IPv6

Skjámynd

Höfundur
natti
Tölvutryllir
Póstar: 663
Skráði sig: Fös 10. Jan 2003 09:59
Reputation: 61
Staðsetning: 107
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

IPv6

Pósturaf natti » Mið 11. Maí 2011 10:41

Má vera að þetta sé langsótt, en svona í tilefni þess að það er innan við mánuður í IPv6 World Day (http://isoc.org/wp/worldipv6day/)

En mig langaði eiginlega bara til að forvitnast, og beint til þeirra sem að vinna í "tölvubransanum"...

Hvort að þið séuð e-ð byrjaðir að spá í, eða nota IPv6?

Og svo svona bónusspurning fyrir Depil.
Tók eftir að "2a00:5000::/32" er skráð á Hestaleit/Hringdu.
Er Hringdu að bjóða upp á IPv6 úthlutun til sinna viðskiptavina, og er það virkt í dag (eru notendur að fá úthlutað v6?)


Mkay.

Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: IPv6

Pósturaf dori » Mið 11. Maí 2011 11:34

Við hérna í vinnunni IPv6 væddum netþjóna sem við vorum með erlendis þar sem IPv6 tölur eru í boði. Núna ef ég myndi reyna að tengjast IPv6 only host myndi mér þá vera routað í gegnum IPv6 tunnel til Hollands eða eitthvað. Ég setti þetta ekki upp sjálfur en rámar í að þetta sé sirka svona.

Við erum hjá Vodafone og þeir bjóða skilst mér ekki upp á IPv6 ennþá en á að gerast á árinu.

Annars þá er ég sammála, það væri gaman að vita hvað Hringdu ætlar að gera fyrir viðskiptavini sína í þessu :D



Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1573
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 254
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: IPv6

Pósturaf depill » Fim 12. Maí 2011 11:03

Margþætt. Ég er mjög spenntur fyrir IPv6 og við erum að vinna í því þessa vikuna að IPv6 væða skrifstofuna okkar og við munum IPv6 væða netþjónana okkar fyrir IPv6 daginn ( þar á meðal vaktin.is ) ennfremur erum við að bjóða öllum fyrirtækjakúnnum Hringdu IPv6 í dag ( hvort sem það er IP Transit eða bara á okkar netum ).

Við erum að peera í dag við einn stærsta IPv6 operatorinn og ja þann helsta sem við hefur verið að pusha IPv6 undan farin ár Hurricane Electric og erum í ferli að bæta öðrum við líka. Og erum að peera við alla hér á landi sem vilja gera það á IPv6 líka.

Við erum svo mjög spenntir fyrir því að bjóða uppá IPv6 á ADSLi, en við rekum ekki okkar eigið dreifikerfi fyrir kopartengingar og ég get ekki sagt að það sé í kortunum hjá okkur að gera það og svona satt að segja hefur verið takmarkaður vilji til þess hjá Símanum og Vodafone þótt ívið meiri hjá Vodafone að mér finnst. En Gagnaveita Reykjavíkur eru mjög spenntir að fara í IPv6 væðingu og það erum við líka og aldrei að vita nema við getum náð saman í IPv6 væðingu á GR netinu.

En eins og er þá er hugsunin hjá okkur að bjóða fyrirtækjum IPv6 í dual-stack lausnum, ásamt því að jafnvel setja upp Íslenskt tunneling service rétt á meðan við getum ekki veitt þetta niðrá dreifikerfin. Hins vegar vonandi getum við fengið allaavega til að byrja með eitt af dreifikerfunum til að vinna með okkur til þess að geta boðið uppá IPv6 til heimila, við erum allavega sífellt að þrýsta á það.

Ef það séu einhver fyrirtæki sem langar í IPv6 lausnir meiga þau alveg hafa samband, IPv6 only samband frá okkur gengur basicly út á að við rukkum fyrirtækið fyrir physical tenginguna ( ljós, eða SHDSL.biz ) og svo ekkert meira. Augljóslega hægt að fá hana dual-stacked IPv4 og við seljum það gagnamagn mjög ódýrt en magnmælum ekki IPv6 og gerum samning að gera það ekki næstu 3 árin ( ekki samt bindisamningur fyrir aðilann sem tekur tengingu hjá okkur ), þannig viljum við gera okkar í því að pusha IPv6.



Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2012
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: IPv6

Pósturaf tdog » Fim 12. Maí 2011 12:32

Eru dreifikerfi þjónustuaðillanna tilbúin fyrir IPv6, er búnaðurinn reddí í þetta?



Skjámynd

Höfundur
natti
Tölvutryllir
Póstar: 663
Skráði sig: Fös 10. Jan 2003 09:59
Reputation: 61
Staðsetning: 107
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: IPv6

Pósturaf natti » Fös 13. Maí 2011 15:42

Flott að vita að Hringdu hugsar amk aðeins fram í tímann :)

Depill skrifaði:takmarkaður vilji til þess hjá Símanum og Vodafone þótt ívið meiri hjá Vodafone að mér finnst.

Áhugavert.
Vissi ekki að það væri "meiri" áhugi hjá Voda. Hef skynjað það þannig að báðir aðilar vilja horfa framhjá IPv6 eins lengi og mögulegt er.
(Bæði Síminn og Vodafone geta tengt fyrirtæki via IPv6, en það er samt ekki hluti af þjónustuframboði þeirra og því eina leiðin að fá IPv6 tengingu er að þekkja "rétta" menn innan fyrirtækjanna, og þá er kannski hægt að fá tengingu fyrir prufanir.)


Depill skrifaði:En eins og er þá er hugsunin hjá okkur að bjóða fyrirtækjum IPv6 í dual-stack lausnum, ásamt því að jafnvel setja upp Íslenskt tunneling service rétt á meðan við getum ekki veitt þetta niðrá dreifikerfin

Frábært.
Væri inn í myndinni að bjóða upp á tunnel-service fyrir aðra en ykkar viðskiptavini? Eða s.s. bjóða upp á v6 þó að menn séu ekki með internet hjá ykkur? (hvort sem það er paid eða free)

tdog skrifaði:Eru dreifikerfi þjónustuaðillanna tilbúin fyrir IPv6, er búnaðurinn reddí í þetta?

Fyrir fyrirtækjatengingar, já.
Enda eru sum fyrirtæki þegar með IPv6 tengingu við bæði Voda og Símann.
Get ekki commentað á þar sem heimatengingar koma inn.
Endabúnaður fyrir heimanotendur, not so much, mestmegnis. En það fer vonandi að breytast.

Edit/hlutleysiskrafan: Rétt að taka það fram að ég vinn hjá dótturfyrirtæki Símans, en mín skrif hérna endurspegla ekki skoðanir/stefnu/trú/whatever vinnuveitanda míns.


Mkay.

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16547
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2129
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: IPv6

Pósturaf GuðjónR » Fös 13. Maí 2011 16:28

depill skrifaði:Margþætt. Ég er mjög spenntur fyrir IPv6 og við erum að vinna í því þessa vikuna að IPv6 væða skrifstofuna okkar og við munum IPv6 væða netþjónana okkar fyrir IPv6 daginn ( þar á meðal vaktin.is )
:happy :happy =D> =D> \:D/ \:D/
Glæsilegt!!

uhm...er ekki hægt að fá IPv8 eða IPv12 hjá ykkur? v6 er eitthvað svo máttlaust...
En hvað er þetta annars? IPtöluflakk? like kennitöluflakk?

Er maður eitthvað að græða á þessu? Er þetta ekki bara flóknari IP tala að muna?



Skjámynd

Tiger
Besserwisser
Póstar: 3849
Skráði sig: Sun 16. Mar 2003 13:22
Reputation: 265
Staða: Ótengdur

Re: IPv6

Pósturaf Tiger » Fös 13. Maí 2011 16:39

Er ekki málið að ip4 tölunar eru allar að klárast.... las það einhverstaðar að með sama framhaldi yrðu þær búnar 2012 og þá væri allt í steik.



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16547
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2129
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: IPv6

Pósturaf GuðjónR » Fös 13. Maí 2011 17:06

Snuddi skrifaði:Er ekki málið að ip4 tölunar eru allar að klárast.... las það einhverstaðar að með sama framhaldi yrðu þær búnar 2012 og þá væri allt í steik.

Jú það er það sem maður hefur heyrt, en ef maður er með sína föstu IP tölu þarf maður eitthvað að hafa áhyggjur ?
Eru þetta ekki aðalega kínverjar og indverjar sem eru í vandræðum?



Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1573
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 254
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: IPv6

Pósturaf depill » Fös 13. Maí 2011 17:30

Hugmyndin með tunneling service er að setja upp frítt tunnelling service á Íslandi fyrir alla hvort sem þeir eru í viðskiptum við okkur eða aðra. Við munum samt líklegast ekki ganga jafnlangt og Hurricane Electric gerir og bjóða uppá BGP yfir tunnelinn, enn við viljum endilega pusha IPv6 menningu á Íslandi.

Tunneling services myndi svo vera veitt allavega frítt, þangað til að IPv6 verður mainstream. Aldrei að vita nema við munum bara nota IPv6 daginn til að launcha því :P En við erum að prófa þetta aðeins í dag.

@GuðjónR: IPv4 og IPv6 eru ekki backwards compatabile, þótt það séu til einhverjar lausnir sem "eiga" að geta brúað einhvern part af þessu, ásamt því að hætta með NAT mun eflaust leysa mörg vandamál ( kannski bæta við einhverjum ).

Bráðlega munum við örugglega öll vera að minnsta kosti dual-stacked og sumir IPv6 only. Búnaðurinn frá framleiðanda okkar eru sum part IPv6 virkur og búið að lofa okkur uppfærslum á honum á næstunni fyrir IPv6 í rangeinu sem við erum að nota.



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16547
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2129
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: IPv6

Pósturaf GuðjónR » Fös 13. Maí 2011 21:39

depill og natti, ég ætla að þykjast skilja ykkur þó þið séuð að tala eitthvað tungumál sem ég kannast ekkert við :megasmile
allaveganna...spennandi hlutir framundan =D>



Skjámynd

Höfundur
natti
Tölvutryllir
Póstar: 663
Skráði sig: Fös 10. Jan 2003 09:59
Reputation: 61
Staðsetning: 107
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: IPv6

Pósturaf natti » Mið 08. Jún 2011 08:33

depill skrifaði:Ég er mjög spenntur fyrir IPv6 og við erum að vinna í því þessa vikuna að IPv6 væða skrifstofuna okkar og við munum IPv6 væða netþjónana okkar fyrir IPv6 daginn ( þar á meðal vaktin.is ) ennfremur erum við að bjóða öllum fyrirtækjakúnnum Hringdu IPv6 í dag ( hvort sem það er IP Transit eða bara á okkar netum ).


Hættuð þið við að taka þátt í IPv6 World Day?


Mkay.