Í byrjun vikunnar fékk ég að vita frá skólanum mínum að ég ætti að borga staðfestingagjald 5000kr til að tryggja mér setu á næstu önn.
Mér finnst þetta virkilega skrítið að heimta 5þúsundkr í enda mánaðarins af bláfátækum námsmönnum.
Það er eins og það sé verið að reyna að losna við fólk úr skólanum.
Ég er viss um að ég sé ekki sá eini í skólanum sem er algjörlega á kúpunni og rétt næ að skrapa saman pening fyrir mat.
Ég er í netpóst sambandi við skólafulltrúa Tækniskólans sem sagði:
Skólafulltrúi Tækniskólans skrifaði:það verður að borga staðfestingargjaldið í dag, annars verður lokað á umsókn þína.
S.s. ef ég á ekki 5þúsund krónur núna í dag þá fæ ég ekki að klára námið mitt. (Ég fékk lánað hjá foreldrum mínum svo ég er búinn að borga)
Ég er að bíða eftir svari frá skólafulltrúanum hvers vegna það er svona mikilvægt að láta nemendur borga þetta í enda mánaðarins.
Er ég einn um það að finnast þetta skrítin vinnubrögð?