lukkuláki skrifaði:Ég vil benda þér á þessa klausu í ábyrgðarskilmálum EJS: "Ef ábyrgðartími er annar en að framan greinir er þess sérstaklega getið á sölureikningi."
Þegar vélar eru sagðar með 3 ára ábyrgð á sölureikningi þá eru þær með 3 ára ábyrgð. Alveg sama hvort um einstakling eða fyrirtæki er að ræða.
"5 ára varahlutaábyrgð, fyrstu 3 árin er vinna á verkstæði EJS innifalin í útskiptingu á varahlut"
Það kemur greinilega fram þarna í lýsingu vélarinnar að hún er með 3 ára ábyrgð og 2 ára viðbótarábyrgð á vélbúnaði en þessi viðbótarábyrgð inniheldur ekki vinnu á verkstæði.
Ertu ekki að fatta þetta ?
Að öðru leiti nenni ég ekki að tjá mig um þetta af augljósum ástæðum.
Úr lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu]1)
[16. gr. b. Ef ábyrgðaryfirlýsing er veitt skal seljandi vöru eða þjónustu upplýsa neytanda á skýran og greinargóðan hátt um gildissvið ábyrgðarinnar og hvaða skilyrði eru sett til þess að neytandi geti borið fyrir sig ábyrgðina. Jafnframt skal seljandi upplýsa neytanda á skýran hátt um þau ófrávíkjanlegu réttindi sem hann nýtur samkvæmt ákvæðum laga og ábyrgðaryfirlýsingin hefur engin áhrif á. Ef neytandi óskar þess ber seljanda að afhenda honum skilmála ábyrgðaryfirlýsingarinnar ritaða á pappír eða á öðrum varanlegum miðli sem er neytandanum aðgengilegur. Skriflegar ábyrgðaryfirlýsingar skulu vera á íslensku.]1
s.s. þeir eiga að upplysa kaupendur um sín venjulegu réttindi, hvenær þau eiga við og svo fjalla um hvernig viðbótarábyrgðin virkar og hvenær fólk getur notað hana...
Ein stutt setning er einskis virði...
Úr lögum um rafræn viðskipti og aðra rafræna þjónustu
IV. kafli. Rafrænir samningar.
8. gr. Rafrænir samningar jafngildir skriflegum.
Ef gerð er krafa um skriflegan samning í lögum, stjórnvaldsfyrirmælum eða með öðrum hætti er fullnægjandi að mæta þeirri kröfu með rafrænum samningi, enda sé samningurinn aðgengilegur báðum aðilum og unnt að varðveita hann.
Ákvæði 1. mgr. gilda einnig um kröfur til skriflegra tilkynninga eða annarra aðgerða sem aðilar samnings þurfa að framkvæma í tengslum við samningssamband þeirra og samkvæmt lögum, stjórnvaldsfyrirmælum eða með öðrum hætti skulu vera skriflegar.
Ákvæði 1. og 2. mgr. gilda ekki um samninga á sviði sifja- og erfðaréttar, stimpilskylda samninga og samninga sem stofna eða yfirfæra rétt yfir fasteignum, nema þegar um leigurétt er að ræða. Þá gilda þau ekki um þinglýsingar og lögbókandagerðir.
9. gr. Upplýsingaskylda við pöntun.
Þjónustuveitandi skal veita eftirfarandi upplýsingar með skýrum og ótvíræðum hætti áður en þjónustuþegi leggur inn pöntun:
1. hvaða tæknileg skref beri að taka til þess að ljúka samningsgerð,
2. hvort þjónustuveitandinn varðveiti gerðan samning,
3. hvort og þá hvernig samningur verði aðgengilegur,
4. um tæknilegar leiðir til þess að finna og leiðrétta innsláttarvillur áður en pöntun er gerð,
5. um þau tungumál sem unnt er að gera samninginn á, og
6. hvaða siðareglum hann fylgi og hvernig unnt sé að nálgast þær á rafrænu formi.
Ákvæði 1. mgr. eru frávíkjanleg ef enginn aðili samningsins er neytandi. Þau skulu ekki gilda um samninga sem eru einvörðungu gerðir með því að skiptast á tölvupóstssendingum eða með öðrum sambærilegum hætti.
Almennir samningsskilmálar og almenn skilyrði skulu látin í té með þeim hætti að þjónustuþegi geti varðveitt þau og kallað þau fram.
10. gr. Staðfesting á móttöku pöntunar.
Þjónustuveitandi skal staðfesta móttöku pöntunar frá þjónustuþega með rafrænum hætti án tafar.
Pöntun og staðfesting telst móttekin þegar aðilarnir, sem þeim er beint til, hafa aðgang að þeim.
Ákvæði 1. og 2. mgr. eru frávíkjanleg ef enginn aðili samningsins er neytandi. Ákvæði 1. mgr. skulu ekki gilda um samninga sem eru einvörðungu gerðir með því að skiptast á tölvupóstssendingum eða með öðrum sambærilegum hætti.
11. gr. Aðrar skyldur áður en pöntun er gerð.
Þjónustuveitandi skal gefa þjónustuþega kost á skilvirkum og aðgengilegum tæknilegum leiðum til þess að finna og leiðrétta innsláttarvillur áður en pöntun er gerð.
Ákvæði 1. mgr. eru frávíkjanleg ef enginn aðili samningsins er neytandi. Þau skulu ekki gilda um samninga sem eru einvörðungu gerðir með því að skiptast á tölvupóstssendingum eða með öðrum sambærilegum hætti.
Til að útskýra "Almenna samningsskilmála" þá má skoða 3a.grein leiðbeininga SVÞ (3b er svo dæmi um sérstaka skilmála)
HÉR en hún segir m.a.
ábyrgðir og þjónustu (s.s. viðhaldsþjónustu) sem seljandi veitir eftir að kaup á vöru eða þjónustu hafa farið fram, ef það á við (sbr. 9. gr.)
9.gr segir svo:
Skv. lögum um lausafjárkaup, er frestur til að skila gallaðri vöru 2 ár frá móttöku hennar og má aðeins gefa ábyrgðaryfirlýsingu veiti hún viðtakanda meiri rétt en hann hefur skv. lögum.
Þannig að það er enginn efi í mínum huga að EJS er að skíta upp á bak með þessi mál hjá sér.
Þú segir:
Að öðru leiti nenni ég ekki að tjá mig um þetta af augljósum ástæðum.
Er ekki bara málið að þú veist hvað þeir standa illa og óskipulega að þessum málum...
Raunin er sú að þar sem EJS hefur ekki útskýrt sinarábyrgðir þá þurfa þeir ekki að standa við neitt umfram almenna ábyrgð skv. lögum = þeir geta sparað sér svakalegan pening með því að hætta allri umframþjónustu (ef þeir eru að veita hana)
Það getur enginn kaupandi sýnt fram á að EJS hafi lofað einhverju meira en lög kveða á um þar sem EJS útvegaði kaupendum ekki réttu gögnin samfara kaupunum á búnaðinum. (nema sérstakur samningur hafi verið gerður).
bottom line...
Ef ég eða þu förum og kaupum þessa vél á 280þ. þá erum við að henda a.m.k. 80þ. út um gluggan (af augljósum ástæðum = EKKERT sem við værum að fá meira frá EJS en frá Tölvuvirkni hvað varðar ábyrgðir.)