Margir hér á Vaktinni elska og tilbiðja XBMC, skiljanlega enda besti media center hugbúnaður sem til er.
Vandamálið hefur oft verið að XBMC eru menn annað hvort að keyra á orginal Xbox (styður ekki HD vegna úrelds hardware), eða á PC hlunkum og enn aðrir keyra þetta á litlum PC vélum ala Acer Revo sem keyra Nvidia Ion kubbasettið til að ná FullHD playback.
XBMC teymið var núna að kynna að XBMC er komið á AppleTV sem kostar aðeins 99 dollara. Enn auðvitað hnökrar í gangi enda fyrsta útgáfan. Viðmótið er smá choppy og decoderinn styður ekki 1080p en 720p playback er komið þó að það droppi nokkrum römmum. Það kemur samt allt enda API´ð sem að decodear videoið algjörlega óskjalað af Apple og menn að finna út úr þessu as they go along.
Samt frábærar fréttir. Ég er mikið búin að spá í hvað ég eigi að gera þegar að gamla xboxið mitt gefur upp öndina. Það hefur verið að keyra síðan 2003 og ég harðneita að skipta yfir í annan media center hugbúnað. Þegar xboxið deyr gæti AppleTV verið miklu betri kostur en að kaupa smátölvu eða álíka.
Meira hér : http://xbmc.org/theuni/2011/01/20/you-a ... d-iphone4/