Zethic skrifaði:Gúrú skrifaði:Þetta er ekkert minna trúboðun í skólakerfinu þó að enginn sé neyddur með valdi til þess að mæta.
Þarna hefuru rangt fyrir þér. Ég hef aldrei verið kristnitrúi, og vildi ekki læra um það. Í 7. bekk bað ég um að segja mig úr Kristnifræði, en mér var basicly sagt að halda kjafti og vera í þessum tímum....
Ég var að vitna í mann sem talaði um tvær ferðir á ári í kirkju og eina testamentsgjöf frá Gideonfélaginu - og ég tók sérstaklega fram "með valdi",
ekkert barn fær að segja nei vegna þess að þau myndu öll segja nei - vegna þess að börn sjá, líkt og aðrir sem að yrðu settir í sömu spor, að þetta er tilgangslaus sóun á tíma (kirkjuferðirnar).
Ég var ekki langt frá því að harðneita að taka þátt í þessu rugli (kirkjuferðir) og mér bauð við því þegar ég var 10 ára og einhverjir Gideontrúboðar töluðu um
"hversu mikið það gæti hjálpað manni að
snúa sér til guðs, lesa nokkur vers og hugsa um það af hverju
hann sagði þetta við okkur"
það er ástæða fyrir því að ég man þessa setningu svona nákvæmlega: Mér býður við þessu rugli, mig langar að vita nákvæmlega hver hleypti þessu fólki inn í
kennslustund hjá mér og ég mun ekki sætta mig við að fleiri séu settir í sömu spor.
ManiO skrifaði:það eru trúlausir trúboðar
Hvaða trú eru þessir trúlausu menn að boða? Forvitnilegt.
Orri skrifaði:Mér finnst bara sjálfsagt að íslenskir krakkar fái kristinfræðslu.
Mér líka, en hefurðu opnað einhverjar kennslubækur sem hafa verið notaðar til að kenna "kristinfræðslu"? Þetta er allt eins og skrifað af séra rithöfundi.
Einhver hefur því miður tekið eintakið mitt af "Brauð Lífsins" eða hvað sem þessi bók hét svo að ég get ekki vitnað í trúboðið í henni fyrir ykkur því miður.
Ef einhver hefur aðgang að
skólavefnum mega þeir endilega vitna í þessa fáránlegu bók.
Með Googli fann ég pistil sem heimspeki- ásamt fleiru kennarinn Jóhannes Björnsson skrifaði fyrir tíu árum,
http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.ht ... _id=538484JB skrifaði:Ég hef þó ærna ástæðu til að ætla að trúboð sé stundað grimmt í Breiðagerðisskóla
Ég hef hana líka, enda nemandi þar í 7 ár.