Your computer history?

Allt utan efnis

everdark
Ofur-Nörd
Póstar: 261
Skráði sig: Sun 04. Apr 2004 18:29
Reputation: 18
Staða: Ótengdur

Re: Your computer history?

Pósturaf everdark » Mán 25. Okt 2010 09:37

Humm...

Fyrsta tölvan sem ég komst í tæri við var Hyundai borðvél í kringum '95. Pentium örgjörvi, 300mb harður diskur og sitthvað fleira. Þessu fylgdi að sjálfsögðu 28.8K tenging og Windows 95. 15" CRT.

Tölva nr 2 var Compaq Presario vél uþb '98. Man ekki nákvæmlega hvað var í henni en rámar í að það hafi verið Pentium 2-3 og 20GB diskur. Voða venjuleg borðvél. 128.8K ISDN. Windows 98. 17" CRT.

Tölva nr 3 var fyrsta alvöru leikjatölvan, '00. Pentium 4 1.8GHz, GeForce MX400 og 512MB DDR minni og 120GB diskur. ADSL 256K. Þessi vél gerði lítið annað en að keyra CS. Windows 2000. 17" CRT.

Tölva nr 4, uþb '04. Innihélt Pentium 4 3.0 GHz, GeForce 6800GT "Golden Sample" og 200GB disk. Skjákortið í þessari drapst ekkert alltof löngu síðar en þá var Gainward farið á hausinn og því gat ég ekki sent kortið í RMA. Endaði á því að nota MX400 kortið þar til næsta tölva var keypt. ADSL 512K. Windows XP. 19" Alvöru, kolsvartur Dell CRT.. þið munið eftir honum. :8)

Tölva nr 5, sem ég er að nota núna, var keypt '07. Core 2 Duo E6750, GeForce 8800GTS og 2GB DDR2 og 500GB diskur. ADSL 12MBit. Windows XP og síðar 7. Samsung 226BW 22" og síðar Samsung 2443BW 24".

Fyndið að líta til baka og sjá hversu hratt þetta hefur þróast á aðeins 15 árum.




Gilmore
spjallið.is
Póstar: 416
Skráði sig: Mán 05. Feb 2007 14:44
Reputation: 4
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Your computer history?

Pósturaf Gilmore » Mán 25. Okt 2010 10:46

Fyrst af öllu þá man ég eftir gamalli leikjamaskínu sem var til heima og var hægt að tengja við sjónvarpið. Það var hægt að spila tennis í þessu og ping pong, en þetta voru bara 2 strik sitthvoru megin að henda milli sín punkti yfir línu á miðjum skjánum. En þetta var fyrir 1980.

1982: Fyrsta tölvan sem ég hafði aðgang að var BBC Microcomputer vél.

1986: Svo keypti Pabbi Acorn Electron tölvu inn á heimilið.

1989: Næst eignaðist ég Sinclair Spectrum 48k og svo seinna 128k, en ég var frekar seinn að uppgötva hversu frábær tölva Sinclair Spectrum var.

1992: Fyrsta PC vélin var einhver IBM vél með 12" skjá sem Pabbi keypti.

1995: Fyrsta PC vélin sem ég keypti sjálfur var PC 486 80mhz vél með 128mb minni og 14" skjá. (Leiðrétting, það var ekki nema 4mb af minni auðvitað.)

1996: Pentium 100 vél með 17" skjá, sem var eins og bíótjald í huga manns þá. ;)

1998: Pentium II vél. Man hvað mér fannst þessi vél vera mikið Monster á þeim tíma.

2000: Einhver Compac tölva, sennilega Pentium II eða III sem vinnan bauð okkur á gjafverði. Og þá er maður kominn með tvo 17" skjái við vélina.

2002: Pentium 4 og öðrum 17" skjánum skipt út fyrir 19" LCD skjá.

2005: Acer Aspire fartölva, fyrsta og eina fartölvan sem ég hef keypt.

2007: Core2Duo E6600 vél og 2 x 22" skjáir.

2009: Fyrri vél uppfærð í Core2Duo E8400 og 24" skjá bætt við.

2010: Intel I7 vél og 27" skjár.
Síðast breytt af Gilmore á Þri 26. Okt 2010 08:19, breytt samtals 1 sinni.


Intel 486 80mhz, 2MB RAM, VGA 256k skjákort, Soundblaster AWE 32, WD 730MB HDD, 28k modem, 14" Samsung monitor.

Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3120
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 454
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Your computer history?

Pósturaf hagur » Mán 25. Okt 2010 11:15

Gilmore skrifaði:
1995: Fyrsta PC vélin sem ég keypti sjálfur var PC 486 80mhz vél með 128mb minni og 14" skjá.

1996: Pentium 100 vél með sennilega 256mb minni og 17" skjá, sem var eins og bíótjald í huga manns þá. ;)



Vá!, Ertu viss um að þú hafir verið með svona mikið minni í þessum vélum? Ég keypti Pentium 100 vél árið 1996 minnir mig og hún var með 8MB. Kunningi minn úr skólanum á þessum tíma átti top of the line vél og hann uppfærði hana upp í 64MB frekar en 32MB man ekki alveg.



Skjámynd

kjarribesti
1+1=10
Póstar: 1145
Skráði sig: Fim 04. Jún 2009 01:55
Reputation: 0
Staðsetning: Kópavogurinn, reglulega fyrir norðan
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Your computer history?

Pósturaf kjarribesti » Mán 25. Okt 2010 11:31

fyrsta tölvan mín var packard bell eitthvað og allt leit út eins og á þessari mynd nema turninn, hann var meira ''epic'' í útliti :happy

Mynd


_______________________________________

Skjámynd

Saber
FanBoy
Póstar: 756
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:29
Reputation: 12
Staðsetning: 104
Staða: Ótengdur

Re: Your computer history?

Pósturaf Saber » Mán 25. Okt 2010 17:14

Keypti notaða 486 tölvu fyrir fermingarpeninginn. Uþb. 50 þús. minnir mig. Var með 33 MHz örgjörva sem var búið að setja einhversskonar "overboost upgrade" frá Intel, sem gerði örgjörvan 100 MHz. Hún var með Windows 95 og harði diskurinn í henni var ógeðslega lítill m.v. W95 tölvur á þeim tíma. Man þó ekki nkl. hversu lítill. Eitt atvik sem situr í manni, er þegar Trust diskettur voru á tilboði í bænum (99 kr./10 pk.) og ég keypti 10 pakka til þess að geta kóperað Need for Speed frá vini mínum, sjötíu og eitthvað diskettur! ÞOLINMÆÐI!

Þetta var svo spennandi á þessum tíma, að maður gat varla sofið. :nerd_been_up_allnight


Intel Core i5 4690K @ ? GHz Custom water cooling Build log: http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=1&t=53292

Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7493
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1160
Staða: Ótengdur

Re: Your computer history?

Pósturaf rapport » Mán 25. Okt 2010 17:47

hagur skrifaði:
Gilmore skrifaði:
1995: Fyrsta PC vélin sem ég keypti sjálfur var PC 486 80mhz vél með 128mb minni og 14" skjá.

1996: Pentium 100 vél með sennilega 256mb minni og 17" skjá, sem var eins og bíótjald í huga manns þá. ;)



Vá!, Ertu viss um að þú hafir verið með svona mikið minni í þessum vélum? Ég keypti Pentium 100 vél árið 1996 minnir mig og hún var með 8MB. Kunningi minn úr skólanum á þessum tíma átti top of the line vél og hann uppfærði hana upp í 64MB frekar en 32MB man ekki alveg.


Mac plus var með 4Mb minni sá sem við áttum (keyptum hana notaða af arkitektastofu) og það var 1986 eða e-h...

Um 2000 var hægt að fá 256mb í einum kubb og með fjórum slottum fara í 1 Gb RAM. Í dag er hægt að fara í 16 sinnum meira (er það ekki fín 10 ára þróun)



Skjámynd

Nothing
spjallið.is
Póstar: 454
Skráði sig: Mið 17. Sep 2008 23:09
Reputation: 5
Staða: Ótengdur

Re: Your computer history?

Pósturaf Nothing » Mán 25. Okt 2010 19:38

Fyrsta vélinn mín var tölva sem ég fékk gefins frá pabba. (Gamla heimilisvélin)

AMD 700Mhz örgjörvi
256mb minni
20gb diskur

Svo seinna keypti ég mína eigin vél.

Intel celeron 2,4Ghz
512mb ddr minni
Nvidia 5700
40gb diskur

Gaman að þessum þráð, gefur skemmtilega til kynna hvað sumir byrjuðu á retro PC vélum.


Aðalvél: I5-760 | Gigabyte P55A-UD3 | G.Skill Ripjaws 2x4GB CL7 | PNY GTX 460 1GB | X-fi XG | 2.5TB | Thermaltake 650w
Gagnavél: Intel Q6600 | Gigabyte EP31-DS3L | Geil 2x2GB 800MHZ | PNY 9600GT | 1TB | Coolermaster 500w

Skjámynd

FriðrikH
Geek
Póstar: 895
Skráði sig: Lau 22. Sep 2007 20:25
Reputation: 28
Staða: Ótengdur

Re: Your computer history?

Pósturaf FriðrikH » Mán 25. Okt 2010 20:17

Fyrsta tölvan mín var Sinclair spectrum 48k - legendary leikir alveg í henni, trúði líka statt og stöðugt að það væru meiri líkur á að leikirnir loaduðust eftir því sem maður spilaði þá hærra af kasettunni :)

Næsta tölva var einhvern IBM 086 vél sem var með appelsínugulum skjá.

Svo var það fermingartölvan, það var einhver 386 vél frá Nýherja, nafnið er alveg stolið úr mér.

Svo kemur bara eitthvað tómarúm, man ekkert hvaða tölvu(r) ég var með fyrr en ég var kominn langt á þrítugsaldurinn, asnaðist þá til að kaupa mér Dell P4 druslu einhverja... fyrsta og síðasta Dell tölvan sem ég kaupi..... Nei það er lygi, ég keypti líka Dell inspiron fartölvu sem entist ágætlega.

Svo var það Pentium E6600 held ég að það hafi verið frá tölvutækni

Síðan Asus eee 2g

AMD Phenom 955 BE upgrade

Asus eee 1005HA



Skjámynd

BjarkiB
Of mikill frítími
Póstar: 1947
Skráði sig: Fim 26. Nóv 2009 19:02
Reputation: 15
Staðsetning: C:\Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Your computer history?

Pósturaf BjarkiB » Mán 25. Okt 2010 21:25

Rosalega eru sumir gamlir hérna.
Annars þá var fyrsta tölvan sem ég var í keypt árið 2000.
Heimilistölva sem foreldrar mínir nota ennþá daginn í dag, en ég hætti þegar ég fékk turninn minn.

Man eitthverja specca úr henni eins og hún var fyrst, en núna er aðeins búið að update-a hana :lol:

128 mb
64 mb skjákort
40 gb IDE harðadiskur
og fleira.

Spilaði alltaf Tímon og Pumba leikinn og Pöddulíf, þvílíkar minningar :megasmile



Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7493
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1160
Staða: Ótengdur

Re: Your computer history?

Pósturaf rapport » Mán 25. Okt 2010 22:00

Tiesto skrifaði:Annars þá var fyrsta tölvan sem ég var í keypt árið 2000.


Hefur þu verið í mörgum ha ha ha ha... :megasmile :popeyed :crazy


Man að ég keypti einhverntíman vél sem var með onboard skjákorti AMD K7 móðurborð ef ég man rétt og svo voodo banshee skjákort sem neitaði að virka almennilega þar sem það var onboard kort lika.

Þetta fuck kostaði og kostar never ending pirr út i Tölvulistann... ef ég villist þar inn þa má varla bjóða mér góðan daginn nema ég gubbi yfir viðkomandi hvað ég var einusinni leikinn grátt af sölumanni hjá á þeim URRRR sem sagði að þetta ætti ekki að hafa nein áhrif...

Niður með tölvulistann fyrir slæma þjónustu 1999....




Gilmore
spjallið.is
Póstar: 416
Skráði sig: Mán 05. Feb 2007 14:44
Reputation: 4
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Your computer history?

Pósturaf Gilmore » Þri 26. Okt 2010 08:16

hagur skrifaði:
Gilmore skrifaði:
1995: Fyrsta PC vélin sem ég keypti sjálfur var PC 486 80mhz vél með 128mb minni og 14" skjá.

1996: Pentium 100 vél með sennilega 256mb minni og 17" skjá, sem var eins og bíótjald í huga manns þá. ;)



Vá!, Ertu viss um að þú hafir verið með svona mikið minni í þessum vélum? Ég keypti Pentium 100 vél árið 1996 minnir mig og hún var með 8MB. Kunningi minn úr skólanum á þessum tíma átti top of the line vél og hann uppfærði hana upp í 64MB frekar en 32MB man ekki alveg.


Ég er auðvitað að rugla, það var auðvitað 4mb af minni í vélinni, man eftir því að ég ætlaði að uppfæra í 8mb og gera þetta að ofurvél, en það varð aldrei úr því. Maður man þetta ekkert lengur...hehe.

En 80mhz var huge á þeim tíma, man þegar ég saggði vinnufélaga mínum sem var mikill tölvugaur frá þessari vél sem ég var að fara að kaupa. Hann bara tók andköf og spurði hvað ég ætlaði að gera með allt þetta afl.


Intel 486 80mhz, 2MB RAM, VGA 256k skjákort, Soundblaster AWE 32, WD 730MB HDD, 28k modem, 14" Samsung monitor.

Skjámynd

jericho
Geek
Póstar: 822
Skráði sig: Mið 21. Jan 2004 14:23
Reputation: 152
Staða: Ótengdur

Re: Your computer history?

Pósturaf jericho » Þri 26. Okt 2010 10:50

Black skrifaði:úff this takes me back, :-k


x2

1. Commodore 64
2. PC 386 16MHz
3. PC 586 (pentium I) 75MHz
4. PC Pentium II 150MHz
.
.

ah crap.. ég man þetta ekki alveg. Þetta er svo mikið af tölvum (leikjatölvur og fartölvur).
Fyrstu tölvuna eignaðist ég 1988 minnir mig og það tók nokkar mínútur að hlaða inn leik af segulbandi.
Good times.



5600x | DH-15 | RTX 3070 FE | MSI B550m Pro-VDH | Samsung Evo 970 1TB | Corsair LPX 2x8GB | Seasonic Prime Fanless 600W | Fractal Meshify C | Asus ROG Swift PG279Q