Nariur skrifaði:allar upplýsingar um mig, sem eru á netinu, eru einskis virði... ég veit ekki með ykkur.
Nkl. þú ert þá bara búinn að vera duglegur að passa þig...
Hellingur af fólki sem hefur akkúrat verið að blogga og sagt eitthvað sem það sér eftir og getur ekki tekið til baka t.d. Hundadrápsmálið á Akureyri, það hefur verið vitnað í blogg í nauðgunarmálum, "Bjarni Harðar" o.s.frv.
Það má telja upp allan anskotann fljótt og örugglega.
Í raun er þetta ekki það versta heldur þegar fyrirtæki og stofnanir eru að vinna með/safna/skrá persónuupplýsingar og gæta ekki öryggis eins og krafist er af þeim skv. lögum t.d. þetta á Akureyri í seinustu viku þar sem tölvu var stolið, afritunartaka augljóslega ábótavant og upplýsingarnar skv. lögum "viðkvæmar persónuupplýsingar" og þær líklega ekki dulkóðaðar eða verndaðar á neinn hátt.
Svona STUPID fyrirtæki og stofnanir eru helsta ógnin þar sem þar er að finna "verðmætar" upplýsingar um fólk fyrir siðlausa einstaklinga/fyrirtæki til að nota.
Það þekkist t.d. á Íslandi að tryggingafélög selji ekki tryggingar til fólks sem er í ættum þar sem erfðasjúkdómar þekkjast þrátt fyrir læknisskoðanir sem sýni að viðkomandi sé ekki með sjúkdóminn.
CreditInfo = dæmt ólögleg gagnasöfnun og miðlun eftir áralangt starf...
Ekki að ég sé einhver fanatic, vil bara hvetja fólk til að passa sig hvað það setur á netið og líka að passa sig með hvað það lætur uppi viðstofnanir og fyrirtæki.
Skv. lögum um rafræna sjúkraskrá þá á fólk t.d. rétt á að fá upplýsingar (ef óskað er) um þá heilbrigðisstarfsmenn sem hafa skoðað sjúkraskrá viðkomandi. Spurning hvort einhver hafi beðið um þetta og komist að einhverju misjöfnu.
Spurning líka um hvort einhverjir fleiri gagnagrunnar líkt og
þessiséu í gangi án þess að fólk viti.
Þetta er kannski ekkert sem almennur borgari á að óttast en hann ætti samt að hafa varann á...