Sælir.
Er að leita af forriti/einhverju sem getur gert eftirfarandi. Er að vinna við gerð safns þar sem á að vera hægt að ýta á takka og þá á að byrja lag ( Upplesin texti um dæmið ), þannig græja þarf að vera á 4 stöðum. Þetta yrði alveg hægt með bara 4 tölvum, veit það en málið er að ég þyrfti að geta skipt um tungumál á öllum stöðunum í einu ( 3 tungumál ) frá einum stað. Er búin að vera reyna google en ég veit bara ekkert hvað ég á að skrifa til að finna einhvað í þessum dúr. Einhver með uppástungur sem gætu leitt mig í rétta átt??
Með fyrirfram þökk Arnar.
Hjálp með leit forriti
-
- Stjórnandi
- Póstar: 2350
- Skráði sig: Mán 28. Des 2009 04:44
- Reputation: 54
- Staðsetning: Hafnarfjörður
- Staða: Ótengdur
Re: Hjálp með leit forriti
Má ég spyrja af einskærri forvitni hvert þetta er að fara?
Er það nokkuð Nýlistasafnið eða hvað sem það heitir aftur niðri í bæ?
Er það nokkuð Nýlistasafnið eða hvað sem það heitir aftur niðri í bæ?
-
Höfundur - Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 367
- Skráði sig: Þri 12. Okt 2004 21:28
- Reputation: 1
- Staða: Ótengdur
Re: Hjálp með leit forriti
klaufi skrifaði:Má ég spyrja af einskærri forvitni hvert þetta er að fara?
Er það nokkuð Nýlistasafnið eða hvað sem það heitir aftur niðri í bæ?
Heyrðu nei þetta er nú bara lítið safn útá landi. Er bara að reyna finna einhverja ódýra lausn því að lausnir frá fyrirtækjum eins og Nýherja kosta fáránlega háar upphæðir.
p.s. veit einhver hvað svona lausnir kallast á ensku??
-
- Vaktari
- Póstar: 2011
- Skráði sig: Þri 27. Maí 2008 10:12
- Reputation: 276
- Staðsetning: 110 Reykjavík
- Staða: Ótengdur
-
Höfundur - Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 367
- Skráði sig: Þri 12. Okt 2004 21:28
- Reputation: 1
- Staða: Ótengdur
Re: Hjálp með leit forriti
Ekki alveg það sem að ég er að leita að, þetta er líka með skjá og einhvað þannig. Vantar bara að geta spilað hljóð. Takk samt
Var að spá í hvort þetta væri kannski hægt með fjórum cheap tölvum + winamp + 3 playlistar ( einn fyrir hvert tungumál, hver playlist bara með einn file ) + remotewinamp plugin ?? spurning hvort hægt sé að stjórna fjórum winamp forritum í einu?
Re: Hjálp með leit forriti
Hvað með bara vefviðmót? S.s bara skjár sem sýnir html síðu, síðan velur maður bara hvaða tungumál á að lesa upp?
-
Höfundur - Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 367
- Skráði sig: Þri 12. Okt 2004 21:28
- Reputation: 1
- Staða: Ótengdur
Re: Hjálp með leit forriti
tdog skrifaði:Hvað með bara vefviðmót? S.s bara skjár sem sýnir html síðu, síðan velur maður bara hvaða tungumál á að lesa upp?
Já það gengi alveg upp, þ.a.s. tölvan sem að stjórnaði væri með vefviðmóti og stjórnaði þannig hinum vélunum. Held að það sé of dýrt að fara í skjá á hvern stað.
Re: Hjálp með leit forriti
Við erum að tala um notaða skjái héðan af vaktinni og mús, ekki er það mikill kostnaður? Þetta þarf ekki að vera rosaleg vél heldur, þarf bara að styðja quicktime t.d
-
Höfundur - Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 367
- Skráði sig: Þri 12. Okt 2004 21:28
- Reputation: 1
- Staða: Ótengdur
Re: Hjálp með leit forriti
tdog skrifaði:Við erum að tala um notaða skjái héðan af vaktinni og mús, ekki er það mikill kostnaður? Þetta þarf ekki að vera rosaleg vél heldur, þarf bara að styðja quicktime t.d
Er ekki að tala um þannig dæmi. Það á bara að vera einn takki, þegar að ýtt er á hann á upplesturinn að hefjast. Þessi partur er ekki vandamálið, málið er að finna lausn þannig að hægt sé að velja hvaða tungumál á að vera frá einum stað ( í raun bara val um hljóðskrá 1, 2 eða 3. Þarf að geta stjórnað 4 vélum í einu.
-
- has spoken...
- Póstar: 181
- Skráði sig: Mið 13. Feb 2008 16:57
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur
Re: Hjálp með leit forriti
Arnarr skrifaði:tdog skrifaði:Við erum að tala um notaða skjái héðan af vaktinni og mús, ekki er það mikill kostnaður? Þetta þarf ekki að vera rosaleg vél heldur, þarf bara að styðja quicktime t.d
Er ekki að tala um þannig dæmi. Það á bara að vera einn takki, þegar að ýtt er á hann á upplesturinn að hefjast. Þessi partur er ekki vandamálið, málið er að finna lausn þannig að hægt sé að velja hvaða tungumál á að vera frá einum stað ( í raun bara val um hljóðskrá 1, 2 eða 3. Þarf að geta stjórnað 4 vélum í einu.
settu upp eina vélina sem server. http server með vefsíðu sem spilar svo hljóðið.
vefsíðan er svo með kóða sem stjórnar hvað birtist á öllum skjáum.
þetta þarftu að forrita í java og ajax.
en kannski hef ég rangt fyrir mér.