Toshiba U400 - vandræði við uppsetningu

Skjámynd

Höfundur
Hargo
</Snillingur>
Póstar: 1069
Skráði sig: Mið 13. Ágú 2008 02:18
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Toshiba U400 - vandræði við uppsetningu

Pósturaf Hargo » Sun 01. Maí 2011 13:38

Er með Toshiba Satellite U400 fartölvu sem er að hegða sér leiðinlega.

Er að reyna að setja hana upp aftur með Windows 7. Hún klárar alltaf fyrsta uppsetningarferlið, restartar sér eftir það eins og hún á að gera en svo þegar hún loadar upp Windowsinu til að klára uppsetninguna þá fæ ég bluescreen (0x00000116).

Fyrst grunaði mig geisladrifið þar sem það voru furðuleg hljóð í því. Ég gerði bootable USB lykil og setti Windows á hann. Það gerist nákvæmlega það sama í uppsetningarferlinu á honum líka, bluescreen.

Ég prófaði diskinn með tveimur mismunandi tólum (Vivard og IBM Drive Fitness Test), hann virðist i lagi. prófaði einnig minnið með Memtest, það er í lagi.

Ég setti bootable Ubuntu á USB lykil og reyndi að keyra vélina upp á því. Ég fæ upp loading Ubuntu merkið en svo verður skjárinn svartur eftir það. Ætli þetta sé eitthvað tengt móðurborðinu/skjákortinu í vélinni? Einhverjar hugmyndir?

Hér er screenshot af Speccy um vélina, þetta er frá fyrri eiganda sem var með Windows 7 Starter á henni.



Skjámynd

Höfundur
Hargo
</Snillingur>
Póstar: 1069
Skráði sig: Mið 13. Ágú 2008 02:18
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Re: Toshiba U400 - vandræði við uppsetningu

Pósturaf Hargo » Sun 01. Maí 2011 19:35

Prófaði að resetta BIOS í default stillingar og skipta um HDD í henni, sama sagan.

Allar tilgátur vel þegnar.

Bluescreen stop code 0x00000116
igdkmd32.sys

Þegar ég reyni að setja upp Windows XP þá virðist uppsetningarferlið þar ekki skynja að það sé HDD í henni, kemur bara með skilaboð um að það sé ekki HDD til staðar og segir mér að restarta vélinni. Samt sést hann í BIOS og ég er búinn að prófa hann í bak og fyrir. Windows 7 uppsetningarferlið sér einnig HDD þannig að þetta er mjög furðulegt.



Skjámynd

beggi90
Gúrú
Póstar: 529
Skráði sig: Mið 15. Okt 2008 21:02
Reputation: 34
Staða: Ótengdur

Re: Toshiba U400 - vandræði við uppsetningu

Pósturaf beggi90 » Sun 01. Maí 2011 20:05

Fyrsta sem ég geri alltaf þegar tölva byrjar að hegða sér asnalega er að keyra memtest og HDD test (sem þú ert í raun búinn að útiloka).

Annars var ég með borðtölvu heima sem neitaði uppsetningu á xp, linux og öllum andskotanum þar var móðurborðið bilað.
Skipti um alla íhluti í tölvunni áður en ég komst að þeirri niðurstöðu :)



Skjámynd

Höfundur
Hargo
</Snillingur>
Póstar: 1069
Skráði sig: Mið 13. Ágú 2008 02:18
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Re: Toshiba U400 - vandræði við uppsetningu

Pósturaf Hargo » Sun 01. Maí 2011 21:46

Virðist hafa verið eitthvað Windows 7 tengt.

Ég náði að komast að því að þessi tölva var seld með Windows Vista upprunalega (ég keypti hana notaða og miðinn undir henni er afmáður af).

Ég prófaði að setja hana upp með Vista og hún virkar fínt núna. Skítt samt að þurfa að nota Vista á hana, ætla að prófa aðra útgáfu af Windows 7 og reyna aftur.

** EDIT: Fór á heimasíðu Toshiba og náði í Display Driverinn fyrir Vista, þá fékk ég strax aftur upp sama bluescreen og áður eftir installation á honum. Þetta er nú meira vesenið....



Skjámynd

BjarniTS
Vaktari
Póstar: 2266
Skráði sig: Fim 06. Ágú 2009 01:51
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Toshiba U400 - vandræði við uppsetningu

Pósturaf BjarniTS » Mán 02. Maí 2011 01:35

Ég myndi núna byrja að skipta út íhlutum þrátt fyrir testin sem þú gerðir.
Get lánað þér 2.5 sata hdd sem er í lagi ef þú hefur áhuga.

Ps
Er hitinn í lagi í þessari vél?


Nörd


AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6354
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: Toshiba U400 - vandræði við uppsetningu

Pósturaf AntiTrust » Mán 02. Maí 2011 10:25

Hargo skrifaði:Virðist hafa verið eitthvað Windows 7 tengt.

Ég náði að komast að því að þessi tölva var seld með Windows Vista upprunalega (ég keypti hana notaða og miðinn undir henni er afmáður af).

Ég prófaði að setja hana upp með Vista og hún virkar fínt núna. Skítt samt að þurfa að nota Vista á hana, ætla að prófa aðra útgáfu af Windows 7 og reyna aftur.

** EDIT: Fór á heimasíðu Toshiba og náði í Display Driverinn fyrir Vista, þá fékk ég strax aftur upp sama bluescreen og áður eftir installation á honum. Þetta er nú meira vesenið....


Ekki nota manufacturers driver, taktu hann beint niður frá GPU vendornum og sjáðu hvað gerist. Fyrir utan það, þá er ekki eðlilegt að Vista gangi en W7 ekki.



Skjámynd

einarhr
Vaktari
Póstar: 2011
Skráði sig: Þri 27. Maí 2008 10:12
Reputation: 276
Staðsetning: 110 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Toshiba U400 - vandræði við uppsetningu

Pósturaf einarhr » Mán 02. Maí 2011 12:14

ég átti Toshiba U300 sem kom upprunalega með Vista og þegar ég setti upp á hana Win 7 þá var ég alltaf í vandræðum með Intel Turbo Memory Driverinn http://www.intel.com/cd/channel/reseller/apac/eng/products/mobile/mprod/turbo_memory/396715.htm og lenti ég í stöðugu bluescreeen sama hvaða drivera ég prófaði. Ég endaði með að disable þetta í Device Manager og þá hætti þetta.

Ég var búin að leyta lengi að réttum driver en ég er ekki viss að þetta sé að virka í Win 7 og þar liggi vandamálið.. Þeas ef þín tölva er með þetta.


| Ryzen 7 5800X 32GB |RTX 3070Ti| Server i7 6700K 16GB |

Skjámynd

Höfundur
Hargo
</Snillingur>
Póstar: 1069
Skráði sig: Mið 13. Ágú 2008 02:18
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Re: Toshiba U400 - vandræði við uppsetningu

Pósturaf Hargo » Mán 02. Maí 2011 17:56

Hef heyrt að skjákort geti farið að hegða sér svona áður en þau feila. Spurning hvort ég reyni að reflowa skjákortskubbinn á móðurborðinu og athuga hvort eitthvað lagist við það.

Ástæðan fyrir því að Windows Vista virkar er líklega vegna þess að það er að nota standard vga driverinn en Windows 7 nær líklega strax í réttan display driver eftir uppsetningu og bluescreenar því um leið.

Ég er búinn að prófa annan HDD í henni og hann er eins, þannig að ég er eiginlega kominn inn á það að þetta gæti verið skjákortskubburinn. Ætla samt að prófa fyrst driver beint frá manufacturer eins og AntiTrust benti á. Ætla einnig að prófa XP á henni, á að geta sett inn XP ef ég stilli Sata controller mode í Compatability í BIOS.

Ég er búinn að reyna nokkrar útgáfur af bootable Linux og fæ alltaf það sama, byrjun á loading skjá eins og stýrikerfið sé að keyra sig upp en svo bara svartan skjá þegar hún klárar það.



Skjámynd

Höfundur
Hargo
</Snillingur>
Póstar: 1069
Skráði sig: Mið 13. Ágú 2008 02:18
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Re: Toshiba U400 - vandræði við uppsetningu

Pósturaf Hargo » Mán 02. Maí 2011 21:28

Tók vélina í sundur. Þetta er vél sem ég keypti notaða með brotnum lömum. Hinsvegar virðist fyrri eigandi hafa "gleymt" að láta mig vita af mjög stórum áhrifaþætti þegar hann seldi mér vélina.

Læt myndina tala sínu máli.

http://i52.tinypic.com/2wf721i.jpg




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6354
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: Toshiba U400 - vandræði við uppsetningu

Pósturaf AntiTrust » Mán 02. Maí 2011 22:27

Hah, verið slett vænu glasi af mjólk eða öðru þvíumlíku á lyklaborðið. Ekki furða að vélin hagi sér undarlega.



Skjámynd

Höfundur
Hargo
</Snillingur>
Póstar: 1069
Skráði sig: Mið 13. Ágú 2008 02:18
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Re: Toshiba U400 - vandræði við uppsetningu

Pósturaf Hargo » Þri 03. Maí 2011 23:41

Veit það er ólíklegt en ef einhver á varahluti í þessa vél þá má hann láta mig vita.

Vitið þið um einhverjar erlendar vefsíður þar sem maður getur pantað ódýra varahluti, hugsanlega notaða, í fartölvur? Stundum dettur maður inn á eitthvað stuff á eBay en ég er að tala um sérhæfðar vefsíður fyrir tölvuvarahluti...svona svipað eins og partalistinn hér á klakanum.



Skjámynd

Höfundur
Hargo
</Snillingur>
Póstar: 1069
Skráði sig: Mið 13. Ágú 2008 02:18
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Re: Toshiba U400 - vandræði við uppsetningu

Pósturaf Hargo » Lau 07. Maí 2011 21:13

Hvað mynduð þið setja á þessa vél ef ég næ að koma henni í gagnið? Þarf að redda mér lömum og nýju lyklaborði. Hinsvegar virðist ekki vera hægt að setja inn réttan display driver og því nauðsynlegt að notast við original windows vga driver sem er ansi glatað. Reyndi að fluxa og reflowa GPU á móbóinu en hún er enn alveg eins.

Mynd




Cikster
spjallið.is
Póstar: 400
Skráði sig: Lau 11. Mar 2006 13:02
Reputation: 16
Staða: Ótengdur

Re: Toshiba U400 - vandræði við uppsetningu

Pósturaf Cikster » Lau 07. Maí 2011 21:28

AntiTrust skrifaði:Ekki nota manufacturers driver, taktu hann beint niður frá GPU vendornum og sjáðu hvað gerist. Fyrir utan það, þá er ekki eðlilegt að Vista gangi en W7 ekki.


Ég lenti reyndar í þvílíku fjöri með eina Fujitsu Siemens Amilo PI 2530 sem er einmitt seld með Vista en ég var enganvegin að geta sett Win 7 upp á. Eftir að hafa "disablað" nánast allt sem hægt var í bios (sem btw virkaði ekki) þá prófaði ég að færa harðadiskinn í usb hýsingu og reyna setja upp á diskinn tengdan við usb (sem virkaði ekki heldur þar sem windows setup leyfir ekki að setja upp á usb drif).

Prófaði að gera repair meðan hann var ennþá tengdur við usb sem virkaði ekki en þegar ég setti hann aftur í tölvuna og gerði repair þá allt í einu hrökk allt í gang.

Ótrúlegt en satt.



Skjámynd

Höfundur
Hargo
</Snillingur>
Póstar: 1069
Skráði sig: Mið 13. Ágú 2008 02:18
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Re: Toshiba U400 - vandræði við uppsetningu

Pósturaf Hargo » Lau 07. Maí 2011 23:50

Ég er því miður hræddur um að þetta sé hardware problem. Hinsvegar virkar vélin fínt svo lengi sem maður notar bara original vga driverinn sem kemur með Windows Vista og lætur vélina ekki uppfæra hann.

Er búinn að reyna að ná í driverinn beint af Intel síðunni, beint af Toshiba síðunni, breytti röðun á því hvernig ég installaði driverunum (chipset drivers fyrst o.s.frv) og alltaf er vandamálið hið sama.



Skjámynd

Stingray80
Gúrú
Póstar: 536
Skráði sig: Mið 09. Feb 2011 16:28
Reputation: 13
Staða: Ótengdur

Re: Toshiba U400 - vandræði við uppsetningu

Pósturaf Stingray80 » Sun 08. Maí 2011 00:44

Hargo skrifaði:Virðist hafa verið eitthvað Windows 7 tengt.

Ég náði að komast að því að þessi tölva var seld með Windows Vista upprunalega (ég keypti hana notaða og miðinn undir henni er afmáður af).

Ég prófaði að setja hana upp með Vista og hún virkar fínt núna. Skítt samt að þurfa að nota Vista á hana, ætla að prófa aðra útgáfu af Windows 7 og reyna aftur.

** EDIT: Fór á heimasíðu Toshiba og náði í Display Driverinn fyrir Vista, þá fékk ég strax aftur upp sama bluescreen og áður eftir installation á honum. Þetta er nú meira vesenið....

lenti i sama veseni með Toshiba X200, ég náði að ná í Eldgamlan Archived Display driver frá 2008 r some, og þá fékk ég ekki bsod. enn samt hegðaði hun sér asnalega.
og eg komst að því að þessar eldri Toshiba vélar styðja einfaldlega ekki við W7 einfaldlega utaf lazyness við að uppfæra drivera.



Skjámynd

Höfundur
Hargo
</Snillingur>
Póstar: 1069
Skráði sig: Mið 13. Ágú 2008 02:18
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Re: Toshiba U400 - vandræði við uppsetningu

Pósturaf Hargo » Sun 08. Maí 2011 10:27

Ætla að prófa að setja upp XP á hana og sjá hvað gerist.

Samkvæmt Toshiba síðunni á hún að styðja Windows 7, en þetta vandamál er líka í Vista sem hún var seld með þannig að ég efast um að þetta sé eitthvað Windows 7 support issue með þessa týpu.

Ætla að djöflast örlítið meira í þessu áður en ég gefst upp. Er hægt að prófa einhverja aðra drivera en frá framleiðanda? Þá er ég að meina einhverja svona universal drivera? Lenti einu sinni í þvílíku veseni með gamla Medion vél sem vildi ekki supporta hljóð í Windows 7. Náði loks að redda því með einhverjum universal hljóðdriver.