Festa innanhús ip-tölur


Höfundur
gunnarasgeir
Græningi
Póstar: 43
Skráði sig: Fim 25. Feb 2010 02:56
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Festa innanhús ip-tölur

Pósturaf gunnarasgeir » Fim 28. Apr 2011 02:32

Ég er með þrár borðtölvur.
Tvær þeirra eru XP Pro og ein þeirra er Win 7.
Þær eru tengdar við netið og ég með port opin á routernum fyrir ýmislegt á þessum þremur vélum.
Allt virkar fínt í rauninni.
En það kemur fyrir t.d. þegar netið dettur út sem snöggvast, eða ég slekk á einni vélinni eða eitthvað að þessar innanhús ip tölur breytast. Sem þýðir það að þá hætta náttúrlega portin að vísa á réttar tölvur og svoleiðis.
Og því vill ég festa núgildandi innanhús ip tölur á þessar tölvur.

Ég kann þetta næstum því alveg. Er kominn inní Internet Protocool Version 4 á Win 7 vélinni.
Í ip adressu sett ég bara núgildandi innanhús adressu á vélinni sem ipconfig gefur upp.
Subnet mask kom inn sjálft og Default gateway er náttúrlega bara ip talan á routernum (192.168.1.1)
Við þetta festist væntanlega ip talan við þessa tölvu og breytir sér ekki sjálf.
En þá var vandamál að vélin vildi ekki tengjast internetinu sjálfu þó þetta væri að virka innanhús og að sjálfsögðu þurfa þessar vélar að tengjast sjálfu internetinu.
Þarna fyrir neðan í Internet protocol Version 4 er hægt að velja "Use the following DNS server adresses"
Ég setti í Preferred DNS server: 192.168.1.1 og setti það sama í Alternate DNS server en þá fékk ég upp meldingu að þessar tvær adressur mættu ekki vera eins svo ég setti breytti í Alternate DNS úr 192.168.1.1 og yfir í 192.168.1.2
Við það að ég ýtti á ok þá virðist allt vera í lagi. Vélin er með sína föstu innanhús adressu og hún kemst online. en var það rétt hjá mér að breyta bara þarna síðustu tölunni úr 1 og yfir í 2?
Veit í rauninni ekkert hvað ég var að gera en það virkaði en ég vildi heyra í ykkur og spyrja hvað er rétt að gera þarna?



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Festa innanhús ip-tölur

Pósturaf dori » Fim 28. Apr 2011 03:06

Það er "ekki rétt" að breyta bara í 2. Það er væntanlega engin tölva sem er með IP addressuna 192.168.1.2 þannig að það mun aldrei neitt svara. Það er samt alveg rétt í þeim skilningi að ef það þarf eitthvað að vera þar þá virkar þetta á meðan primary DNS þjónninn sem þú settir inn virkar.

Ég myndi setja eitthvað af eftirtöldu:
8.8.8.8 (Google Public DNS)
8.8.4.4 (Google Public DNS)
208.67.222.220 (OpenDNS)
208.67.222.222 (OpenDNS)




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6354
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: Festa innanhús ip-tölur

Pósturaf AntiTrust » Fim 28. Apr 2011 09:11

Mjög undarlegt að vélar séu að fá úthlutað nýjum IP tölum frá DHCP við það eitt að ein vél fari niður.

Þegar þú vísar beint á routerinn sem DNS þjón þarftu ekki að vísa í alternitive. Þarna gætiru líka sett inn DNS nafnaþjónana hjá ISPinum sem þú ert hjá, þær tölur eru að finna á heimasíðu fyrirtækjanna.




Matti21
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 304
Skráði sig: Fim 01. Nóv 2007 19:03
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Festa innanhús ip-tölur

Pósturaf Matti21 » Fim 28. Apr 2011 09:13

Þarft ekkert að setja inn alternate DNS server. Skildu það bara eftir tómt.
Hitt sem þú gerðir er alveg rétt hjá þér. Þó kannski bara vitlaus skilgreining að segja að ip talan festist við tölvuna heldur er tölvan að "heimta" þessa ip tölu frá routernum. Bara svo það sé á hreinu.


-Q6600/Thermalright Ultra 120 Extreme/Gigabyte P35-DS3R/4GB Corsair 800Mhz/Nvidia 8600GTS/Corsair HX620/Coolermaster CM690/BenQ G2400W --Hackintosh!--
-Macbook Pro 13" -2010

Skjámynd

ponzer
Kerfisstjóri
Póstar: 1270
Skráði sig: Þri 07. Sep 2004 18:18
Reputation: 13
Staðsetning: Router(config)#
Staða: Ótengdur

Re: Festa innanhús ip-tölur

Pósturaf ponzer » Fim 28. Apr 2011 10:30

Þetta virkar eflaust svona, en ég myndi hafa Primary DNS benda á routerinn (192.168.1.1 í þín tilfelli) og hafa secondary 8.8.8.8 eða 8.8.4.4.


Specs: Tölva, skjár, lyklaborð, mús og internet.


Leviathan
spjallið.is
Póstar: 437
Skráði sig: Mán 20. Júl 2009 04:25
Reputation: 2
Staðsetning: Keflavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Festa innanhús ip-tölur

Pósturaf Leviathan » Fim 28. Apr 2011 12:42

Er með Zyxel router (P660 eða e-ð) og geri þetta bara í stillingunum á honum. Í client list er hægt að taka frá IP tölur fyrir ákveðnar vélar.


AMD PHENOM II X4 955 @ 3.52GHz - Tacens Gelus III Pro - ASRock M3A770DE - 4GB DDR3 (Dual Channel) - ATI Radeon HD5770 - Tacens Radix III 520W - Windows 7 Ultimate (64bit) - 2TB