Ég er með fartölvu sem er tengd við skjá en skjárinn kemur ekki upp. Ég er með Nvidia driver og hann segir mér að finna eitthvað EDID til að geta fengið þetta til að virka. Ég er búinn að gúggla fram og til baka hvernig ég fæ þetta EDID.
Samkvæmt internetinu á ég að skrifa í Terminal:
Kóði: Velja allt
sudo aptitude install get-edid
Ég fæ bara upp
Kóði: Velja allt
sudo: aptitude command not found.
Væri alveg frekar til í að finna lausn við þessu þar sem ég nota skjáinn frekar mikið þegar ég er heima.