Ég er með smá idiotic spurningu.
Hvar er best að nálgast recovery diska fyrir hinar ýmsu vélar? Félagi minn er með nokkra eldri tölvugarma (ýmis merki) sem hann ætlar að setja upp aftur og vill kaupa recovery diskana sem fylgdu með þeim í upphafi. Yfirleitt fylgja þessir diskar ekki með nýjum tölvum í dag en manni er boðið að skrifa recovery disk í fyrsta skipti sem maður kveikir á tölvunni.
Hann reyndi að nota bara OEM kóðann aftur við uppsetningu en hann fær auðvitað meldingu um að þetta sé ekki réttur kóði þar sem hann er ekki að nota OEM uppsetningardiska. Vissulega getur hann náð í OEM diska á torrent en hann vill það ekki þar sem hann ætlar að selja þetta með tölvunum eða eitthvað álíka shit - ekki að það myndi breyta neinu að mínu mati. Hann vill allavega gera þetta svona.
Er hægt að hafa samband við umboðsaðila hér á landi og fá þetta hjá þeim? Eða er best að panta þetta beint að utan frá framleiðanda? Held að einhverjir umboðsaðilar séu ekki að selja þetta heldur bjóða manni bara uppsetningu gerða af þeim þar sem þeir eru bara með factory diska en ekki recovery diska fyrir einstaklinga.
Minnir að þetta séu aðallega IBM, HP, Acer, Medion og Toshiba vélar sem hann er að leita að.
Hvernig er það annars er með leyfiskóða af t.d. Microsoft stýrikerfum eða hugbúnaði frá þeim, getur maður haft samband við þá úti og re-activeitað kóðann á vélinni ef maður gefur þeim upp serial númer eða eitthvað slíkt? T.d. ef maður kaupir sér Microsoft Office pakkann - straujar svo vélina eftir einhvern tíma, er einhvern veginn hægt að re-activeita kóðann sem maður var búinn að activeita áður með því að hafa samband við Microsoft?
Recovery diskar
-
- Stjórnandi
- Póstar: 6354
- Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
- Reputation: 161
- Staða: Ótengdur
Re: Recovery diskar
Þú getur gert phone activation með meðfylgjandi kóðum já. Sum umboð eru að selja recovery diska, sum ekki - eina leiðin er að hringja og athuga. Það er því miður alveg merkilega lítið um þessi recovery .img á torrent.
-
Höfundur - </Snillingur>
- Póstar: 1069
- Skráði sig: Mið 13. Ágú 2008 02:18
- Reputation: 12
- Staða: Ótengdur
Re: Recovery diskar
AntiTrust skrifaði:Þú getur gert phone activation með meðfylgjandi kóðum já.
Sem sagt með serial og product númeri vélarinnar sem OEM stýrikerfið eða hugbúnaðurinn var á? Hringir maður þá ekki beint í Microsoft úti eða hefur Microsoft á Íslandi einhverja milligöngu varðandi þetta ferli?
Ein spurning varðandi Microsoft activation - þegar maður activeitar product frá þeim sendist þá ekki út til þeirra product kóðinn og serial/product númer vélarinnar til að tengja við kóðann? Eða er ég á villigötum?
Átti reyndar eftir að segja honum að tékka hvort eitthvað af þessum vélum sé með recovery partition, þá ætti hann að geta uppsett þetta aftur af þeim ef þau eru til staðar.
Takk annars fyrir svarið - alltaf hægt að treysta á viskuna frá þér
-
- Kóngur
- Póstar: 4431
- Skráði sig: Mið 01. Apr 2009 17:08
- Reputation: 6
- Staðsetning: Akureyri
- Staða: Ótengdur
Re: Recovery diskar
ég á eh staðar recovery disk fyrir acer 5100 allaveganna, hvort hann virki fyrir fleiri skal ég ekki lofa, fann hann á torrent þegar mig vantaði
skal gá hvort ég geti ekki fundið hann og sent þér einhvern veginn
skal gá hvort ég geti ekki fundið hann og sent þér einhvern veginn
ef ég spyr spurninga vil ég fá það í þráðinn EKKI í pm!! pm með hótunum, svör við spurningum og fleiru eru án tafar birt í viðeigandi þráð.
Sýnum skynsemi og skrifum undir á móti esb tíma og peningasóun, farðu á www.skynsemi.is og skráðu þig!
Sýnum skynsemi og skrifum undir á móti esb tíma og peningasóun, farðu á www.skynsemi.is og skráðu þig!
-
- Stjórnandi
- Póstar: 6354
- Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
- Reputation: 161
- Staða: Ótengdur
Re: Recovery diskar
Hargo skrifaði:Sem sagt með serial og product númeri vélarinnar sem OEM stýrikerfið eða hugbúnaðurinn var á? Hringir maður þá ekki beint í Microsoft úti eða hefur Microsoft á Íslandi einhverja milligöngu varðandi þetta ferli?
Með OS product lyklinum sem er undir vélunum já. Síðustu skipti sem ég hef notað þessa aðferð fæ ég alltaf samband við símsvara sem tekur við product key og gefur þér activation code til baka.
Hargo skrifaði:Ein spurning varðandi Microsoft activation - þegar maður activeitar product frá þeim sendist þá ekki út til þeirra product kóðinn og serial/product númer vélarinnar til að tengja við kóðann? Eða er ég á villigötum?
Jú, nokkurnvegin. Þegar þú virkjar Windows stýrikerfi sendist 50digit Installation ID til Microsoft. Í þessum 50 stöfum eru í raun tvær tölur, Product ID - sem er reiknaður útfrá Product Key-inum sjálfum, og Hardware ID - sem er reiknaður útfrá 10 mismunandi vélbúnaðarupplýsingum.
-
- </Snillingur>
- Póstar: 1034
- Skráði sig: Fim 24. Jún 2004 12:36
- Reputation: 132
- Staða: Ótengdur
Re: Recovery diskar
Recovery CD eru ekkert frábrugðnir venjulegu Windows installi að undanskildu fáeinum skrám:
XP:
Inniheldur 4 OEMBIOS skrár og svo OEM CD-key (sem er t.d. hægt að sjá hjá Microsoft)
Activation ferlið:
Er SLP strengur í BIOS-num?
Passa OEMBIOS skrárnar við viðkomandi SLP streng?
Passar CD-keyinn við þessa útgáfu?
-> XP virkjast offline
Vista/7
Inniheldur certificate skrá (eins fyrir allar útg.) og svo almennan OEM CD-key (mismunandi eftir útgáfu windows (Home/pro etc))
Activation ferlið:
Er SLIC tafla í BIOS-num?
Passar certificate-ið við SLIC töfluna?
Passar CD-keyinn við útgáfuna og við certificate-ið?
-> Vista/7 virkjast offline
Nota bene þá á þetta bara við um tölvur frá stórum framleiðendum eins og Lenovo/Dell/HP o.s.frm.
XP:
Inniheldur 4 OEMBIOS skrár og svo OEM CD-key (sem er t.d. hægt að sjá hjá Microsoft)
Activation ferlið:
Er SLP strengur í BIOS-num?
Passa OEMBIOS skrárnar við viðkomandi SLP streng?
Passar CD-keyinn við þessa útgáfu?
-> XP virkjast offline
Vista/7
Inniheldur certificate skrá (eins fyrir allar útg.) og svo almennan OEM CD-key (mismunandi eftir útgáfu windows (Home/pro etc))
Activation ferlið:
Er SLIC tafla í BIOS-num?
Passar certificate-ið við SLIC töfluna?
Passar CD-keyinn við útgáfuna og við certificate-ið?
-> Vista/7 virkjast offline
Nota bene þá á þetta bara við um tölvur frá stórum framleiðendum eins og Lenovo/Dell/HP o.s.frm.
-
Höfundur - </Snillingur>
- Póstar: 1069
- Skráði sig: Mið 13. Ágú 2008 02:18
- Reputation: 12
- Staða: Ótengdur
Re: Recovery diskar
Takk fyrir þetta info strákar.
Munið þið símanúmerið fyrir Ísland sem maður á að hringja í til að re-activeita hjá Microsoft?
Er þetta réttur númeralisti til að fara eftir? Eða er þetta ekki bara fyrir volume licenses sem eru þá væntanlega einhver magnleyfi sem fyrirtæki kaupa yfirleitt á margar vélar? Er ég á algjörum villigötum?
Munið þið símanúmerið fyrir Ísland sem maður á að hringja í til að re-activeita hjá Microsoft?
Er þetta réttur númeralisti til að fara eftir? Eða er þetta ekki bara fyrir volume licenses sem eru þá væntanlega einhver magnleyfi sem fyrirtæki kaupa yfirleitt á margar vélar? Er ég á algjörum villigötum?
-
- Internetsérfræðingur
- Póstar: 6799
- Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
- Reputation: 940
- Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Recovery diskar
Hargo skrifaði:Takk fyrir þetta info strákar.
Munið þið símanúmerið fyrir Ísland sem maður á að hringja í til að re-activeita hjá Microsoft?
Er þetta réttur númeralisti til að fara eftir? Eða er þetta ekki bara fyrir volume licenses sem eru þá væntanlega einhver magnleyfi sem fyrirtæki kaupa yfirleitt á margar vélar? Er ég á algjörum villigötum?
Virkti OEM XP í gegnum síma 2-3 sinnum, held ég hafi alltaf verið látinn nota norska númerið. Virkaði fínt.
I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things
Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB
Ryzen 3600X 2070S 16GB