Black skrifaði:hackintosh hljómar spennandi :O ég var búinn að heyra um að það væri rosalega lítið mál að setja það í svona netbook tölvur.. er með msi u123, ætli ég geti ekki hent því upp ánvandræða, hverning er það ertu ekki að lenda í neinum driver vandamálum ?
Jú og nei. Ég lenti ekki í neinum vandræðum á desktop vélinni minni og allt virkaði out of the box nema Marvell netkortið og 8800GTS skjákortið. En það var bara af því að Apple driverarnir þekktu ekki device IDin þeirra, og það eina sem ég þurfti að gera var að bæta þeim í textaskrána sem heldur utan um slíkt í OSX. OSX er s.s. með native support fyrir bæði en þegar búnaðurinn kemur frá Apple þá hefur hann önnur device ID sem er auðvelt að laga.
Þetta er þó auðvitað misjafnt eftir vélbúnaði. Ég lenti í miklu veseni þegar ég skipti 8800GTS kortinu út fyrir HD4850 (ég þurfti að nota moddaða drivera o.fl.), en þegar 10.6.5 uppfærslan kom út þá gat ég aftur notað native driverinn á sama hátt og að ofan. Sömuleiðis virkar Soundblaster kortið ekki (af augljósum ástæðum) og Jmicron IDE controllerinn þurfti hakkaðan driver af netinu þar sem Makkar nota eingöngu SATA.
Það býr auðvitað meira að baki (t.d. þarftu bootloader) en mér sýnist í fljótu bragði ekki vera mikið vesen að láta vélina þína virka með OSX. Það væri helst þráðlausa netið en það veltur á netkortinu.
Hér er heilt spjallborð fyrir OSX á MSI Wind vélum:
http://insanelywind.com/forum/viewforum.php?f=10&sid=1305f6db5ff3b267d3a20a24363e41f6Sjálfum fannst mér auðveldast að nota syspreppaðan Hackintosh disk til að setja kerfið upp í fyrsta skiptið. Ég notaði til þess útgáfu sem heitir iAtkos S3 og þú ættir að geta fundið á torrent. Það tekur tíma að læra á þetta allt og tóm leiðindi að díla við bootloaderinn og þess háttar á meðan þetta er nýtt fyrir þér.