Aðstoð við windows 7 64


Höfundur
Skaribj
Fiktari
Póstar: 95
Skráði sig: Mið 10. Okt 2007 19:40
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Aðstoð við windows 7 64

Pósturaf Skaribj » Lau 05. Mar 2011 12:05

Sælir,

Ég þarf smá aðstoð varðandi Windows 7 64. Á sínum tíma sótti ég Windows 7 64 bita útgáfuna á netið og setti á sjónvarpstölvu hjá mér. Ég hef látið það alveg vera að sækja uppfærslur enda hef ég hingað til ekki haft yfir neinu að kvarta. Nú bregður svo við að vélin er farinn að frjósa og vera leiðinleg og því er mig farið að langa að uppfæra en þori því ekki. Ég var að velta því fyrir mér hvort það væri í lagi að sækja svokallað driveruppdate fyrir Windows 7 í gegnum vefi sem eru að bjóða upp á slíka hluti eins og t.d. Driverwhiz.com sem segjast skanna tölvuna og skipta út gömlum og gölluðum driverum fyrir nýrri útgáfur. Ég er nú ekki vanur að sækja nokkuð inn á bara einhverjar síður og er því svolítið órólegur yfir þessu.

Þessi síða er kemur upp sem undirsíða filehippo sem á að vera ok vefur.

Annað. Má ég ekki eins búast við því að það komi þarna í gegn einhver óæskileg opdate eða það sem ég hef verið að forðast hingað til.


Kv. Skari



Skjámynd

einarhr
Vaktari
Póstar: 2011
Skráði sig: Þri 27. Maí 2008 10:12
Reputation: 276
Staðsetning: 110 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Aðstoð við windows 7 64

Pósturaf einarhr » Lau 05. Mar 2011 12:22

Hefur þú ekki sótt neinar uppfærslur á stýrikerfinu frá Microsoft ? eða á þetta bara um við Drivera fyrir vélbúnað?.

Mæli með forritum eins og Driver Detective eða Driver Genius. Þau kosta e-h $$$ á netinu og virka flott, notaði D. Detective mikið með eldri vélar þegar ég var í tölvuviðgerðum.

Kannast ekki við driverwhiz.com en eftir smá skoðun þá viðrist það vera svipa og hin tvö sem ég nefndi. Er þetta frítt hjá Driverwhiz?


| Ryzen 7 5800X 32GB |RTX 3070Ti| Server i7 6700K 16GB |


Höfundur
Skaribj
Fiktari
Póstar: 95
Skráði sig: Mið 10. Okt 2007 19:40
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Aðstoð við windows 7 64

Pósturaf Skaribj » Lau 05. Mar 2011 12:37

Ég hef sótt alla drivera fyrir vélbúnaðinn í vélinni en aldrei sótt nokkuð í Windows opdate.

Ég hef satt að segja ekki athugað hvað kostar að nota þessa síðu eða búnað sem þarna er verið að bjóða en vona að sjálfsögðu að það sé frítt.

kv. Skari




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6354
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: Aðstoð við windows 7 64

Pósturaf AntiTrust » Lau 05. Mar 2011 12:40

Slepptu þessum 3rd party síðum - það er alveg rosalega erfitt að finna síðu sem er ekki að dæla inn malware og bloatware hjá þér. Farðu bara á heimasíðu framleiðanda og sæktu driverana þar, eða notaðu Windows Update.




dodzy
has spoken...
Póstar: 183
Skráði sig: Þri 19. Okt 2010 19:22
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Aðstoð við windows 7 64

Pósturaf dodzy » Mið 09. Mar 2011 11:47

keyrðu fyrst öll windows update í gegn, ef að enn eru vandamál náðu þá í drivera á heimasíðu framleiðanda



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7557
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1189
Staða: Tengdur

Re: Aðstoð við windows 7 64

Pósturaf rapport » Þri 15. Mar 2011 18:21

AntiTrust skrifaði:Slepptu þessum 3rd party síðum - það er alveg rosalega erfitt að finna síðu sem er ekki að dæla inn malware og bloatware hjá þér. Farðu bara á heimasíðu framleiðanda og sæktu driverana þar, eða notaðu Windows Update.


x2

Örfá forrit sem maður treystir á...