SaSemStalJolunum skrifaði:Auðvitað verð ég að fá að gera grín að ykkur, annars er þetta ekkert gaman. En hvar sagði ég að kristin trú væri eina leiðin til að kenna börnum um náungakærleika? Það eina sem ég sagði var að það er ekki vandamál að nota trú til að kenna börnum náungakærleika? Við þetta bætist svo að trú er bara ein af mörgum leiðum sem leikskólar í dag nota til að kenna náungakærleika þannig að, eins og ég segi, þetta er ekki vandamál.
Það að trú sé notuð til kennslu, en ekki bara kennt hlutlaust um trú og trúarbrögð er STÓRT vandamál! Ef þú sérð ekki hvernig þessi dulkóðaði heilaþvottur er settur fram, ertu líklega sjálfur of langt leiddur í þvottinum.
Það á að kenna hlutlaust um trúarbrögð, með nákvæmlega sama hætti og annað námsefni og aðrar skáldsögur eru kenndar. Börn geta þá ákveðið hvort almenn skynsemi, vísindalegar staðreyndir og rökhugsun ráða ferðinni, eða trú á guð og jesú, Andrés Önd og félaga, álfa og tröll, fljúgandi spagettí skrímsli eða annað, af eigin vali, án utanaðkomandi áhrifa.
SaSemStalJolunum skrifaði:Og nei, ríkissjóður innheimtir eftir sem áður sóknargjöld fyrir kirkjuna og greiðir trúfélögum í réttu hlutfalli við meðlimafjölda. Þannig að það eina sem breyttist árið 2009 var að sóknargjöld þeirra sem standa utan trúfélaga eru ekki lengur eyrnarmerkt Háskóla Íslands.
Gæti vel verið rétt. Hinsvegar fær kirkjan 2642.5 milljónir frá ríkinu, f. utan sóknargjöld.
SaSemStalJolunum skrifaði:Vissirðu ekki að það er internet í himnaríki? Eða trúir þú á drauga? Get ekki gert upp við mig hvort sé skondara svar við þessu fram úr hófi skondna svari þínu.
Þú veist nákvæmlega hvað ég á við. Lifandi maður að fullyrða hvað annar maður verður hissa þegar hann deyr, þar sem hann að þínu mati mun augljóslega rekast á kauða. Það er auðvitað ekki hægt að benda trúuðum manni á hversu kjánalega þetta hljómar, enda rökhugsunin ekki alveg í lagi til að byrja með.