Ég er með CoolerMaster kassa sem er vel kældur en ætla að kæla hann enn frekar vegna smá breytinga og ætla að setja aukakælingu framan á kassan sem fyllir útí 3 geisladrifsstæði.
Ég læt þessa auglýsingu malla hér fram yfir jól og þá annað hvort panta þetta sjálfur eða bið einhverja tölvuverslun að taka þetta í næstu sendingu.
Ef einhver á svona og er til í að selja þá er mér sléttsama um útlit og ástand, skipti bara um viftu ef hún er ónýt, en ef ég panta þá fengi ég mér nr.1 þessa http://www.frozencpu.com/products/7657/ ... s610#blank
Og nr.2 þessa http://www.scythe-usa.com/product/acc/0 ... etail.html
Ef að einhver sem les þetta og er að vinna í tölvuverslun og er til í að redda því að þetta verði pantað með næstu sendingu þá er ég kaupandi, ég er búinn að skoða allar vefsíður tölvuverslana sem eru á vaktin.is og meira til og finn þetta ekki hérna á klakanum.
Ég er ekki stressaðari en svo að ég þarf þetta ekki fyrr en eftir mánuð ef þannig stendur á pöntunum hjá tölvuverslunum, en ég vill fá þetta og mun að sjálfsögðu borga inná pöntunina.
