265
Staða: Ótengdur

Re: Ubuntu á sér SSD, good or bad?

Pósturaf Tiger » Lau 21. Maí 2011 10:57

Ég fæ allavegana ekki HFM.net til að virka hjá mér, búinn að fara eftir öllum leiðbeiningum (kannski of mörgum) :). Þannig að ég Folda bara án þess að vita PPD, en það dugar svo sem þar sem ég veit TPF töluna sem er ansi lág orðin eða 10:13 sem samsvarar 188k PPD (33.000 stiga hækkun frá Windows). Nota þetta þanngað til ég fæ leið á því eða allt hrinur.

Takk fyrir hjálpina samt. (ef þið finnið leið til að setja hfm.net upp á gui hátt, let me know) :)



Skjámynd

gardar
Besserwisser
Póstar: 3111
Skráði sig: Mán 11. Ágú 2008 02:49
Reputation: 12
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Ubuntu á sér SSD, good or bad?

Pósturaf gardar » Lau 21. Maí 2011 11:04

Er HFM.net ekki forrit með grafísku viðmóti?

Hvaða skipun er það sem þú ert að keyra?



Skjámynd

Höfundur
Tiger
Besserwisser
Póstar: 3849
Skráði sig: Sun 16. Mar 2003 13:22
Reputation: 265
Staða: Ótengdur

Re: Ubuntu á sér SSD, good or bad?

Pósturaf Tiger » Lau 21. Maí 2011 11:11

Jú forritið sjálft er grafískt, en allar leiðbeiningar sem ég hef fengið eru DOS :). Er að fara eftir þessum leiðbeiningum, og fæ þetta ekki til að keyra samt. Búinn að reyna 2var, og kannski er hver tilraun að skemma fyrir hvor annari.