Hefði liklega skilist betur ef ég hefði skrifað "sbr. umræðu um árangurstengd laun"
Íslenskar BS og MS ritgerðir um árangurstengd laun komast oftar en ekki að þeirri niðurstöðu að konur vilji ekki keppa innbyrðis á vinnustað = ef þær græði þa gangi það á möguleika annarra tilað afla ser tekna (Zero sum).
t.d. bónus í fiskvinnslu, hérna á árum áður þá voru konur mjög fljótar að koma þeim hægari í burtu ef að það var unnið í hópbónus
Hef ekki heyrt þetta áður, hugsanlega er þetta lykillinn að réttlátara kerfi fyrir konur = þær hópa sig saman en karlar labba einir s.s. "walk alone" í sinum launamálum.
Það væri snilld að bjóða upp á svona hópalaun tengd árangri.
en hvað í ósköpunum ætti að gera ef að konur sækja ekki um launahækkun og sækja um almennt lægri laun í atvinnuviðtölum(sem að er margbúið að sýna sig)?
Það er stóra málið. Þetta er vandamál sem var skapað í uppeldinu og áhrifum samfélagsins á konurnar sjálfar. Þetta er ekki eitthvað sem þær vöknuðu með í hausnum einn daginn "hey... ég ætla að vera með lægri laun en aðrir af því að mér finnst ég ekki eiga meira skilið".
Samfélagið hvetur karlmenn almennt til dáða en ekki konur og afleiðingin er svona stupid vandamál eins og þetta sem er ekkert hægt að leysa nema með "gogleplex mörgum klst. hjá sálfræðingum".
En með einhverjum kerfislægum hætti hlítur að vera hægt að tryggja þessumkonum réttlatari meðferð/laun á vinnumarkaði?
viltu kannski að það verði settir kynjakvótar á laun ?
að konur byrji átómatískt á hærri launum en karlar þegar að unnin er sama vinna
bara vegna þess að þær sækja síður um launahækkanir ?
Nei, það vil ég ekki.
En mér finnst það hroki í karlmönnum að vilja ekki viðurkenna að þetta er vandamál þo það sé ekki beint þeirra vandamál.
Ég var ekki að þykjast hafa lausnina, bara benda á einkenni vandamálsins og biðja um að það væri viðurkennt.
Þegar það er komið á hreint, þa má fara vinna að lausn á markvissan hátt. Þegar allir eru orðnir sammála um hvert vandamálið er.
Einkennin eru "lægri laun" = en raunverulega vandamálið er "léleg sjálfsmynd kvenna" (held ég).
Hugsanlega er uppeldið of karlvænt. Hugsanlega er þetta ekki lengur vaxandi vandamál heldur er hverfandi og mun sveiflast í hina áttina á komandi árum samfara auknu enpowerment hjá konum... who knows.