Internetið

Skjámynd

Höfundur
REX
Nörd
Póstar: 115
Skráði sig: Fös 18. Feb 2011 18:12
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Internetið

Pósturaf REX » Sun 27. Feb 2011 12:47

Daginn/kvöldið.

Ég er upp í sveit og er með ákveðna þráðlausa internettenginu og hef hingað til downloadað eins og mér lysti. Svo núna áðan kemur pabbi inn og spyr mig hvort ég sé farinn að niðurhala eitthvað mikið, ég segi nei ekkert meira en venjulega en pabbi segir að reikningurinn fyrir netið í síðasta mánuði hafi verið um 20 þús kr! Ég kíki því á heimasíðuna hjá þessu fyrirtæki sem við erum með netið hjá og þar stendur:

Mynd
Mynd

Er þetta eðlilegur fávitaskapur? Áður var ég að niðurhala slatta erlendis frá en fæ núna heil 2.5 GB til þess! Ég hef heldur aldrei heyrt um þennan notkunarstuðul áður, finnst eins og það orð standi fyrir "afsökun til þess að geta rukkað þig meira". Svo einhverjir 5 GB pakkar ef þú ferð umfram þessi aumu 1/2.5 GB sem þú færð, það var boðið uppá einhver 10 og 20 og 40 GB notkun á erlendu niðurhali þarna fyrir ekki svo löngu. Setja upp meiri búnað til að annað eftirspurn finnst mér líka hljóma fáránlega.



Skjámynd

Plushy
Vaktari
Póstar: 2277
Skráði sig: Fim 02. Sep 2010 18:20
Reputation: 20
Staðsetning: Grafarvogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Internetið

Pósturaf Plushy » Sun 27. Feb 2011 12:55

Hræðilegt... hvaða fyrirtæki er þetta eiginlega?

Minnir að Hringdu bjóði upp á þjónustu um land allt. Myndi frekar vera hjá þeim



Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3835
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 157
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Internetið

Pósturaf Daz » Sun 27. Feb 2011 12:55

Auka búnaður fyrir erlent niðurhal er augljóslega frekar furðuleg staðhæfing, en að öðru leiti er þjónustufyrirtæki í sjálfsvald sett hvað það rukkar fyrir þá þjónustu sem það kýs að veita (að því gefnu að Póst og Fjarskiptastofnun hafi engar athugasemdir líklega). Ykkur var örugglega tilkynnt um þessa skilmálabreytingu.



Skjámynd

Krissinn
1+1=10
Póstar: 1122
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 21:19
Reputation: 1
Staðsetning: RNB
Staða: Ótengdur

Re: Internetið

Pósturaf Krissinn » Sun 27. Feb 2011 17:04

Plushy skrifaði:Hræðilegt... hvaða fyrirtæki er þetta eiginlega?

Minnir að Hringdu bjóði upp á þjónustu um land allt. Myndi frekar vera hjá þeim


Efast um að Hringdu bjóði internetþjónustu uppí sveitir landsins afþví að internet samband frá þeim fer í gegnum koparlínu, og internet samband í gegnum koparlínu er háð fjarlægð frá símstöð. Held að hann sé með internet samband í gegnum örbylgju eins og fyrirtækið Emax þjónustar tildæmis :P



Skjámynd

ponzer
Kerfisstjóri
Póstar: 1270
Skráði sig: Þri 07. Sep 2004 18:18
Reputation: 13
Staðsetning: Router(config)#
Staða: Ótengdur

Re: Internetið

Pósturaf ponzer » Sun 27. Feb 2011 21:32

Plushy skrifaði:Hræðilegt... hvaða fyrirtæki er þetta eiginlega?

Minnir að Hringdu bjóði upp á þjónustu um land allt. Myndi frekar vera hjá þeim



http://www.abotinn.is/orbylgja.html


Specs: Tölva, skjár, lyklaborð, mús og internet.

Skjámynd

C2H5OH
Ofur-Nörd
Póstar: 273
Skráði sig: Mið 08. Des 2010 14:30
Reputation: 24
Staðsetning: Rannsóknarstofan
Staða: Ótengdur

Re: Internetið

Pósturaf C2H5OH » Sun 27. Feb 2011 21:58

REX skrifaði:Daginn/kvöldið.

Ég er upp í sveit og er með ákveðna þráðlausa internettenginu og hef hingað til downloadað eins og mér lysti. Svo núna áðan kemur pabbi inn og spyr mig hvort ég sé farinn að niðurhala eitthvað mikið, ég segi nei ekkert meira en venjulega en pabbi segir að reikningurinn fyrir netið í síðasta mánuði hafi verið um 20 þús kr! Ég kíki því á heimasíðuna hjá þessu fyrirtæki sem við erum með netið hjá og þar stendur:

Mynd
Mynd

Er þetta eðlilegur fávitaskapur? Áður var ég að niðurhala slatta erlendis frá en fæ núna heil 2.5 GB til þess! Ég hef heldur aldrei heyrt um þennan notkunarstuðul áður, finnst eins og það orð standi fyrir "afsökun til þess að geta rukkað þig meira". Svo einhverjir 5 GB pakkar ef þú ferð umfram þessi aumu 1/2.5 GB sem þú færð, það var boðið uppá einhver 10 og 20 og 40 GB notkun á erlendu niðurhali þarna fyrir ekki svo löngu. Setja upp meiri búnað til að annað eftirspurn finnst mér líka hljóma fáránlega.


haha vá þeir eru búinir að breyta þessu, var hjá ábótanum með svona Wi-Max fyrir 2 árum eða svo, var fínasta tenging þá. sami hraði upp og niður og svona