Síminn / Skjárinn í ruglinu, svo sem ekkert nýtt.
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 16490
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2105
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Tengdur
Síminn / Skjárinn í ruglinu, svo sem ekkert nýtt.
Í haust þá sagði ég upp 3x GSM sem ég var búinn að vera með hjá Símanum síðustu 14 árin eða svo og núna í vor sagði ég síðan upp ADSL og heimasímanum.
Fór með GSM yfir til NOVA og ADSL/Heimasíma til hringdu.is ... nema! ég hélt áfram að kaupa TV hjá þeim, er með það sem þeir auglýsa "Allt" á 5.500.- sem er í raun 5.560. með svokölluðu færslugjaldi.
Nema...ég veit ekki hvort það var tilviljun eða hvað, en þegar ég fór yfir til Hringdu þá byrjaði Síminn að rukka tæpar 500kr á mánuði fyrir þennan líka nauðaómerkilega myndlykil sem ég er með og er nauðsynlegur til að taka á móti sjónvarpinu, já og auðvitað þarf að borga annað færslugjald fyrir hann, allstaðar kroppað.
Þetta hafði verið innifalið í verði hingað til. Raungjaldið fyrir sjónvarpið er því 6.055.- kr en ekki 5.500.- eins og auglýst er.
Er Símanum virkilega umhugað að missa viðskiptavini?? Ég er allaveganna búinn að fá upp í kok.
Núna fer maður bara að skoða gervihnattadiska, þessar rásir sem maður er að kaupa eru hvort sem er flestar ókeypis.
Fór með GSM yfir til NOVA og ADSL/Heimasíma til hringdu.is ... nema! ég hélt áfram að kaupa TV hjá þeim, er með það sem þeir auglýsa "Allt" á 5.500.- sem er í raun 5.560. með svokölluðu færslugjaldi.
Nema...ég veit ekki hvort það var tilviljun eða hvað, en þegar ég fór yfir til Hringdu þá byrjaði Síminn að rukka tæpar 500kr á mánuði fyrir þennan líka nauðaómerkilega myndlykil sem ég er með og er nauðsynlegur til að taka á móti sjónvarpinu, já og auðvitað þarf að borga annað færslugjald fyrir hann, allstaðar kroppað.
Þetta hafði verið innifalið í verði hingað til. Raungjaldið fyrir sjónvarpið er því 6.055.- kr en ekki 5.500.- eins og auglýst er.
Er Símanum virkilega umhugað að missa viðskiptavini?? Ég er allaveganna búinn að fá upp í kok.
Núna fer maður bara að skoða gervihnattadiska, þessar rásir sem maður er að kaupa eru hvort sem er flestar ókeypis.
- Viðhengi
-
- Screen shot 2011-05-09 at 20.29.16.png (37.09 KiB) Skoðað 1927 sinnum
-
- Screen shot 2011-05-09 at 20.27.35.png (43.5 KiB) Skoðað 1928 sinnum
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1899
- Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 10:15
- Reputation: 63
- Staðsetning: Reykjanesbær
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Síminn / Skjárinn í ruglinu, svo sem ekkert nýtt.
Ég væri löngu farinn í gervihnattadisk ef ég gæti það. Þessar HD rásir sem eru í boði eru geðveikar, sérstaklega Sky pakkinn.
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 16490
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2105
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Tengdur
Re: Síminn / Skjárinn í ruglinu, svo sem ekkert nýtt.
emmi skrifaði:Ég væri löngu farinn í gervihnattadisk ef ég gæti það. Þessar HD rásir sem eru í boði eru geðveikar, sérstaklega Sky pakkinn.
Það eru hæg heimatökin hjá mér, bý í húsi og það er smámál að festa disk á vegginn.
Ég þarf að skoða þetta vel, áður en maður veit af verður síminn/skjárinn farnir að rukka 10k á mán fyrir þetta crap þeirra.
-
- Stjórnandi
- Póstar: 1565
- Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
- Reputation: 242
- Staðsetning: Reykjavík, Iceland
- Staða: Ótengdur
Re: Síminn / Skjárinn í ruglinu, svo sem ekkert nýtt.
GuðjónR skrifaði:Nema...ég veit ekki hvort það var tilviljun eða hvað, en þegar ég fór yfir til Hringdu þá byrjaði Síminn að rukka tæpar 500kr á mánuði fyrir þennan líka nauðaómerkilega myndlykil sem ég er með og er nauðsynlegur til að taka á móti sjónvarpinu, já og auðvitað þarf að borga annað færslugjald fyrir hann, allstaðar kroppað.
Vill bara taka fram að þetta er ekki vegna Hringdu - Málið er að á akkurat sama tíma en ekki með samráði ákváðu tveir aðilarnir á markaðinum Síminn og Vodafone að byrja rukka grunngjaldið fyrir myndlykla jafnvel þótt að fólk sé með áskrift. Er hvort sem er ekki nema 500 - 600 kr þannig að fólk sem er þegar með áskrift tekur væntanlega ekkert eftir því....
Allavega ég sendi Guðjóni PM þar sem ég mælti með annað hvort dýru lausninni að vera með SkyHD eins og ég í gegnum http://skyeurocard.com/ - þeir voru vængefið snöggir að senda mér kortið.
Eða Dreambox og Card sharing eins og http://www.bestcardshare.com/
-
- Stjórnandi
- Póstar: 1565
- Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
- Reputation: 242
- Staðsetning: Reykjavík, Iceland
- Staða: Ótengdur
Re: Síminn / Skjárinn í ruglinu, svo sem ekkert nýtt.
Svo vegna þess að það hentar mér þá nottulega hækkar Síminn reglulega verðskránna sína
Verðskrá breyting 1. Febrúar 2011
Verðskrá breyting 1. Júní 2011
Og já hækka þetta grunngjald hjá þér
Verðskrá breyting 1. Febrúar 2011
Verðskrá breyting 1. Júní 2011
Og já hækka þetta grunngjald hjá þér
-
- Vaktin er ávanabindandi
- Póstar: 1623
- Skráði sig: Mið 24. Mar 2010 20:34
- Reputation: 20
- Staðsetning: Akureyri
- Staða: Ótengdur
Re: Síminn / Skjárinn í ruglinu, svo sem ekkert nýtt.
Ég er með TV og net hjá símanum, og var að fá reikning uppá 20.000kr sem bara passar ekki.
Þá kom í ljós að þeir eru að rukka mig fyrir Skjá 1 og læti, dót sem ég hef aldrei haft neinn aðgang að né beðið um.
Er enþá að bíða eftir svari frá þeim.
Þá kom í ljós að þeir eru að rukka mig fyrir Skjá 1 og læti, dót sem ég hef aldrei haft neinn aðgang að né beðið um.
Er enþá að bíða eftir svari frá þeim.
Lenovo Legion Y540 - intel Core i7 9750H HexaCore @3.6Ghz - 16GB DDR4 - Nvidia RTX 2060 - 512MB M.2 + 2TB HDD
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 16490
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2105
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Tengdur
Re: Síminn / Skjárinn í ruglinu, svo sem ekkert nýtt.
depill skrifaði: Málið er að á akkurat sama tíma en ekki með samráði ákváðu tveir aðilarnir á markaðinum Síminn og Vodafone að byrja rukka grunngjaldið fyrir myndlykla jafnvel þótt að fólk sé með áskrift.
Er ekki bara málið að láta Samkeppnisstofnun skoða þetta?
Ef þetta eru allt saman tilviljanir hjá þessum tveimur sem eru ráðandi á markaði þá kemur það bara í ljós.
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 399
- Skráði sig: Lau 11. Mar 2006 13:02
- Reputation: 16
- Staða: Ótengdur
Re: Síminn / Skjárinn í ruglinu, svo sem ekkert nýtt.
Bara svona af því maður hefur svo gaman að svekkja sig á hvað maður er tekinn illilega í kakóið hérna á íslandi.
Ákvað að skoða aðeins hvað ég fyndi iptv box á. Þar sem ég fann ekkert Sagem dót eins og síminn er að nota ákvað ég að finna Amino eins og vodafone er með. Vissi ekki hvaða týpa þetta er þannig að ég tók temmilega góðan Amino Aminet 130 sem er með mpeg2 og 4 support, hdmi og allt það goodie (sem mig minnir að vodafone dótið sé ekki með).
kostar 135$ á ebay http://compare.ebay.com/like/2905047297 ... s&var=sbar
sem mundi vera 15.414 kr samkvæmt gjaldmiðils breytinum á vísir. Þar sem ég nennti ekki að pæla mikið í þessu þá setti ég 24.5% vask á þetta = 19.190 kr
Tökum þessar 19.190 kr og deilum með þessum 490 krónum sem síminn ætlar að fara rukka fyrir heiðurinn að hafa "lánaðan" búnað frá þeim. Niðurstaðan er 39 mánuðir sem tekur að borga hann alveg.
Man einhver eftir að mánaðarverð á áskriftarpökkum hjá þeim hafi lækkað í verði þegar þeir fóru að rukka fyrir búnaðinn? Ef ekki þá er spurning hvort maður sé að borga hann tvöfalt hraðar niður.
Ákvað að skoða aðeins hvað ég fyndi iptv box á. Þar sem ég fann ekkert Sagem dót eins og síminn er að nota ákvað ég að finna Amino eins og vodafone er með. Vissi ekki hvaða týpa þetta er þannig að ég tók temmilega góðan Amino Aminet 130 sem er með mpeg2 og 4 support, hdmi og allt það goodie (sem mig minnir að vodafone dótið sé ekki með).
kostar 135$ á ebay http://compare.ebay.com/like/2905047297 ... s&var=sbar
sem mundi vera 15.414 kr samkvæmt gjaldmiðils breytinum á vísir. Þar sem ég nennti ekki að pæla mikið í þessu þá setti ég 24.5% vask á þetta = 19.190 kr
Tökum þessar 19.190 kr og deilum með þessum 490 krónum sem síminn ætlar að fara rukka fyrir heiðurinn að hafa "lánaðan" búnað frá þeim. Niðurstaðan er 39 mánuðir sem tekur að borga hann alveg.
Man einhver eftir að mánaðarverð á áskriftarpökkum hjá þeim hafi lækkað í verði þegar þeir fóru að rukka fyrir búnaðinn? Ef ekki þá er spurning hvort maður sé að borga hann tvöfalt hraðar niður.
-
- Stjórnandi
- Póstar: 1565
- Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
- Reputation: 242
- Staðsetning: Reykjavík, Iceland
- Staða: Ótengdur
Re: Síminn / Skjárinn í ruglinu, svo sem ekkert nýtt.
GuðjónR skrifaði:depill skrifaði: Málið er að á akkurat sama tíma en ekki með samráði ákváðu tveir aðilarnir á markaðinum Síminn og Vodafone að byrja rukka grunngjaldið fyrir myndlykla jafnvel þótt að fólk sé með áskrift.
Er ekki bara málið að láta Samkeppnisstofnun skoða þetta?
Ef þetta eru allt saman tilviljanir hjá þessum tveimur sem eru ráðandi á markaði þá kemur það bara í ljós.
Hér er ágæt grein um Íslenska fjarskiptamarkaðinn þá og í dag.... Reyndar skal taka fram að mér finnst NOVA hafa gert ýmislegt skemmtilegt á markaðinum síðan þá...
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1725
- Skráði sig: Sun 12. Sep 2004 16:02
- Reputation: 20
- Staða: Ótengdur
Re: Síminn / Skjárinn í ruglinu, svo sem ekkert nýtt.
Hvað kostar gervihnattapakki í heildina um það bil?
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 399
- Skráði sig: Lau 11. Mar 2006 13:02
- Reputation: 16
- Staða: Ótengdur
Re: Síminn / Skjárinn í ruglinu, svo sem ekkert nýtt.
Þótt Nova hafi kannski gert gott hef ég ekki góða reynslu af þeim. Ætlaði að vera svo sniðugur og spara mér 5 þúsund krónur með því að kaupa gsm síma hjá þeim. Kom á kassann og sagði hvaða síma ég ætlaði að kaupa og fékk spurninguna "Ertu í viðskiptum við okkur?" sem ég svaraði einfaldlega nei.
Síðan kemur fyndni hlutinn, þá fékk ég spurninguna "hefuru athugað að færa viðskipti þín yfir til okkar?" sem er svosem sakleysisleg spurning en ég gat ekki svarað öðruvísi en að ég viti bara um 2 aðilla sem ég hringi í reglulega þannig að það mundi enganvegin borga sig fyrir mig.
Næsta sem kom var reikningurinn sem hljóðaði uppá verðið + 5000 kr þar sem ég var ekki í viðskiptum við þá og gaurinn búinn að strauja kortið.
Fór heim og hugsaði aðeins málið og ákvað að fara og skila honum þar sem ég fékk hann ekki á verðinu sem þeir auglýsa (bæði í búðunum og á netinu) og á engum stað hægt að sjá að síminn væri á hærra verði.
Þetta er hlutur sem ég er mikið að pæla að fara með lengra (þótt ég hafi að lokum fengið hann endurgreiddan 2 dögum síðar). Þetta er ekki bara ósiðlegt heldur einfaldlega ólöglegt að rukka meira en auglýst verð (allavegana án þess að láta viðskiptavinin vita af því áður en kortið er straujað).
Svona til að taka það fram þá "bauðst" sá sem tók á móti þessum óánægða viðskiptavin sem vildi skila símanum til þess að færa gsm númerið mitt til þeirra og borga mér tilbaka þessar 5000 krónur en mér fannst það bara of seint og allt of lítið.
Síðan kemur fyndni hlutinn, þá fékk ég spurninguna "hefuru athugað að færa viðskipti þín yfir til okkar?" sem er svosem sakleysisleg spurning en ég gat ekki svarað öðruvísi en að ég viti bara um 2 aðilla sem ég hringi í reglulega þannig að það mundi enganvegin borga sig fyrir mig.
Næsta sem kom var reikningurinn sem hljóðaði uppá verðið + 5000 kr þar sem ég var ekki í viðskiptum við þá og gaurinn búinn að strauja kortið.
Fór heim og hugsaði aðeins málið og ákvað að fara og skila honum þar sem ég fékk hann ekki á verðinu sem þeir auglýsa (bæði í búðunum og á netinu) og á engum stað hægt að sjá að síminn væri á hærra verði.
Þetta er hlutur sem ég er mikið að pæla að fara með lengra (þótt ég hafi að lokum fengið hann endurgreiddan 2 dögum síðar). Þetta er ekki bara ósiðlegt heldur einfaldlega ólöglegt að rukka meira en auglýst verð (allavegana án þess að láta viðskiptavinin vita af því áður en kortið er straujað).
Svona til að taka það fram þá "bauðst" sá sem tók á móti þessum óánægða viðskiptavin sem vildi skila símanum til þess að færa gsm númerið mitt til þeirra og borga mér tilbaka þessar 5000 krónur en mér fannst það bara of seint og allt of lítið.
Síðast breytt af Cikster á Þri 10. Maí 2011 00:04, breytt samtals 1 sinni.
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 16490
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2105
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Tengdur
Re: Síminn / Skjárinn í ruglinu, svo sem ekkert nýtt.
depill skrifaði:Hér er ágæt grein um Íslenska fjarskiptamarkaðinn þá og í dag.... Reyndar skal taka fram að mér finnst NOVA hafa gert ýmislegt skemmtilegt á markaðinum síðan þá...
Hvar er greinin?
Cikster skrifaði:Þótt Nova hafi kannski gert gott hef ég ekki góða reynslu af þeim. Ætlaði að vera svo sniðugur og spara mér 5 þúsund krónur með því að kaupa gsm síma hjá þeim. Kom á kassann og sagði hvaða síma ég ætlaði að kaupa og fékk spurninguna "Ertu í viðskiptum við okkur?" sem ég svaraði einfaldlega nei.
Síðan kemur fyndni hlutinn, þá fékk ég spurninguna "hefuru athugað að færa viðskipti þín yfir til okkar?" sem er svosem sakleysisleg spurning en ég gat ekki svarað öðruvísi en að ég viti bara um 2 aðilla sem ég hringi í reglulega þannig að það mundi enganvegin borga sig fyrir mig.
Næsta sem kom var reikningurinn sem hljóðaði uppá verðið + 5000 kr þar sem ég var ekki í viðskiptum við þá og gaurinn búinn að strauja kortið.
Fór heim og hugsaði aðeins málið og ákvað að fara og skila honum þar sem ég fékk hann ekki á verðinu sem þeir auglýsa (bæði í búðunum og á netinu) og á engum stað hægt að sjá að síminn væri á hærra verði.
Þetta er hlutur sem ég er mikið að pæla að fara með lengra (þótt ég hafi að lokum fengið hann endurgreiddan 2 dögum síðar). Þetta er ekki bara ósiðlegt heldur einfaldlega ólöglegt að rukka meira en auglýst verð (allavegana án þess að láta viðskiptavinin vita af því áður en kortið er straujað).
Ég hefði neitað að skrifa undir færsluna...
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 399
- Skráði sig: Lau 11. Mar 2006 13:02
- Reputation: 16
- Staða: Ótengdur
Re: Síminn / Skjárinn í ruglinu, svo sem ekkert nýtt.
GuðjónR skrifaði:depill skrifaði:Hér er ágæt grein um Íslenska fjarskiptamarkaðinn þá og í dag.... Reyndar skal taka fram að mér finnst NOVA hafa gert ýmislegt skemmtilegt á markaðinum síðan þá...
Hvar er greinin?Cikster skrifaði:Þótt Nova hafi kannski gert gott hef ég ekki góða reynslu af þeim. Ætlaði að vera svo sniðugur og spara mér 5 þúsund krónur með því að kaupa gsm síma hjá þeim. Kom á kassann og sagði hvaða síma ég ætlaði að kaupa og fékk spurninguna "Ertu í viðskiptum við okkur?" sem ég svaraði einfaldlega nei.
Síðan kemur fyndni hlutinn, þá fékk ég spurninguna "hefuru athugað að færa viðskipti þín yfir til okkar?" sem er svosem sakleysisleg spurning en ég gat ekki svarað öðruvísi en að ég viti bara um 2 aðilla sem ég hringi í reglulega þannig að það mundi enganvegin borga sig fyrir mig.
Næsta sem kom var reikningurinn sem hljóðaði uppá verðið + 5000 kr þar sem ég var ekki í viðskiptum við þá og gaurinn búinn að strauja kortið.
Fór heim og hugsaði aðeins málið og ákvað að fara og skila honum þar sem ég fékk hann ekki á verðinu sem þeir auglýsa (bæði í búðunum og á netinu) og á engum stað hægt að sjá að síminn væri á hærra verði.
Þetta er hlutur sem ég er mikið að pæla að fara með lengra (þótt ég hafi að lokum fengið hann endurgreiddan 2 dögum síðar). Þetta er ekki bara ósiðlegt heldur einfaldlega ólöglegt að rukka meira en auglýst verð (allavegana án þess að láta viðskiptavinin vita af því áður en kortið er straujað).
Svona til að taka það fram þá "bauðst" sá sem tók á móti þessum óánægða viðskiptavin sem vildi skila símanum til þess að færa gsm númerið mitt til þeirra og borga mér tilbaka þessar 5000 krónur en mér fannst það bara of seint og allt of lítið.
Ég hefði neitað að skrifa undir færsluna...
Ég ákvað að athuga hvað þeir væru tilbúnir að gera fyrir mig þar sem þetta voru heljarinar mistök hjá starfsmanni þeirra. Eina sem hann bauð var það sem þessi starfsmaður hefði átt að gera til að byrja með.
-
- Stjórnandi
- Póstar: 1565
- Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
- Reputation: 242
- Staðsetning: Reykjavík, Iceland
- Staða: Ótengdur
Re: Síminn / Skjárinn í ruglinu, svo sem ekkert nýtt.
GuðjónR skrifaði:depill skrifaði:Hér er ágæt grein um Íslenska fjarskiptamarkaðinn þá og í dag.... Reyndar skal taka fram að mér finnst NOVA hafa gert ýmislegt skemmtilegt á markaðinum síðan þá...
Hvar er greinin?
úbbs
http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3652946
Re: Síminn / Skjárinn í ruglinu, svo sem ekkert nýtt.
Ágæt grein og ekki ágæt grein.
Verður seint sagt að hún sé skrifuð af hlutlausum manni. Þetta er bara skoðun eins manns sem er í stjórn samkeppnisaðila Vodafone.
Svo finnst mér hæpið að Vodafone vilji virkilega duopoly. Þeir kaupa aðgang að 3G kerfi Nova og selja net í heildsölu til Tal. Bæði hlutir sem ég hefði haldið að henti þeim vel
Verður seint sagt að hún sé skrifuð af hlutlausum manni. Þetta er bara skoðun eins manns sem er í stjórn samkeppnisaðila Vodafone.
Svo finnst mér hæpið að Vodafone vilji virkilega duopoly. Þeir kaupa aðgang að 3G kerfi Nova og selja net í heildsölu til Tal. Bæði hlutir sem ég hefði haldið að henti þeim vel
-
- Stjórnandi
- Póstar: 1565
- Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
- Reputation: 242
- Staðsetning: Reykjavík, Iceland
- Staða: Ótengdur
Re: Síminn / Skjárinn í ruglinu, svo sem ekkert nýtt.
wicket skrifaði:Ágæt grein og ekki ágæt grein.
Verður seint sagt að hún sé skrifuð af hlutlausum manni. Þetta er bara skoðun eins manns sem er í stjórn samkeppnisaðila Vodafone.
Svo finnst mér hæpið að Vodafone vilji virkilega duopoly. Þeir kaupa aðgang að 3G kerfi Nova og selja net í heildsölu til Tal. Bæði hlutir sem ég hefði haldið að henti þeim vel
Hmm þeir selja okkur ( og Síminn ) dreifikerfi í heildsölu. Og að mörgu leyti má segja að fjarskiptamarkaðurinn hafi batnað til betrunar, en í sjónvarpsdreifikerfum breyttist staðan úr einokun yfir í duopoly og ég veit ekki hvort að það sé eithvað gott um það að segja....
Þess vegna finnst mér þessi grein eiga ennþá við.
Re: Síminn / Skjárinn í ruglinu, svo sem ekkert nýtt.
Já taldi bara upp það sem kom fyrst upp í hugann.
Er einhver skilgreindur með markaðsráðandi stöðu þegar kemur að sjónvarpsdreifikerfum ? Eru örbylgjuloftnetin ekki enn ráðandi ? Er sjónvarpsdreifikerfi skilgreind sem grunnþjónustur eins og talsími,farsími og internet ?
Er ekki hægt að kaupa aðgang að IPTV kerfum félaganna í heildsölu eins og aðrar þjónustur ?
Sorry með spurningaflóðið, er að reyna að átta mig á þessu
Er einhver skilgreindur með markaðsráðandi stöðu þegar kemur að sjónvarpsdreifikerfum ? Eru örbylgjuloftnetin ekki enn ráðandi ? Er sjónvarpsdreifikerfi skilgreind sem grunnþjónustur eins og talsími,farsími og internet ?
Er ekki hægt að kaupa aðgang að IPTV kerfum félaganna í heildsölu eins og aðrar þjónustur ?
Sorry með spurningaflóðið, er að reyna að átta mig á þessu
depill skrifaði:wicket skrifaði:Ágæt grein og ekki ágæt grein.
Verður seint sagt að hún sé skrifuð af hlutlausum manni. Þetta er bara skoðun eins manns sem er í stjórn samkeppnisaðila Vodafone.
Svo finnst mér hæpið að Vodafone vilji virkilega duopoly. Þeir kaupa aðgang að 3G kerfi Nova og selja net í heildsölu til Tal. Bæði hlutir sem ég hefði haldið að henti þeim vel
Hmm þeir selja okkur ( og Síminn ) dreifikerfi í heildsölu. Og að mörgu leyti má segja að fjarskiptamarkaðurinn hafi batnað til betrunar, en í sjónvarpsdreifikerfum breyttist staðan úr einokun yfir í duopoly og ég veit ekki hvort að það sé eithvað gott um það að segja....
Þess vegna finnst mér þessi grein eiga ennþá við.
-
- Gúrú
- Póstar: 570
- Skráði sig: Þri 22. Apr 2008 20:00
- Reputation: 37
- Staða: Ótengdur
Re: Síminn / Skjárinn í ruglinu, svo sem ekkert nýtt.
Það eru ca 10 ár síðan ég skifti yfir í SKY. Hef aldrei séð eftir því, bara snilld. Mánaðaráskriftinn er ca 60-65pund með HD áskrift. Svo er ég að borga árgjald til íslenska söluaðilans míns sem er ca 100pund minnir mig. Startkostnaðurinn er aðaldæmið en ef menn kaupa td boxið á eBay.co.uk og flytja inn sjálfir þá er hægt að spara töluverðan pening.
Ég er á boxi númer 4 sem er HD box. HD rásirnar eru algjör rjómi svo í þokkabót eru þeir hjá SKY farnir að dunda sér við að senda útí 3D td fótboltan og fl. Aðalmálið er að maður þarf að setja upp disk og það eru ekki allir sem hafa séns á því sérstaklega þeir sem búa í blokk eða fjöleignarhúsum. Diskurinn þarf að vera minnst 1mtr til að ná góðu merki í öllum veðrum en það er hægt að ná merkinu á 40 cm disk en mæli ekki með því.
Það að þurfa að borga fleiri tugi þúsunda til að ná öllum rásunum hjá 365 er náttúrulega klikkun.
365 og fl hafa stundum verið að reyna að gera rassíur varðandi það að fólk sé að ná sér í erlenda áskrift en hafa ekki haft erendi sem erfiði. Þeir vilja halda því fram að fólk sé að "stela" áskriftinni en það er þvæla. Eini munurinn er sá að í staðin fyrir að rétthafar efnisins fái greitt frá 365 fá þeir greitt frá SKY og SKY er sama meðan þeir fá borgað.
Þannig að GuðjónR, ég mæli með því að þú sparkir sjónvarpi símans útúr þínu lífi og fáir þér SKY, ef þú getur verið með disk utaná húsinu þínu. Dálítið stór biti að kyngja þegar þú kemur þér upp búnaði en eftir það bara sæla.
Svo getur þú fengið þér FTA móttakara til að ná fréttum stöðvar2 í gegnum loftnet. Kosta venjulega ekki nema ca 10-15þús.
Ég er á boxi númer 4 sem er HD box. HD rásirnar eru algjör rjómi svo í þokkabót eru þeir hjá SKY farnir að dunda sér við að senda útí 3D td fótboltan og fl. Aðalmálið er að maður þarf að setja upp disk og það eru ekki allir sem hafa séns á því sérstaklega þeir sem búa í blokk eða fjöleignarhúsum. Diskurinn þarf að vera minnst 1mtr til að ná góðu merki í öllum veðrum en það er hægt að ná merkinu á 40 cm disk en mæli ekki með því.
Það að þurfa að borga fleiri tugi þúsunda til að ná öllum rásunum hjá 365 er náttúrulega klikkun.
365 og fl hafa stundum verið að reyna að gera rassíur varðandi það að fólk sé að ná sér í erlenda áskrift en hafa ekki haft erendi sem erfiði. Þeir vilja halda því fram að fólk sé að "stela" áskriftinni en það er þvæla. Eini munurinn er sá að í staðin fyrir að rétthafar efnisins fái greitt frá 365 fá þeir greitt frá SKY og SKY er sama meðan þeir fá borgað.
Þannig að GuðjónR, ég mæli með því að þú sparkir sjónvarpi símans útúr þínu lífi og fáir þér SKY, ef þú getur verið með disk utaná húsinu þínu. Dálítið stór biti að kyngja þegar þú kemur þér upp búnaði en eftir það bara sæla.
Svo getur þú fengið þér FTA móttakara til að ná fréttum stöðvar2 í gegnum loftnet. Kosta venjulega ekki nema ca 10-15þús.
-
- Besserwisser
- Póstar: 3835
- Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
- Reputation: 157
- Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
- Staða: Ótengdur
Re: Síminn / Skjárinn í ruglinu, svo sem ekkert nýtt.
roadwarrior skrifaði:Það eru ca 10 ár síðan ég skifti yfir í SKY. Hef aldrei séð eftir því, bara snilld. Mánaðaráskriftinn er ca 60-65pund með HD áskrift. Svo er ég að borga árgjald til íslenska söluaðilans míns sem er ca 100pund minnir mig. Startkostnaðurinn er aðaldæmið en ef menn kaupa td boxið á eBay.co.uk og flytja inn sjálfir þá er hægt að spara töluverðan pening.
Það að þurfa að borga fleiri tugi þúsunda til að ná öllum rásunum hjá 365 er náttúrulega klikkun.
365 og fl hafa stundum verið að reyna að gera rassíur varðandi það að fólk sé að ná sér í erlenda áskrift en hafa ekki haft erendi sem erfiði. Þeir vilja halda því fram að fólk sé að "stela" áskriftinni en það er þvæla. Eini munurinn er sá að í staðin fyrir að rétthafar efnisins fái greitt frá 365 fá þeir greitt frá SKY og SKY er sama meðan þeir fá borgað.
.
Án þess að vera að styðja við annan hvorn kostinn, þá eru 60*12+100 = 820 pund eða rúmlega 155 þúsund á ári. Stöð 2 + sportið er 180 þúsund á ári. Báðir kostir kosta tugi þúsunda á mánuði og vel rúmlega hundrað þúsund á ári. Held að þetta snúi meira að gæðum sjónvarpsefnisins, t.d. hvort maður vill hafa aðgang að íslenskri dagskrárgerð og barna efni með íslensku tali.
edit: Ég hef aldrei haft áskrit að neinu Stöð2 tengdu eða Sky, svo ég hef engann samanburð, bara sá þessa pundatölu og fannst þetta merkilega mikið yfir árið.
Re: Síminn / Skjárinn í ruglinu, svo sem ekkert nýtt.
roadwarrior skrifaði:365 og fl hafa stundum verið að reyna að gera rassíur varðandi það að fólk sé að ná sér í erlenda áskrift en hafa ekki haft erendi sem erfiði. Þeir vilja halda því fram að fólk sé að "stela" áskriftinni en það er þvæla. Eini munurinn er sá að í staðin fyrir að rétthafar efnisins fái greitt frá 365 fá þeir greitt frá SKY og SKY er sama meðan þeir fá borgað.
Það er nefnilega ekki þvæla.
Sjónvarpsstöðvar í heiminum kaupa þætti og kvikmyndir og í þeim kaupum fylgja ákveðin réttindi um dreifingu. Íslensku stöðvarnar kaupa dreifingarréttinn fyurir Ísland og þegar að t.d. Sky kaupir sama þátt er Ísland aldrei með í þeirra samningi. Þarna er því verið að brjóta á réttmætum dreifingaraðila efnisins sem borgar fyrir þann rétt að eiga dreifingarréttinn á þessu tiltekna svæði.
-
- Gúrú
- Póstar: 570
- Skráði sig: Þri 22. Apr 2008 20:00
- Reputation: 37
- Staða: Ótengdur
Re: Síminn / Skjárinn í ruglinu, svo sem ekkert nýtt.
wicket skrifaði:
Það er nefnilega ekki þvæla.
Sjónvarpsstöðvar í heiminum kaupa þætti og kvikmyndir og í þeim kaupum fylgja ákveðin réttindi um dreifingu. Íslensku stöðvarnar kaupa dreifingarréttinn fyurir Ísland og þegar að t.d. Sky kaupir sama þátt er Ísland aldrei með í þeirra samningi. Þarna er því verið að brjóta á réttmætum dreifingaraðila efnisins sem borgar fyrir þann rétt að eiga dreifingarréttinn á þessu tiltekna svæði.
Hehe SKY er nefnilega að lenda í svipuðu með sín kaup á dagskrárefni. Breskur kráareigandi var ósáttur við hvað það ætti að rukka fyrir breska fótboltan hjá Sky þannig að hún fór á stúfana og útvegaði sér gríska áskrift og borgaði miklu minna fyrir. Sky fór í hart og reyndi að stöðva þetta. Málið er núna fyrir dómstólum og kráraeigandin ber því við að evrópa sé sameignlegt markaðssvæði þannig að hún ætti að geta keyft áskrift hvar henni sýndist innan ESB.
http://www.telegraph.co.uk/sport/footba ... -deal.html
Daz skrifaði:Án þess að vera að styðja við annan hvorn kostinn, þá eru 60*12+100 = 820 pund eða rúmlega 155 þúsund á ári. Stöð 2 + sportið er 180 þúsund á ári. Báðir kostir kosta tugi þúsunda á mánuði og vel rúmlega hundrað þúsund á ári. Held að þetta snúi meira að gæðum sjónvarpsefnisins, t.d. hvort maður vill hafa aðgang að íslenskri dagskrárgerð og barna efni með íslensku tali.
edit: Ég hef aldrei haft áskrit að neinu Stöð2 tengdu eða Sky, svo ég hef engann samanburð, bara sá þessa pundatölu og fannst þetta merkilega mikið yfir árið.
Það passar þetta eru ca 155þús ári + stofnkostnaður en inní þessari tölu eru ca 150-300 rásir, náttúrulega misjafnar að gæðum. Í þessum pakka er líka SKY HD sem þýðir ca 25+ HD rásir og fer fjölgandi og möguleikinn á að taka upp. Ef maður ætti að gera einhvern samanburð sérstaklega í fjölda rása þá yrði maður að taka allt sem er í boði á 365 og þá verður sá pakki um 25þús til að byrja með og lækkar svo eitthvað eftir ákveðin tíma. Ég veit svo ekki um annan kostnað td ef maður tæki HD myndlykil hjá 365 með upptökumöguleika hvað það myndi kosta og svo annar kostnaður td til símafyrirtækjana. Íslenskt efni myndi ég seigja að maður sakni ekkert voðalega mikið.
-
- Gúrú
- Póstar: 570
- Skráði sig: Þri 22. Apr 2008 20:00
- Reputation: 37
- Staða: Ótengdur
Re: Síminn / Skjárinn í ruglinu, svo sem ekkert nýtt.
Svo ég haldi samanburðinum áfram milli SKY og 365 en noti öðruvísi samlíkingar.
Þú kemur inná veitingastað þar sem er í boði réttur hússins á x verði. Inní þeim rétti er aðalréttur + sérstakt meðlæti sem er bara í boði með þeim rétti. Þú þarft reyndar að borga þjónustu gjald (tips) til þjónana til að þeir sinntu þér
Líka er í boði hlaðborð á dálítið lægra verði en sérstaka meðlætið er ekki í boði með því en aðalréttrurinn er líka á hlaðborðinu. Þú þarft reyndar að hafa svolítið fyrir því að nálgast hlaðborðið, það væri öðru herbergi, þú þyrftir að borga aðgangsgjald og þú yrðir að kaupa borðföngin (disk og hnífapör) sér eða koma með þau en þú gætir borðað eins og þú gætir í þig látið
Hvað myndu flestir versla? Sumir myndu kaupa rétt húsins því það er auðveldara en flestir myndu velja hlaðborðið ef þeir hefðu tök á því. Sérstaklega ef þjónarnir væru að koma reglulega eftir hvern aðalrétt og biðja um meira tips og jafnvel hækka það.
Þú kemur inná veitingastað þar sem er í boði réttur hússins á x verði. Inní þeim rétti er aðalréttur + sérstakt meðlæti sem er bara í boði með þeim rétti. Þú þarft reyndar að borga þjónustu gjald (tips) til þjónana til að þeir sinntu þér
Líka er í boði hlaðborð á dálítið lægra verði en sérstaka meðlætið er ekki í boði með því en aðalréttrurinn er líka á hlaðborðinu. Þú þarft reyndar að hafa svolítið fyrir því að nálgast hlaðborðið, það væri öðru herbergi, þú þyrftir að borga aðgangsgjald og þú yrðir að kaupa borðföngin (disk og hnífapör) sér eða koma með þau en þú gætir borðað eins og þú gætir í þig látið
Hvað myndu flestir versla? Sumir myndu kaupa rétt húsins því það er auðveldara en flestir myndu velja hlaðborðið ef þeir hefðu tök á því. Sérstaklega ef þjónarnir væru að koma reglulega eftir hvern aðalrétt og biðja um meira tips og jafnvel hækka það.
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 16490
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2105
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Tengdur
Re: Síminn / Skjárinn í ruglinu, svo sem ekkert nýtt.
Það mætti líka likja þessu við að fara á veitingarhús og panta sér rét fyrir 5500 kr. en fá reikning upp á 10000
5500 fyrir mat, 1000 fyrir afnot af borðbúnaði 1000 fyrir afnot af húsnæði 1000 fyrir þvott á borðbúnaði og 1500 kr í þjónustugjald varðandi aðföng, það þarf jú að panta þau og koma þeim á staðin með sendibíl.
Þú kaupir TV pakka sem kostar 5500
En þarft líka að borga 2000 kr fyrir heimasíma eða koparlínuleigu eins og þeir kalla það..
Síðan þarftu ADSL .... kostar frá 2000 kr
Og síðan þarftu ADSL módem...500 kr
Og svo það nýjasta borga fyrir myndlykil 500 kr
Þannig að þú þarft búnað og þjónustu fyrir 10-11 þúsund á mánuði til að geta horft á stöðvarnar.
5500 fyrir mat, 1000 fyrir afnot af borðbúnaði 1000 fyrir afnot af húsnæði 1000 fyrir þvott á borðbúnaði og 1500 kr í þjónustugjald varðandi aðföng, það þarf jú að panta þau og koma þeim á staðin með sendibíl.
Þú kaupir TV pakka sem kostar 5500
En þarft líka að borga 2000 kr fyrir heimasíma eða koparlínuleigu eins og þeir kalla það..
Síðan þarftu ADSL .... kostar frá 2000 kr
Og síðan þarftu ADSL módem...500 kr
Og svo það nýjasta borga fyrir myndlykil 500 kr
Þannig að þú þarft búnað og þjónustu fyrir 10-11 þúsund á mánuði til að geta horft á stöðvarnar.