Blautur draumur forræðishyggjumanna?

Allt utan efnis
Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Blautur draumur forræðishyggjumanna?

Pósturaf Gúrú » Þri 08. Mar 2011 12:17

Mér finnst fyndnast að manneskjan geri sér ekki grein fyrir því að það ætti þá að vera alveg eins létt fyrir hann að finna allt þetta hæfa fólk, borga því
og stofna þessa guðdómlega hagkvæmu matvælaverslun með þessi göfugu markmið...

.... og vera svo kraminn af Bónus og Krónunni...


Modus ponens

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7496
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1161
Staða: Ótengdur

Re: Blautur draumur forræðishyggjumanna?

Pósturaf rapport » Þri 08. Mar 2011 12:21

urban skrifaði:Ég get alveg sagt ykkur að það er verð"stríð" í gangi sem að skilar sér í lægravöruverði.

þetta sést best á því að ef að þið farið út á land og verslið þar sem að er eingöngu ein búð á staðnum.+

Þar er engin samkeppni og verð þar að leiðandi hátt


Málið með "verðstríð" matvöruverslana á Íslandi er að þau byggjast á undirboðum með því að borga með helstu nauðsynjum og jafnvel "þumalskrúfu" samningum við innflytjendur.

Þessi áhrif hafa leitt til þess að vöruúrval hefur takmarkast en líka að birgjum og verslanakeðjum hefur fækkað = samþjöppun á markaði.

Fyrir vikið er ekki hægt að segja að samkeppni hafi stuðlað að lægra vöruverði á Íslandi, þvert á móti þá hefur samþjöppun á markaði leitt til einokunartilburða sem eru tímabundið hagstæðir neytendum en "in the long run" verður tapið + hellings gróði sóttur til neytenda.

Þessi ungi formaður UVG á norðurlandi er í raun að lýsa stöðunni eins og hún stefnir í að verða. Eini munurinn er að þessi eina verslun verður ekki ríkisrekin, hún verður í einkaeigu.



Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Blautur draumur forræðishyggjumanna?

Pósturaf urban » Þri 08. Mar 2011 12:29

rapport skrifaði:
urban skrifaði:Ég get alveg sagt ykkur að það er verð"stríð" í gangi sem að skilar sér í lægravöruverði.

þetta sést best á því að ef að þið farið út á land og verslið þar sem að er eingöngu ein búð á staðnum.+

Þar er engin samkeppni og verð þar að leiðandi hátt


Málið með "verðstríð" matvöruverslana á Íslandi er að þau byggjast á undirboðum með því að borga með helstu nauðsynjum og jafnvel "þumalskrúfu" samningum við innflytjendur.

Þessi áhrif hafa leitt til þess að vöruúrval hefur takmarkast en líka að birgjum og verslanakeðjum hefur fækkað = samþjöppun á markaði.

Fyrir vikið er ekki hægt að segja að samkeppni hafi stuðlað að lægra vöruverði á Íslandi, þvert á móti þá hefur samþjöppun á markaði leitt til einokunartilburða sem eru tímabundið hagstæðir neytendum en "in the long run" verður tapið + hellings gróði sóttur til neytenda.

Þessi ungi formaður UVG á norðurlandi er í raun að lýsa stöðunni eins og hún stefnir í að verða. Eini munurinn er að þessi eina verslun verður ekki ríkisrekin, hún verður í einkaeigu.


Aðili í reykjavík verslar innkaupakörfu á 10.000 krónur.
aðili á t.d. Flúðum eða hvolsvelli verslar sömu körfu á 13.500 krónur.

3.500 krónur sem að eru að skila sér beint í vasa neytenda í reykjavík, vegna verðstríðs.

menn mega alveg reyna að halda öðru fram, en það eru ákveðnar búðir ódýrari en aðrar, og oftar en ekki er(sérstaklega var) það krónan og bónus sem að voru að berjast um lægstu verðin, bónus yfirleitt aðeins neðar.

í byggðarfélögum þar sem að þessar 2 verslanir eru ekki er vöruverð hærra.
það þýðir einfaldlega að verðstríð er í gangi, og það er að skila sér til neytenda.

jújú síðan má vissulega fara út í það hvort að verðstríð gæti verið meira og lægri verð og álíka.
en auðvitað er hagnaður í verslunarrekstri sóttur til þeirra sem að versla þar.

að halda annað er náttúrulega steypa.
það fer enginn út í verslunarrekstur (eða fyrirtækjarekstur almennt) til þess að tapa á honum


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Blautur draumur forræðishyggjumanna?

Pósturaf Gúrú » Þri 08. Mar 2011 12:30

rapport skrifaði:Málið með "verðstríð" matvöruverslana á Íslandi er að þau byggjast á undirboðum með því að borga með helstu nauðsynjum og jafnvel "þumalskrúfu" samningum við innflytjendur.
Þessi áhrif hafa leitt til þess að vöruúrval hefur takmarkast en líka að birgjum og verslanakeðjum hefur fækkað = samþjöppun á markaði.
Fyrir vikið er ekki hægt að segja að samkeppni hafi stuðlað að lægra vöruverði á Íslandi, þvert á móti þá hefur samþjöppun á markaði leitt til einokunartilburða sem eru tímabundið hagstæðir neytendum en "in the long run" verður tapið + hellings gróði sóttur til neytenda.
Þessi ungi formaður UVG á norðurlandi er í raun að lýsa stöðunni eins og hún stefnir í að verða. Eini munurinn er að þessi eina verslun verður ekki ríkisrekin, hún verður í einkaeigu.


Já, engin leið fyrir neinn að flytja neina aðra tegund af vörunni inn, innlendan framleiðanda að flytja hráefnið inn og framleiða hana né samkeppnisverslun að bjóða framleiðanda/innflytjanda betri díl?

Þessi fáránlega mýta var notuð einhverntímann til að væla yfir/vegna Jóhannesar í Bónus, en það er erfitt að sjá neitt annað en svartsýni og volæði úr þessu í mínum augum.

rapport skrifaði:að birgjum og verslanakeðjum hefur fækkað = samþjöppun á markaði

Hvað nákvæmlega er slæmt við það að rekstrarmódúl óhæf til að lifa í umhverfinu hafi dáið út?

Það er nákvæmlega það sem að hefur gefið okkur alla hagsæld mannkynsins í dag, þróun og náttúruval,
og mannkynið hefur glaðst þegar að hindrun þeirra hefur verið tortímt (Franska byltingin, lýðveldi, et cetera?)
rapport skrifaði:Fyrir vikið er ekki hægt að segja að samkeppni hafi stuðlað að lægra vöruverði á Íslandi

Mynd

Lestu það sem að þú ert að segja, við hvað ætlarðu að bera núverandi ástand?
Tímann þegar að danskir kaupmenn höfðu einokunaraðstöðu? Þú munt ekki koma vel út úr því m. leiðréttingu á verðbólgu og tilliti til heimsverðs.


Modus ponens

Skjámynd

teitan
Ofur-Nörd
Póstar: 238
Skráði sig: Mið 10. Mar 2010 10:23
Reputation: 7
Staða: Ótengdur

Re: Blautur draumur forræðishyggjumanna?

Pósturaf teitan » Þri 08. Mar 2011 12:32

Það sem þessi ungi maður virðist ekki átta sig á er að þetta módel sem hann er að leggja til hefur verið reynt áður...

Fyrir þá sem vilja kynna sér hvernig svona funkerar þá er ágætt að lesa sig til um SÍS og Kaupfélögin.



Skjámynd

mind
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Fim 12. Des 2002 09:21
Reputation: 29
Staða: Ótengdur

Re: Blautur draumur forræðishyggjumanna?

Pósturaf mind » Þri 08. Mar 2011 12:37

ManiO skrifaði:Helsta vandamálið við þessa hugmynd er að hann setur traust sitt á fólk. Eitthvað sem að allir sem hafa lesið eitthvað í mannkynssögu ættu að vita er stórt feilspor. Sérstaklega ef litið er til sögu Íslands seinustu 5 ár, 5 ár sem eru best lýst með einu orði, spillingu. Þess vegna tel ég hann vera undir meðalgreind, en ég benti á að hann gæti verið tröll (sem að fyrirsögn greinarinnar gefur hálfpartin til kynna).

Eitt er víst líka að einokun er nánast undantekningalaust verri en samkeppni á markaðinum, veit reyndar bara um eitt dæmi YKK sem ræður 90% af rennilásamarkaðinum.

Þetta er í raun kommúnismi, þar sem að framkvæmdin á þessu myndi eflaust byrja með ríkisvæðingu allra matvöruverslana.

Og svo í lokin, að koma með hugmyndir sem eru út í hött er ekki skárra en að koma með engar hugmyndir. Börn til dæmis eru uppfull af hugmyndum, en sjaldan sem aldrei er hlustað á þær hugmyndir vegna þess að þau eru börn.


Ef þetta innlegg þitt er hérna til að trölla, þá til hamingju, takmarki náð...

Mér finnst ekkert að því að setja traust á fólk, ef þú átt við vandamálið að fólki er ekki treystandi þá er bara sjálftilbúið vandamál þjóðfélagsins sem má auðveldlega leysa ef viljinn til þess væri fyrir hendi, sem hann reyndar er ekki. Ef við leysum það mál er hugmyndin hans þá ennþá léleg ?

Það er kannski líklegra að einokun sé verri en samkeppni, en samkeppni er millibilsástand og langt frá því að vera einhver ofurjákvæður hlutur. Endanleg útkoma hennar er annað hvort útrýming eða einokun, bæði almennt taldir vondir hlutir fyrir þjóðfélagið.

Kommúnismi er hugmyndafræði sem tekur á vandamálinu sem fylgir stéttarskiptingu. Notkun á orðinu yfir aðgerðir manna við eða sem eru að reyna ná stjórn eru yfirleitt verkfæri stjórnmálamenn til að varpa neikvæðri mynd á hugmyndafræðina sjálfa án þess þurfa fara í grunn útskýringuna á henni fyrir almúgann, þar sem flest rök þeirra myndu falla um sjálft sig ef svo yrði gert. Getur prufað að lesa um communisma og capitalisma til að sjá hversu langt frá hugmyndafræðinni við búum við.

Já við töpum alveg svakalega á hugmyndum sem eru alveg útí hött eins og að jörðin gæti verið kringlótt.

Ég var nú ekki að reyna trölla en einhverjir sem höfðu lítið eflaust að gera ákváðu það greinilega fyrir mig, kannski verið að safna greinarpóstum.




wICE_man
Kerfisstjóri
Póstar: 1293
Skráði sig: Fös 20. Feb 2004 00:25
Reputation: 35
Staðsetning: Í kísildalnum
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Blautur draumur forræðishyggjumanna?

Pósturaf wICE_man » Þri 08. Mar 2011 12:41

Það er þröngsýni að dæma hluti án þess að leyfa sér að skoða mögulega ágalla og lausnir á þeim ágöllum sem mögulegir eru. Við fengum ekki alla þessa þekkingu og tækni nema fyrir menn sem þorðu að hugsa út fyrir ríkjandi kerfi og þankaganga.

Ég held að það sé mikilvægt að muna að ekkert hugmyndafræðikerfi okkar mannanna hefur verið fullkomið í sjálfu sér. Það eru alltaf til leiðir til að misnota hluti og kerfi.

Það eina sem kemur einhverju endanlega jákvæðu til leiðar er fólk með hugsjónir sem eru ígrundaðar á góðu siðferði.

Samkeppni er ekki góð í sjálfri sér. Hún getur skilað lægra vöruverði en fjöldi fyrirtækja sökkvir sér líka í skuldir í nafni samkeppni og fer svo á hausinn á endanum með tilheyrandi kostnaði fyrir aðra í samfélaginu. Þannig verður samkeppnishugsunin til þess að eigingjarnir menn fara að keppast um að flækja hlutina og finna upp alls kyns leiðir til að hafa fé af öðrum til þess að fá sem stærstan bita kökunar í stað þess að einbeita sér að því að stækka kökuna svo allir geti fengið stærri bita.

Það er hægt að nota samkeppni á góðan máta. Mér finnst gott að sjá hvað aðrir eru að gera betur en ég og reyna að finna leiðir til að bæta mig þar. En svo koma tímar þar sem samkeppnin kallar fram blekkingarleik eins og þar sem menn eru að selja hluti undir kostnaðarverði með annari hendinni til þess að reyna að komast dýpra ofan í veski fólks með hinni.

Það sem er hættan við hugmynd þessa unga manns er að þó hún sé fædd af óeigingjarnri hugsun þá er hún tilraun til að finna upp kerfi til að leysa vanda sem aðeins gott siðferði getur leyst. Þetta kerfi hans er jafn auðvelt að misnota og öll önnur sem komið hafa fram.

Já það er vandlifað í þessum heimi #-o


Tölvuverslunin Kísildalur, staðurinn þar sem nördin versla :)
...og btw þá er ég innvígður og innmúraður í Kísildal

Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Blautur draumur forræðishyggjumanna?

Pósturaf Gúrú » Þri 08. Mar 2011 12:44

wICE_man skrifaði:En svo koma tímar þar sem samkeppnin kallar fram blekkingarleik eins og þar sem menn eru að selja hluti undir kostnaðarverði með annari hendinni til þess að reyna að komast dýpra ofan í veski fólks með hinni.


Á ég að vera reiður út í @tt eða hverjir sem það voru hér á Íslandi sem að seldu harða diska undir innflutningsverði til að fólk verslaði við sig?
Þetta er form af auglýsingu og það er kaupandans að vita hvort að það er verið að 'kafa í veskið hans', þess vegna er t.d. spjall.vaktin.is uppi.

Leyfum hverjum sem er að auglýsa sig hvernig sem hann vill svo lengi sem að það stangi ekki á við löggjöfina.


Modus ponens

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7496
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1161
Staða: Ótengdur

Re: Blautur draumur forræðishyggjumanna?

Pósturaf rapport » Þri 08. Mar 2011 12:49

rapport skrifaði:Fyrir vikið er ekki hægt að segja að samkeppni hafi stuðlað að lægra vöruverði á Íslandi


Lestu það sem að þú ert að segja, við hvað ætlarðu að bera núverandi ástand?
Tímann þegar að danskir kaupmenn höfðu einokunaraðstöðu? Þú munt ekki koma vel út úr því m. leiðréttingu á verðbólgu og tilliti til heimsverðs.[/quote]

Lestu þessa skýrslu, þó ekki væri nema bara innganginn og þá skilur þú hvað ég er að segja.

Markaðir eru gróflega flokkaðir:

- Samkeppnismarkaðir
- Fákeppnismarkaðir
- Cartels (fákeppni með einokunartilburðum)
- Einokunarmarkaðir

Matvörumarkaðurinn á Íslandi er í stöðunni "Fákeppni með einokunartilburðum".

Ef þú heldur öðru fram þá skaltu kynna þér hvernig matvöruverslanir nota landafræði "deiliskipulög sveitafélaga" sem sitt helsta samkeppnisvopn en ekki verðlag.

Verðlag/verðbólga o.þ.h. á matvöru í heiminum hefur almennt farið lækkandi sökum bættrar framleiðslugetu, sérstaklega á ruslfæði og vörum með minni gæðum (sbr. vörur í Bónus oft á tíðum)

Það sem skelfir líka er hvernig Íslendingar eru brenglaðir í sinni vörumerkjavitund m.t.t. gæða vörumerkja. Gott dæmi er t.d. Pampers bleyjur sem eru hvergi í heiminum taldar "bestu" bleyjurnar... þær eru almennt "cheap brand".

Carhart merkið er Wallmart-vara í USA

ZooYork er budget merki í USA

Svona eru íslenskir neytendur endalaust blekktir og svo er sagt að verðsamanburður milli landa sé okkur í hag... en gæðin eru léleg á Íslandi, ávextir og grænmeti eru sjaldnast 1.flokks, hvað þá í bestu gæðum nema hugsanlega chiquita bananar, enda er ávaxtasala líklega um 33% bananar og 67% eitthvað annað en m.t.t. framlegðar um 67% bananar en 33% eitthvað annað.



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7496
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1161
Staða: Ótengdur

Re: Blautur draumur forræðishyggjumanna?

Pósturaf rapport » Þri 08. Mar 2011 12:51

Gúrú skrifaði:
wICE_man skrifaði:En svo koma tímar þar sem samkeppnin kallar fram blekkingarleik eins og þar sem menn eru að selja hluti undir kostnaðarverði með annari hendinni til þess að reyna að komast dýpra ofan í veski fólks með hinni.


Á ég að vera reiður út í @tt eða hverjir sem það voru hér á Íslandi sem að seldu harða diska undir innflutningsverði til að fólk verslaði við sig?
Þetta er form af auglýsingu og það er kaupandans að vita hvort að það er verið að 'kafa í veskið hans', þess vegna er t.d. spjall.vaktin.is uppi.

Leyfum hverjum sem er að auglýsa sig hvernig sem hann vill svo lengi sem að það stangi ekki á við löggjöfina.



Að selja undir kostnaðarverði er ólöglegt þar sem það eru í raun skattsvik, hærri inn en útskattur á vörunni = inneigna skapast hjá skattinum.

Þannig er það alltaf neytandinn sem borgar brúsann á endanum.



Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Blautur draumur forræðishyggjumanna?

Pósturaf Gúrú » Þri 08. Mar 2011 12:55

rapport skrifaði:Að selja undir kostnaðarverði er ólöglegt þar sem það eru í raun skattsvik, hærri inn en útskattur á vörunni = inneigna skapast hjá skattinum.
Þannig er það alltaf neytandinn sem borgar brúsann á endanum.

Grunaði að það væri eitthvað svoleiðis í gangi :japsmile , hence skilmálinn.

En hvernig er það þá með misheppnaðar fjárfestingar, svo ég taki bara hoola-hoop hringina mína aftur, má ég ekki selja þá undir innflutningsverði þó ég skrái það sem tap?


Modus ponens

Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Blautur draumur forræðishyggjumanna?

Pósturaf dori » Þri 08. Mar 2011 13:03

rapport skrifaði:Carhart merkið er Wallmart-vara í USA

Það er munur á Carhartt vinnufötunum og Carhartt götutískufötunum.

http://carhartt.com og http://carhartt-wip.com ertu ekki að rugla saman?



Skjámynd

mind
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Fim 12. Des 2002 09:21
Reputation: 29
Staða: Ótengdur

Re: Blautur draumur forræðishyggjumanna?

Pósturaf mind » Þri 08. Mar 2011 13:06

Gúrú skrifaði:
rapport skrifaði:að birgjum og verslanakeðjum hefur fækkað = samþjöppun á markaði

Hvað nákvæmlega er slæmt við það að rekstrarmódúl óhæf til að lifa í umhverfinu hafi dáið út?

Það er nákvæmlega það sem að hefur gefið okkur alla hagsæld mannkynsins í dag, þróun og náttúruval,
og mannkynið hefur glaðst þegar að hindrun þeirra hefur verið tortímt (Franska byltingin, lýðveldi, et cetera?)

Umhverfið er ekki raunverulegt heldur tilbúið og notast við fjármuni sem viðmið á hvaða kerfi virki er best.

Fjármunir hafa enga umhugsun um mannlega velferð.

Fyrirtæki og einstaklingar hafa oftast eða einungis það markmið að skapa mestan gróða og mestur gróði næst ekki með umhugsun um mannlega velferð.
Fyrirtæki og einstaklingar vilja oftast bara svara eftirspurn en ekki þörfum. Munurinn er sá að allir hafa þarfir en einungis þeir sem hafa kaupmátt skapa eftirspurn. Því er einungis verið að hugsa um þá sem eru þess verðugir af kerfinu(peningafólk) og það ræður hvar og hvort þróunin verður. Sem þjónar eiginlega aldrei hagsmunum heildarinnar heldur einungis örfáum prósentum.



Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Blautur draumur forræðishyggjumanna?

Pósturaf Gúrú » Þri 08. Mar 2011 13:13

mind skrifaði:
Gúrú skrifaði: Hvað nákvæmlega er slæmt við það að rekstrarmódúl óhæf til að lifa í umhverfinu hafi dáið út?
Það er nákvæmlega það sem að hefur gefið okkur alla hagsæld mannkynsins í dag, þróun og náttúruval,
og mannkynið hefur glaðst þegar að hindrun þeirra hefur verið tortímt (Franska byltingin, lýðveldi, et cetera?)

Umhverfið er ekki raunverulegt heldur tilbúið og notast við fjármuni sem viðmið á hvaða kerfi virki er best.


Umhverfið er samfélagið okkar og manneskjur hafa umhugsun um eigin mannlega velferð,
manneskjur bera ábyrgð á eigin velferð og skapa hana sjálfir í formi peninga, hvað þeir gera við þá í umhverfi sínu er þeirra frelsi að miklu leyti.


Það kaupa fáir uppsetningarþjónustu né trjádrumba fyrir fílagirðingar vegna þess að
það eru engir villtir fílar hérna, það eru hinsvegar manneskjur hérna og þær versla því matvörur og ráða hvar þær gera það.

Þróun og náttúruval (ef að við köllum manneskjur hluta af náttúru umhverfisins, annars er þetta bara útfærsla á selective breeding með stórum genabreytingum)
eiga við um verslanir.

Það eina sem að okkur ber skylda til að tryggja er frelsi einstaklingsins til að stofna sína eigin útfærslu á verslun til að nauðeinokun (eins og OP) eigi sér ekki stað.


Modus ponens

Skjámynd

mind
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Fim 12. Des 2002 09:21
Reputation: 29
Staða: Ótengdur

Re: Blautur draumur forræðishyggjumanna?

Pósturaf mind » Þri 08. Mar 2011 13:37

Gúrú skrifaði:Umhverfið er samfélagið okkar og manneskjur hafa umhugsun um eigin mannlega velferð,
manneskjur bera ábyrgð á eigin velferð og skapa hana sjálfir í formi peninga, hvað þeir gera við þá í umhverfi sínu er þeirra frelsi að miklu leyti.


Það kaupa fáir uppsetningarþjónustu né trjádrumba fyrir fílagirðingar vegna þess að
það eru engir villtir fílar hérna, það eru hinsvegar manneskjur hérna og þær versla því matvörur og ráða hvar þær gera það.

Þróun og náttúruval (ef að við köllum manneskjur hluta af náttúru umhverfisins, annars er þetta bara útfærsla á selective breeding með stórum genabreytingum)
eiga við um verslanir.

Það eina sem að okkur ber skylda til að tryggja er frelsi einstaklingsins til að stofna sína eigin útfærslu á verslun til að nauðeinokun (eins og OP) eigi sér ekki stað.

Manneskjan þarf peninga fyrir eigin velferð.
Aðeins mjög lágt hlutfall af mannfólkinu er leyft að búa til peninga.
Ef þú mátt búa til þína eigin peninga ræðurðu eigin velferð, annars ertu uppá aðra kominn hvað varðar velferð þína.

Vissulega er hægt að bera því við að þrælar hafi frelsi, þeir ráða t.d. alveg matarvelferðinni sinni.
Þeir geta ákveðið að vinna við eitthvað í þágu annars og fá mat, eða bara ekki.

Og til þess að stofna eigin útfærslu þarftu peninga. Svo í raun þá hefurðu frelsi ef þú hefur frelsi. Ef þér var ekki útdeilt frelsi við fæðingu þá æji, kannski gengur betur næst :)



Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Blautur draumur forræðishyggjumanna?

Pósturaf Gúrú » Þri 08. Mar 2011 13:40

mind skrifaði:Manneskjan þarf peninga fyrir eigin velferð.
Aðeins mjög lágt hlutfall af mannfólkinu er leyft að búa til peninga.
Ef þú mátt búa til þína eigin peninga ræðurðu eigin velferð, annars ertu uppá aðra kominn hvað varðar velferð þína.


Þetta er EKKI umræða um bankastofnanir, miðlæga seðlabanka eða peningasköpun.


Modus ponens


coldcut
Vaktari
Póstar: 2192
Skráði sig: Mið 21. Nóv 2007 02:25
Reputation: 0
Staðsetning: /dev/random
Staða: Ótengdur

Re: Blautur draumur forræðishyggjumanna?

Pósturaf coldcut » Þri 08. Mar 2011 13:43

NEIH alltaf gaman að sjá ný "andlit" í rökræðum við Gúrú :D
rapport er kominn með skoðanabróðir, hvað gerir Gúrú þá? Ætli hann recruiti? :-k



Skjámynd

mind
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Fim 12. Des 2002 09:21
Reputation: 29
Staða: Ótengdur

Re: Blautur draumur forræðishyggjumanna?

Pósturaf mind » Þri 08. Mar 2011 14:08

Gúrú skrifaði:
mind skrifaði:Manneskjan þarf peninga fyrir eigin velferð.
Aðeins mjög lágt hlutfall af mannfólkinu er leyft að búa til peninga.
Ef þú mátt búa til þína eigin peninga ræðurðu eigin velferð, annars ertu uppá aðra kominn hvað varðar velferð þína.


Þetta er EKKI umræða um bankastofnanir, miðlæga seðlabanka eða peningasköpun.


Mér finnst það nú vera mjög eðlilegt þegar einhver segir að fólk sé ábyrgð fyrir eigin velferð og geti bara "skapað hana sjálft í formi peninga" að benda á að útgáfa peninga er í höndum afmarkaðs hóps sem ætti að varpa ljósi á að fólki sé einmitt ekki frjálst að skapa sína eigin velferð nema það sé í samræmi við stefnu fyrrnefnds hóps.



Skjámynd

Höfundur
ManiO
Besserwisser
Póstar: 3963
Skráði sig: Fim 08. Jún 2006 18:40
Reputation: 0
Staðsetning: Seltjarnarnes
Staða: Ótengdur

Re: Blautur draumur forræðishyggjumanna?

Pósturaf ManiO » Þri 08. Mar 2011 14:55

Gleymdi hinu aðalatriðinu sem er út í hött varðandi þessa hugmynd.

Með ríkisreknum matvöruverslunum væri hægt að hafa mikil áhrif á neyslumynstur Íslendinga en mér þykir það frekar óheilbrigt.



Gott og vel, hann má sína skoðun á því máli, en að fara þröngva henni (eða annarra manna) skoðunum upp á almenning er viðbjóður.


"Knowledge is knowing that a tomato is a fruit,
wisdom is knowing not to put one in a fruit salad."

Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Blautur draumur forræðishyggjumanna?

Pósturaf Gúrú » Þri 08. Mar 2011 15:15

mind skrifaði:Mér finnst það nú vera mjög eðlilegt þegar einhver segir að fólk sé ábyrgð fyrir eigin velferð og geti bara "skapað hana sjálft í formi peninga"


Ég á ekki við það að fólk skapi íslenskar krónur og það ætti að vera augljóst fyrir þér.
Þetta er gjaldmiðilinn sem við notum, við köllum hann pening, þarna mætti setja inn búfénað ef þú vildir en það taka voðalega fáir við búfénaði sem greiðslu,
það er hinsvegar lögbundið að íslenska ríkið taki við íslensku krónunni við greiðslu á sköttum og því er hún talin verðmæt og almennt samþykkt á Íslandi.

Ég er ekki manneskja sem að þú þarft að útskýra fyrir að allt hagkerfið er undir stjórn örfárra manna.


Modus ponens

Skjámynd

mind
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Fim 12. Des 2002 09:21
Reputation: 29
Staða: Ótengdur

Re: Blautur draumur forræðishyggjumanna?

Pósturaf mind » Þri 08. Mar 2011 16:14

Gúrú skrifaði:
mind skrifaði:Mér finnst það nú vera mjög eðlilegt þegar einhver segir að fólk sé ábyrgð fyrir eigin velferð og geti bara "skapað hana sjálft í formi peninga"


Ég á ekki við það að fólk skapi íslenskar krónur og það ætti að vera augljóst fyrir þér.
Þetta er gjaldmiðilinn sem við notum, við köllum hann pening, þarna mætti setja inn búfénað ef þú vildir en það taka voðalega fáir við búfénaði sem greiðslu,
það er hinsvegar lögbundið að íslenska ríkið taki við íslensku krónunni við greiðslu á sköttum og því er hún talin verðmæt og almennt samþykkt á Íslandi.

Ég er ekki manneskja sem að þú þarft að útskýra fyrir að allt hagkerfið er undir stjórn örfárra manna.


Ekki seturðu samansem merki á milli hluta með raunveruleg áþreifanleg verðmæti eins og búfénað eða gull í sama flokk og hluti án þeirra svosem gjaldmiðil ?

Mér sýnist nú reyndar lögbindingin á gjaldmiðlinum til skattinnheimtu vera meðal annars einföld einokun til að viðhalda núverandi gjaldmiðil þar sem hann er mikilvægt stjórntæki ef viðhalda á öðrum hlutum t.d. stéttarskiptingu.



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7496
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1161
Staða: Ótengdur

Re: Blautur draumur forræðishyggjumanna?

Pósturaf rapport » Þri 08. Mar 2011 16:39

Mér finnst "peningamagnskenningin" skynsamlegri, skiljanlegri, raunverulegri og einfaldari en hin nýklassísku hagfræðikenningar sem mikið af þessu hottintottabulli um stýrivexti, verðbólgu o.þ.h. styðst við.

Paningamagnskenningin á einnig sérstaklega vel við þegar gjaldmiðlar eru ekki "real money" s.s. bundnir beint gengi á einhverju "commodity".

Peningamagn = "hraði peninga" x "magn af útgefnum gjaldmiðli"

Svo er í raun verðgildi gjaldmiðils ákveðið út frá framboði og eftirspurn = ef peningamagn er of mikið = gjaldmiðillinn lítils virði og hraði peninga lítill (hraði peninga = nokkurnvegin = magn viðskipta)...

En kynnið ykkur þá kenningu ef þið hafið áhuga á hagfræði



Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Blautur draumur forræðishyggjumanna?

Pósturaf Gúrú » Þri 08. Mar 2011 16:46

mind skrifaði:Ekki seturðu samansem merki á milli hluta með raunveruleg áþreifanleg verðmæti eins og búfénað eða gull í sama flokk og hluti án þeirra svosem gjaldmiðil ?

Rétt íslenska: Hópur frumbyggja í skógum Ástralíu nota bláa sandsteina sem gjaldmiðil.
Ég nenni eeekki í off topic um orðið 'gjaldmiðill'.
mind skrifaði:Mér sýnist nú reyndar lögbindingin á gjaldmiðlinum til skattinnheimtu vera meðal annars einföld einokun til að viðhalda núverandi gjaldmiðil þar sem hann er mikilvægt stjórntæki ef viðhalda á öðrum hlutum t.d. stéttarskiptingu.

Jeb, eins og þú gætir eflaust gert þér hugarlund um þá er ég á móti einokun á gjaldmiðlum og skyldu þegna til að nota einn gjaldmiðil yfir annan,
Bandaríkin eru gott dæmi um hvað getur gerst ef það er við lýði.


Modus ponens

Skjámynd

mind
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Fim 12. Des 2002 09:21
Reputation: 29
Staða: Ótengdur

Re: Blautur draumur forræðishyggjumanna?

Pósturaf mind » Þri 08. Mar 2011 17:45

Spurningin snerist reyndar ekki um meiningu orðsins gjaldmiðils, til að einfalda:
Gefið að x magn af tveimur hlutum hafi sama markaðsverðmæti akkurat núna, hefur þá gull sama verðmætagildi og peningar í þínum huga ?




Jim
spjallið.is
Póstar: 494
Skráði sig: Mán 23. Ágú 2010 14:40
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Blautur draumur forræðishyggjumanna?

Pósturaf Jim » Þri 08. Mar 2011 19:47

Núna í dag hefur ein búð algjöra yfirburði og það er hræðilegt. Því fleiri búðir því betra!