Heima serverinn / fullorðins uppsetning

Skjámynd

Höfundur
Blues-
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 397
Skráði sig: Þri 09. Maí 2006 01:16
Reputation: 18
Staðsetning: /usr/local
Staða: Ótengdur

Heima serverinn / fullorðins uppsetning

Pósturaf Blues- » Mán 27. Des 2010 00:45

Svona í ljósi þess að menn hafa verið að senda inn pósta með pælingar til hvers að vera keyra heimaservera og hvaða notagildi það hafi langaði mig
til að pósta speccinu mínu og hvernig heimaserverinn á okkar heimili er algerlega ómissandi.
Á mínu heimili eru tölvur og marmiðlun mikið notuð hér er setup-ið okkar og hvernig það er notað.

Ég flutti í nýtt húsnæði á sínum tíma og hafði vit á því að láta draga cat6 í öll herbergi, hjá öllum innstungum eru 2 net-tengi.
GB net í öllum herberjum er snilld og bíður uppá mikla möguleika.

Er með Q6600 quad core örgjörva, 8gig af minni og 10TB af diskplássi. keyri ubuntu 10.04 LTS 64 bita sem OS.
Búinn að brenna mig einu sinni á að týna mikilvægum gögnum. .. þannig að ég fékk mér alvöru raid kort: 3ware 9650SE sem keyrir tvo 1 TB diska á RAID 1
fyrir stafrænu myndirnar okkar og tónlistina.

Á vélinni er DVB-T kort, HVR-1700 og samhliða er ég að keyra VDR sem tekur upp allt það sem við og konan viljum láta taka upp sjálfkrafa með flottu vef-interface-i,
konan tekur upp þætti sem hún vill, tökum upp allt barnaefni fyrir börnin til að eiga og annað sem mar vill ekki missa af, er með kortalesara við vélina og nota CI module til að setja digital ísland kortið í til að taka upp á rugluðum rásum.

Vélin er einnig notuð sem póstþjónn fyrir stórfjölskylduna, postfix, courier, spamassin, amavis-d og squirrelmail.
Keyrir nokkur lén fyrir kunningjana á servernum og hýsi póst.

Netið er þannig sett upp heima að vélin er líka router, öll traffík fer í gegnum serverinn .. síðan á router og síðan útúr húsi, þannig er ég með 2faldann eldvegg.
Er með wpad auto stillingu, þannig að allar vélar heima nota squid proxy serverinn á vélinni transparent, þ.e.a.s. öll traffík fer í gegnum proxy án þess að client vélin sjái það. Þetta sparar bandvídd og gerir vöfrun hraðvirkari,

Á heimilinu eru 5 media-rendarar til að horfa á stafrænt efni
Popcorn hour C200 í stofunni, AC Ryan mini í svefnherberginu, og í barnaherbergjum er Buffalo Link Theater, D-link DSM 320 og Xbox 360.
Til að streyma efni nota ég UPNP servera ... er bæði með mediatomb og twonkyvision til að deila efni um alla íbúð, allir spilarar sjá það sama og þeir spilarar
sem styðja ekki ákveðinn formöt eins og DSM og Buffalo spilarinn fá efnið sjálfkrafa transkóðað via ffmpeg og mediatomb, sem þýðir að það er hægt að horfa á MKV fæla í 5 ára gömlum spilara án vandkvæða.

Enska boltan horfi ég á í gegnum sopcast, er með sp-sc og rss/timer script sem setja sjálfkrafa strauma í gang frá myp2p.eu og eina sem ég þarf að gera er að velja hvaða leik ég ætla að horfa á :)

Ég nota síðan rutorrent sem torrent server, með RSS plugin gaurnum sækjast allir þættir sem við höfum áhuga á sjálfkrafa, er afpakkað og sett í réttar möppur í media gagnagrindinni. Síðan er sendur póstur á okkur til að láta okkur vita að nýr þáttur er kominn.

Einnig er ég með openvpn server uppsettan á vélinni sem mágur minn lætur sitt linux box tengjast, þannig sjáum við UPNP serverana hjá hvorum öðrum til að spila efni.
Einnig er það fínt þegar mar þarf að komast inná innanhúss netið úr vinnunni.

Í felum liggja 2 linksys wireless G myndavélar sem taka upp hreyfingar á heimilinu þegar við erum í vinnunni eða í fríi. Taka upp video og/eða still myndir og senda í pósti á ytri server þegar að kerfið er í gangi.

CUPS prentserver sér um að breyta allri normal útprentun í draft til að spara blek, nema þegar að prentað er í lit.

Til að hlusta á tónlist notum við ampache oná MP3 folderinn til að streyma via MPD í stofuna eða til að hlusta þegar við erum í vinnuni.
Þar sem ég er tölvunarfræðingur og vinn oft heima þá keyrir í IBM DB2 og IBM Websphere ég vélinni fyrir þróun til að létta á vinnslu á heima workstation vélinni minni.

Svo má ekki gleyma heimadrifinu sem konan notar, (eina windows vélin á heimilinu) til að geyma sín gögn til öryggis.

Bara svo innsýn á góðan heimaserver :)
Kv, Blues-

ps. lét fylgja með screens af VDR og rutorrent
Viðhengi
screen-vdr.png
VDR
screen-vdr.png (293.67 KiB) Skoðað 3105 sinnum
screen-2.png
rutorrent
screen-2.png (127.72 KiB) Skoðað 3127 sinnum
Síðast breytt af Blues- á Mán 27. Des 2010 02:09, breytt samtals 2 sinnum.



Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Heima serverinn / fullorðins uppsetning

Pósturaf urban » Mán 27. Des 2010 00:54

ok maður þarf alveg að ráða þig í vinnu við að setja upp svipað kerfi þegar að maður flytur :)


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Skjámynd

jagermeister
spjallið.is
Póstar: 489
Skráði sig: Mán 16. Mar 2009 16:25
Reputation: 5
Staða: Ótengdur

Re: Heima serverinn / fullorðins uppsetning

Pósturaf jagermeister » Mán 27. Des 2010 01:12

þetta er einhver mesti draumur sem ég hef lesið



Skjámynd

MatroX
Bannaður
Póstar: 3540
Skráði sig: Mið 17. Feb 2010 12:58
Reputation: 49
Staða: Ótengdur

Re: Heima serverinn / fullorðins uppsetning

Pósturaf MatroX » Mán 27. Des 2010 01:13

jagermeister skrifaði:þetta er einhver mesti draumur sem ég hef lesið


x2


Intel i7 13700k | Artic Freezer II 240 | Gigabyte ud4 | Ripjaws 4x8gb 3200mhz | Palit RTX 3080 GAME ROCK | Corsair 350d | 1x 1tb CARDEA ZERO | 2tb SSD| Antec HCP 1200w | 1x 27" PHILIPS 274E5QHS | 1x ASUS 27" 4k ultrawide | Corsair M95 Mús | Corsair K95 RGB MX Red Lyklaborð |

Skjámynd

Höfundur
Blues-
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 397
Skráði sig: Þri 09. Maí 2006 01:16
Reputation: 18
Staðsetning: /usr/local
Staða: Ótengdur

Re: Heima serverinn / fullorðins uppsetning

Pósturaf Blues- » Mán 27. Des 2010 01:16

Grunar svona að nokkrir pæla hvort að Q6600 sé overkill fyrir server .. þá er bara 1 ástæða fyrir því að ég uppfærði úr P4 3Ghz yfir í Quad Cora örgjörva ..
Transcode á 1080P MKV í rauntíma fyrir 2 UPNP - client-a í einu þarf alvöru CPU power :)
Sem betur fer styður ffmpeg multicore þannig að örrinn er nýttur eins og hann er hannaður fyrir.



Skjámynd

KermitTheFrog
Kóngur
Póstar: 4273
Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
Reputation: 67
Staða: Ótengdur

Re: Heima serverinn / fullorðins uppsetning

Pósturaf KermitTheFrog » Mán 27. Des 2010 01:23

Vá! Svona verður heimilið mitt þegar ég stofna slíkt.



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7557
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1189
Staða: Ótengdur

Re: Heima serverinn / fullorðins uppsetning

Pósturaf rapport » Mán 27. Des 2010 01:31

Ekkert redundancy?

Einn PSU bilar og öll stórfjölskyldan kemst ekki í póstinn sinn?

Allt management sem kallar á restart = niðritími.

Fjölskyldan er voðalega þolinmótt fólk O:)



Skjámynd

Höfundur
Blues-
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 397
Skráði sig: Þri 09. Maí 2006 01:16
Reputation: 18
Staðsetning: /usr/local
Staða: Ótengdur

Re: Heima serverinn / fullorðins uppsetning

Pósturaf Blues- » Mán 27. Des 2010 01:46

rapport skrifaði:Ekkert redundancy?

Einn PSU bilar og öll stórfjölskyldan kemst ekki í póstinn sinn?

Allt management sem kallar á restart = niðritími.

Fjölskyldan er voðalega þolinmótt fólk O:)


Það er reyndar fyndið að þú skildir minnast á PSU ..
Kom akkúrat fyrir í sumar að PSU-inn fór í vélinni .. 20kr. corsair PSU .. ég var mega fúll .. hann sprakk með látum.
Skrifaðu þráð um það á sínum tíma þegar ég þurfti að redda nýjum í hvelli .... viewtopic.php?f=9&t=30819

Þetta var fyrsta restart ársins .. númer tvö var á þorláksmessu þegar ég var að taka gamalt raid kort úr sem ég þurfti að koma í aðra vél.

Já fjölskyldan er þolinmóð .. en fær betra tech-support en hvaða fyrirtæki sem er á landinu :)




Andri Fannar
Tölvutryllir
Póstar: 687
Skráði sig: Fim 08. Jan 2004 20:53
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Heima serverinn / fullorðins uppsetning

Pósturaf Andri Fannar » Mán 27. Des 2010 02:33

Bravó =D>


« andrifannar»

Skjámynd

Lexxinn
/dev/null
Póstar: 1457
Skráði sig: Sun 22. Nóv 2009 12:26
Reputation: 163
Staðsetning: Júpíter
Staða: Ótengdur

Re: Heima serverinn / fullorðins uppsetning

Pósturaf Lexxinn » Mán 27. Des 2010 02:38

Almáttugur! :snobbylaugh



Skjámynd

BjarkiB
Of mikill frítími
Póstar: 1947
Skráði sig: Fim 26. Nóv 2009 19:02
Reputation: 15
Staðsetning: C:\Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Heima serverinn / fullorðins uppsetning

Pósturaf BjarkiB » Mán 27. Des 2010 02:47

Hef aldrei lesið annað eins, rosalega öfunda ég þig :(


Andri Fannar skrifaði:Bravó =D>


smá off topic, Andri Fannar í K.A?




darkppl
Gúrú
Póstar: 543
Skráði sig: Mán 12. Júl 2010 21:40
Reputation: 15
Staða: Ótengdur

Re: Heima serverinn / fullorðins uppsetning

Pósturaf darkppl » Mán 27. Des 2010 03:57

nice :shock: flott upp sett hjá þer :)


I7-8700K|Corsair H-150i|Asus Maximus X Hero (Wifi) |32GB G.Skill Tridend Z RGB|GTX 1080ti |
Coolermaster Mastercase 5|

Skjámynd

Nothing
spjallið.is
Póstar: 457
Skráði sig: Mið 17. Sep 2008 23:09
Reputation: 5
Staða: Ótengdur

Re: Heima serverinn / fullorðins uppsetning

Pósturaf Nothing » Mán 27. Des 2010 04:17

Þetta er geðveikt!

Flott hjá þér að skella innleggi á vaktina og deila þessu með okkur.

Smá forvitni hvað tók þetta þig mikinn tíma að skella upp?


Aðalvél: I5-760 | Gigabyte P55A-UD3 | G.Skill Ripjaws 2x4GB CL7 | PNY GTX 460 1GB | X-fi XG | 2.5TB | Thermaltake 650w
Gagnavél: Intel Q6600 | Gigabyte EP31-DS3L | Geil 2x2GB 800MHZ | PNY 9600GT | 1TB | Coolermaster 500w

Skjámynd

Mazi!
ÜberAdmin
Póstar: 1326
Skráði sig: Fim 13. Okt 2005 15:25
Reputation: 1
Staðsetning: Skúrinn
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Heima serverinn / fullorðins uppsetning

Pósturaf Mazi! » Mán 27. Des 2010 04:19

:wtf þetta er magnað!


Mazi -

Skjámynd

Gummzzi
spjallið.is
Póstar: 409
Skráði sig: Þri 27. Apr 2010 19:28
Reputation: 11
Staðsetning: VilltaVestrið
Staða: Ótengdur

Re: Heima serverinn / fullorðins uppsetning

Pósturaf Gummzzi » Mán 27. Des 2010 04:21

Mynd
:happy =D> :happy =D> :happy



Ryzen 5 5600x︱be quiet! dark rock 4︱RAM: 16 GB @3600MHz ︱1TB M.2 NVMe SSD
ASRock B550M-Steel Legend︱Red Devil RX 6700XT︱Be quiet! Pure Power 11 700w︱be quiet pure base 500
Mi Curved Gaming Monitor 34"


JohnnyX
/dev/null
Póstar: 1442
Skráði sig: Sun 04. Jan 2009 18:25
Reputation: 14
Staða: Ótengdur

Re: Heima serverinn / fullorðins uppsetning

Pósturaf JohnnyX » Mán 27. Des 2010 04:51

Ruddalegt setup hjá þér! :happy



Skjámynd

DJOli
Vaktari
Póstar: 2105
Skráði sig: Fim 24. Jún 2010 01:58
Reputation: 175
Staðsetning: Heima
Staða: Ótengdur

Re: Heima serverinn / fullorðins uppsetning

Pósturaf DJOli » Mán 27. Des 2010 09:55

=D>

dibs á að ráða þig í skemmtilegheit þegar ég finn mér kósý húsnæði :D

cat6 í öll herbergi
router geymdur hjá rafmagnstöflu
einn wifi repeater í sjónvarpsherbergi
mediaserverar og allt heila klabbið, bara hafa nóg, og að hafa það nógu skemmtilegt :D


i7-11700KF|64gb(2x32gb)ddr4|1060-6gb|1tb Samsung 980 Pro nvme m.2|1tb Samsung 860 Evo sata ssd|Corsair HX1200|


AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6354
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: Heima serverinn / fullorðins uppsetning

Pósturaf AntiTrust » Mán 27. Des 2010 10:21

Við erum greinilega með mjög svipaðar hugmyndir um heimasetup, enda eru þau nauðalík. Þar sem ég er afar stoltur af mínu setupi get ég ekki annað en sagt, flott setup :happy Munurinn liggur kannski aðallega í því að ég RSS downloada torrentum, en tek ekkert upp.

Það er eitt sem ég hefði haft öðruvísi þó, út með popcorn hour (eins góðir og þeir eru þó) og i3 HTPC vél + XBMC (eða annað sambærilegt) í stofuna í staðinn.

Þessari proxy uppsetningu ætla ég hinsvegar að stela frá þér hið snarasta, bara snilld.



Skjámynd

Höfundur
Blues-
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 397
Skráði sig: Þri 09. Maí 2006 01:16
Reputation: 18
Staðsetning: /usr/local
Staða: Ótengdur

Re: Heima serverinn / fullorðins uppsetning

Pósturaf Blues- » Mán 27. Des 2010 11:47

Nothing skrifaði:Smá forvitni hvað tók þetta þig mikinn tíma að skella upp?


Ég er búinn að vera exclusive linux notandi í yfir 10 ár þannig að það hjálpar til :)
Annars hefur það tekið mig nokkrar vikur að setja upp og stilla serverinn fullkomnlega eins og ég vill hafa hann.
Tímafrekast var að stilla CI (common interface) hlutann með kortalesaranum til að afrugla læstar rásir.
Einnig langar mig til að kaupa annað DVB-T kort með 2 móttökurum þannig að það sé hægt að taka upp af tveimur eða þremur transpondurum í einu.

AntiTrust skrifaði:Það er eitt sem ég hefði haft öðruvísi þó, út með popcorn hour (eins góðir og þeir eru þó) og i3 HTPC vél + XBMC (eða annað sambærilegt) í stofuna í staðinn.


Málið er að ég vill alls ekki hafa neitt með harðdiskum keyrandi í stofunni, endar alltaf með því að mar heyrir suðið í diskunum á einhverjum tímapunkti.
Reyndar er ég aðeins að svindla því ég fékk mér 320gb 2,5 tommu disk í Popcorn C200 boxið en er reyndar ekkert að nota hann, en Blu-ray drifið í því virkar fínt þannig að boxið kom líka í staðinnn fyrir DVD/Blu-ray spilara.




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6354
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: Heima serverinn / fullorðins uppsetning

Pósturaf AntiTrust » Mán 27. Des 2010 11:58

Blues- skrifaði:Málið er að ég vill alls ekki hafa neitt með harðdiskum keyrandi í stofunni, endar alltaf með því að mar heyrir suðið í diskunum á einhverjum tímapunkti.
Reyndar er ég aðeins að svindla því ég fékk mér 320gb 2,5 tommu disk í Popcorn C200 boxið en er reyndar ekkert að nota hann, en Blu-ray drifið í því virkar fínt þannig að boxið kom líka í staðinnn fyrir DVD/Blu-ray spilara.


Nákvæmlega sama hér ;) Er með internal USB í HTPC kassanum og er þar með 8GB USB sem keyrir XBMC Live Install. Allt scrape media (fanart, posters, trailers, cast info, plot etc.) er geymt á servernum.

Töff samt að hann sé með BluRay spilara, vissi það ekki, stór kostur.



Skjámynd

Optimus
Nörd
Póstar: 117
Skráði sig: Fim 09. Des 2010 01:19
Reputation: 0
Staðsetning: Kópavogur
Staða: Ótengdur

Re: Heima serverinn / fullorðins uppsetning

Pósturaf Optimus » Mán 27. Des 2010 12:44

Vá, vel gert.


i7 950|Noctua NH-D14|ASUS P6X58D-E|Mushkin Ridgeback 3x2GB|PNY GTX 570|ASUS Xonar DX|Mushkin Chronos 120GB SSD|2x1TB RAID1|HAF X|Corsair HX850W||Samsung 27" P2770FH

Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3123
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 454
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Heima serverinn / fullorðins uppsetning

Pósturaf hagur » Mán 27. Des 2010 12:59

Þetta er verulega flott setup. Gaman að heyra að það séu fleiri jafn "klikkaðir" og maður sjálfur þegar kemur að svona hlutum.

Smá forvitni, hvaða hardware þurftirðu að kaupa aukalega við HVR kortið til að geta náð rugluðum rásum? Er þetta alveg standalone græja kannski eða tengist þetta HVR kortinu? Gastu svo bara stungið venjulega DÍ SIM kortinu í þetta?




B.Ingimarsson
Ofur-Nörd
Póstar: 290
Skráði sig: Sun 08. Ágú 2010 22:08
Reputation: 0
Staðsetning: 600 Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Heima serverinn / fullorðins uppsetning

Pósturaf B.Ingimarsson » Mán 27. Des 2010 14:19

nice, hvað kostaði þetta svona u.þ.b ? O:)
endilega komdu með fleyri myndir af þessari geimstöð sem þú ert með þarna.



Skjámynd

Höfundur
Blues-
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 397
Skráði sig: Þri 09. Maí 2006 01:16
Reputation: 18
Staðsetning: /usr/local
Staða: Ótengdur

Re: Heima serverinn / fullorðins uppsetning

Pósturaf Blues- » Mið 29. Des 2010 01:18

hagur skrifaði:Smá forvitni, hvaða hardware þurftirðu að kaupa aukalega við HVR kortið til að geta náð rugluðum rásum? Er þetta alveg standalone græja kannski eða tengist þetta HVR kortinu? Gastu svo bara stungið venjulega DÍ SIM kortinu í þetta?


Er með USB kortalesara .. bara svona típískan eins og fylgir þegar mar fær rafræn skilríki í bankanum .. samt ekki alveig eins :)
Keypti minn á nokkrar evrur á http://www.dvbshop.net/ og í rauninni tengist DVB kortinu ekki neitt ..
Hins vegar er líka hægt að fá kort sem eru með innbyggðum CI module eins og td. þetta http://www.dvbshop.net/product_info.php ... rface.html sem er nátturulega alger snilld.
Ef þú ert að keyra linux .. þá er alltaf góð regla að fara á http://linuxtv.org/wiki/index.php/Main_Page til að ganga úr skugga um að DVB hardware-ið sem mar er að
spá í að kaupa sé supported.

B.Ingimarsson skrifaði:nice, hvað kostaði þetta svona u.þ.b ? O:)
endilega komdu með fleyri myndir af þessari geimstöð sem þú ert með þarna.


Well .. þessi vél er búinn að kosta skildinginn :)
Diskar fyrir rúmlega 100.000 kall
Örri, minni og móbo keypti ég á vaktinni ..
DVB kortið keypti ég frá Danmörku á 12.000 kall í staðinn fyrir okur 40.000 kall frá tölvutek
RAID kortið sem kostar nýtt 70.000 kall hérna heima fékk ég að 25.000 kall hérna á vaktinni .. alger kostakaup :)

Varðandi myndir .. þá er þetta allt saman í ósköp venjulegum Coolermaster Stacker kassa (sem er snilld btw)


Síðan var einn héðan af vaktinni að senda mér PM varðandi SopCast uppsetninguna hjá mér ..
Ég var búinn að svara því nokkuð ítarlega á Ubuntu Forums og sendi hér með bara link í það, því ég er of latur að snara því aftur yfir í íslensku
: http://ubuntuforums.org/showthread.php?t=1626480#4


Kv,
Blues-




Páll
/dev/null
Póstar: 1426
Skráði sig: Mán 28. Apr 2008 17:32
Reputation: 0
Staðsetning: Undir töfra regnboganum
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Heima serverinn / fullorðins uppsetning

Pósturaf Páll » Mið 29. Des 2010 01:59

Þvílík geðveiki! [-o<