Hvaða sjónvarp?


Höfundur
Andri Fannar
Tölvutryllir
Póstar: 687
Skráði sig: Fim 08. Jan 2004 20:53
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Hvaða sjónvarp?

Pósturaf Andri Fannar » Þri 12. Apr 2011 12:07

Sælir.
Er að leita mér að sjónvarpi.

LCD/LED/Plasma alveg sama en er LED og Plasma ekki að fara að sigla fram úr LCD-inu?

Stærð 42"-47".

Hvaða tækjum mæliði með í dag? Hvað er að fá bestu dómana, hafið þið reynslu af einhverjum?

Þetta verður aðallega notað í myndir/þætti + fótbolta.

Budget: ~250 en spurning hvort það sé ekki hægt að fá gott og ódýrt tæki á kringum 200 fyrir þessa notkun.


« andrifannar»

Skjámynd

FreyrGauti
Tölvutryllir
Póstar: 664
Skráði sig: Fim 04. Des 2008 10:29
Reputation: 17
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða sjónvarp?

Pósturaf FreyrGauti » Þri 12. Apr 2011 12:14

http://hataekni.is/is/vorur/5000/5020/TX-P46S20E/

Ég á 42" útgáfuna af þessu tæki og það er bara góð mynd. Þetta er mjög basic tæki þegar að það kemur að fítusum en myndin er flott og verðið gott. ATH ástæðan fyrir verðinu er að það er ný útgáfa af þessu tæki að fara detta á markaðinn. Síðan ef þú vilt aðeins flottari panel og meira af fítusum ættiru að skoða http://hataekni.is/is/vorur/5000/5020/TX-P42G20E/



Skjámynd

MarsVolta
</Snillingur>
Póstar: 1002
Skráði sig: Sun 22. Nóv 2009 19:55
Reputation: 16
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða sjónvarp?

Pósturaf MarsVolta » Þri 12. Apr 2011 12:17

Ef þú ferð í Plasma tæki þá eru Panasonic lang fremstir í þeim tækjum :)
Ef þú ert mikið að horfa á fótbolta þá er möst að vera með +100Hz tæki, Plasma tækin eru yfirleitt um 600Hz, þannig það ætti að vera nóg ;).

Sýnist þetta vera mjög gott tæki : http://www.sm.is/index.php?sida=vara&vara=TXP46G20




Matti21
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 304
Skráði sig: Fim 01. Nóv 2007 19:03
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða sjónvarp?

Pósturaf Matti21 » Þri 12. Apr 2011 12:33

LCD og LED eru ekki sitthvor tækin. Þetta eru ennþá LCD panelar. LED er bara baklýsingin en þetta eru semsagt bara raðir af díóðum sem eru að koma í staðin fyrir flúorlampana sem hafa verið í LCD tækjum áður fyrir. Færð mikið jafnari lýsingu í LED tækjunum. Þau geta verið þynnri og bjóða upp á meiri kontrast heldur en gömlu LCD tækin en að mínu mati er plasminn enþá betri. Sérstaklega í þessum stærðum sem þú ert að hugsa um.
Þessi Panasonic tæki sem búið er að linka á fyrir ofan mig er klárlega það sem ég mundi taka ef ég væri að kaupa mér sjónvarp. En þú græðir mest á því að fara á staðinn og skoða. Það getur enginn sagt þér hvað þér finnst best.
Ég hata td. myndina úr lang flestum philips tækjum. Allavega eins og þau koma úr kassanum. Þarf að draga sharpness niður um svona þúsund stig þangað til ég er sáttur við þau.


-Q6600/Thermalright Ultra 120 Extreme/Gigabyte P35-DS3R/4GB Corsair 800Mhz/Nvidia 8600GTS/Corsair HX620/Coolermaster CM690/BenQ G2400W --Hackintosh!--
-Macbook Pro 13" -2010

Skjámynd

ZoRzEr
/dev/null
Póstar: 1404
Skráði sig: Þri 28. Apr 2009 12:11
Reputation: 42
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða sjónvarp?

Pósturaf ZoRzEr » Þri 12. Apr 2011 12:45

Panasonic TXP42G20 / TXP42GT20 er tækið sem ég myndi taka. Stærðin er svosem eins og buddan leyfir en svo lengi sem það sé G20 línan.

Á sjálfur 42" 3D GT20 tækið og það er shockingly skýrt. Frábær mynd, góð fjarstýring, þægilegt viðmót, nóg af tengimöguleikum og hlutlaust útlit. Varla meira sem hægt að biðja um. Tók mig nokkrar ferðir að staðfesta þetta tæki, en það var alltaf lang flottast hliðiná Phillips græjunum.


13700K | Asus Z790 Prime| 32GB DDR5 | Zotac 4080 | 2TB 960 Pro m.2 | Corsair AX1200i | Fractal North | LG 34GN850-B
Synology DS1817+ | 20TB
USG | US-8-60W | nanoHD | Flex Mini

Skjámynd

Halli25
Bara að hanga
Póstar: 1577
Skráði sig: Fim 13. Sep 2007 12:42
Reputation: 67
Staðsetning: Hveragerði
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða sjónvarp?

Pósturaf Halli25 » Þri 12. Apr 2011 13:02

Ég myndi líka spá í birtunni sem er þar sem sjónvarpið mun vera, Plasma getur verið leiðinlegur ef það er mikil birta... annars hef ég alltaf sama ráð fyrir skjá og sjónvarpskaup, fara og skoða í notkun :)


Starfsmaður @ IOD


Höfundur
Andri Fannar
Tölvutryllir
Póstar: 687
Skráði sig: Fim 08. Jan 2004 20:53
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða sjónvarp?

Pósturaf Andri Fannar » Þri 12. Apr 2011 13:31

Takk fyrir góð ráð,
birtan mun ekki vera vandamál.

Panasonic plasminn lítur vel út.


« andrifannar»

Skjámynd

valdij
Ofur-Nörd
Póstar: 295
Skráði sig: Fim 03. Sep 2009 15:31
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða sjónvarp?

Pósturaf valdij » Þri 12. Apr 2011 13:33

Var í svipuðum pælingum og þú fyrir nokkru,

nokkrum ferðum síðar í þessar helstu raftækjabúðir endaði ég á þessu -> http://www.elko.is/elko/product_detail/ ... oryid=1705

Búið að lækka aðeins í verði var á 230.000 fyrir 2 mánuðum. En ég sé ekki vitund eftir því að hafa endað á þessu, fékk frábæra dóma, lítur frábærlega út og myndgæðin algjört dúndur. Mæli með að fara í búðirnar og skoða.

Ég myndi taka LCD LED tæki eða Plasma. LED tæknin er sú tækni sem er að þróast hvað mest í þessum málum




halli7
Geek
Póstar: 825
Skráði sig: Fim 13. Jan 2011 01:04
Reputation: 0
Staðsetning: Grafarvogur
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða sjónvarp?

Pósturaf halli7 » Þri 12. Apr 2011 22:12

Þetta tæki er líka mjög fínt: http://www.sm.is/index.php?sida=vara&vara=42PFL7655H


Haf X- i7 2600k @ 4,4 ghz - Noctua NH-D14 - Asus p8p67pro - 2x4GB Kingston - Sapphire HD 6970 2GB - Corsair HX 850w - 120gb SSD

Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2012
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða sjónvarp?

Pósturaf tdog » Þri 12. Apr 2011 23:33

Philipstækin með Ambilight finnst mér svo sjarmerandi.




halli7
Geek
Póstar: 825
Skráði sig: Fim 13. Jan 2011 01:04
Reputation: 0
Staðsetning: Grafarvogur
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða sjónvarp?

Pósturaf halli7 » Þri 12. Apr 2011 23:39

tdog skrifaði:Philipstækin með Ambilight finnst mér svo sjarmerandi.

þetta er líka frekar nett, var að horfa á einhverja full HD teiknimynd um daginn með Ambilight á og það var frekar nett. (á svona sjónvarp eins og linkaði á)


Haf X- i7 2600k @ 4,4 ghz - Noctua NH-D14 - Asus p8p67pro - 2x4GB Kingston - Sapphire HD 6970 2GB - Corsair HX 850w - 120gb SSD

Skjámynd

gRIMwORLD
FanBoy
Póstar: 726
Skráði sig: Fös 19. Des 2008 21:19
Reputation: 43
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða sjónvarp?

Pósturaf gRIMwORLD » Mið 13. Apr 2011 00:14

Hvað finnst ykkur um Sony tækin, eins og EX720 línuna?


IBM PS/2 8086

Skjámynd

REX
Nörd
Póstar: 115
Skráði sig: Fös 18. Feb 2011 18:12
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða sjónvarp?

Pósturaf REX » Fim 14. Apr 2011 19:49

grimworld skrifaði:Hvað finnst ykkur um Sony tækin, eins og EX720 línuna?

x2. EX500 var að fá góða dóma á síðasta ári. Bæði flott útlit og mynd, þ.e.a.s. 40" og niður, panellinn er víst ekki lengur Sony-Samsung þegar hann er kominn upp í 46"+.